Blik 1936, 1. tbl./Ferðasaga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. september 2009 kl. 16:04 eftir Saerun (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. september 2009 kl. 16:04 eftir Saerun (spjall | framlög) (Ný síða: FERÐASAGA ÞÆR eru nú orðnar margar ferðirnar, sem Vestmannaeyingar hafa farið til Reykjavíkur til að keppa þar í knattspyrnu. Þetta var í fyrsta skiptið, sem III. flokkur ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

FERÐASAGA

ÞÆR eru nú orðnar margar ferðirnar, sem Vestmannaeyingar hafa farið til Reykjavíkur til að keppa þar í knattspyrnu. Þetta var í fyrsta skiptið, sem III. flokkur var sendur til móts við Reykvíkinga, og vissulega fyrsta sannefnda frægðarförin, sem K.V. hefir farið til Reykjavíkur. Við fórum héðan með „Primula" 9. júli og fengum fremur vont veður. Morguninn 10. júlí fórum við snemma á fætur, því skyggni var gott, og vorum við á þilfari til að litast um, þangað til við komum til Reykjavíkur. Af hafnarbakkanum var okkur boðið til samdrykkju í K.R.-húsinu. Um daginn skoðuðum við Reykjavík og nágrennið. Meðan við dvöldum í Reykjavík, áttum við því láni að fagna að sjá hina ágætu þýzku knattspyrnumenn leika á móti Reykvíkingum. Kappleikir þessir voru okkur hin mesta skemmtun og lærðum við einnig mikið af þeim. Meðan við dvöldum í Reykjavík, skoðuðum við söfnin, Landsbóka , Náttúrugripa- og Forngripasafnið, og einnig merkustu og stærstu byggingarnar. Á söfunum sáum við mikið, svo sem gömul handrit, gamla markverða hluti o.m.fl. Merkasta ritið, sem við sáum, var Guðbrandsbiblía, sem kennd er við Guðbrand biskup Þorláksson.