Heimaslóð:Sérstök tákn
ÞORSTEINN Þ. VlGLUNDSSON
Merkur brautryðjandi
Þáttur úr sögu Vestmannaeyjahafnar
Á vetrarvertíð árið 1906 voru gerðir út i Vestmannaeyjum fyrstu tveir vélbátarnir. Næstu vertíð (1907) voru þeir 20 að tölu. Á vertíð 1910 voru vélbátar Vestmannaey-inga orðnir 46. Að 10 árum liðnum voru þeir 68. Á vetrarvertíð 1930 voru vélbátar Vestmannaeyinga samtals 95, sem þá voru gerðir út í kaupstaðnum.
Samkvæmt aflaskýrslum hefur aflafengur Vestmannaeyinga fimm-til sexfaldast á árunum 1919—1930.
Þannig fór vélbátaútvegurinn í Vestmannaeyjum ört vaxandi ár frá ári fyrstu tvo áratugi aldarinnar. Mannfjöldinn þar óx að sama skapi. T.d. tvöfaldaðist hann fyrstu fjögur árin eftir að vélbátaútvegurinn hófst. Að sama skapi fóru allir vöruflutn-ingar til Eyja mjög í vöxt, skipakomur urðu miklu tíðari, og þá óx að sama skapi allt tollgæzlustarfið og svo heilbrigðiseftirlitið í skipunum. Síðla árs 1918 samþykkti alþingi að veita þéttbyggðinni í Eyjum kaupstaðarréttindi. — Mikil var gróskan í atvinnulífinu, miklar tekjur útgerðarmanna og svo fóru margskonar kröfur vaxándi, sérstaklega til hins opinbera. Viss framfaramál á sviði menningar létu einnig á sér kræla. Mikilvæg atriði voru þó enn í algjörri kyrrstöðu á fyrstu árum vél-bátaútvegsins. Það voru hafnarmál-in. Sérstaklega var Leiðin svokallaða, þ.e. innsigling á höfnina, erfið sjómönnum og öðrum, sem um hafnar-mynnið þurftu að fara. Leiðin var svo grunn, að hinir stærri vélbátarnir, sem voru þá allt að 12 rúmlestum, þurftu að bíða hækkandi sjávar til þess að geta siglt inn á höfnina klaklaust. Þegar svo inn á höfnina var komið, voru sandgrynningar á báðar hendur, sem ollu sjómönnun-um miklum erfiðleikum á margan hátt. öll milliferðaskip urðu að fá af-greiðslu á ytri höfninni, Víkinni, sökum grynninga í hafnarmynninu og innri höfn. Væri austan bræla, varð að afgreiða öll skip nofðan við Eiðið. — Allar vörur voru fluttar í land á uppskipunarbátum svoköll-uðum. Tollgæzlumenn og héraðslæknir og aðrir sóttgæzlumenn voru tíðast fluttir á milli hafnar og skips í opnum bátum, skjögtbátum, — og síðar á vélbátum. Þegar að skipshlið kom, urðu þeir að fikra sig upp í skipið eftir kaðalstiga með trétröpp-um, og var það oft erfitt og stundum ekki hættulaust, ef ylgja var í sjó og ólæti við skipshlið. — Vélbátaeig-endur vildu ógjarnan lána báta sína til þessara nota sökum hættu á brot-um við skipshlið. Enda voru og eru venjulegir fiskibátar ekki til þess byggðir að stunda slíkar ferðir, byrð-ingur þeirra ekki nægilega sterkur til þess að þola högg og árekstra við skipshlið í öldugangi og ylgjusjó. Þá minnist ég þess, þegar ég kom fyrst til Eyja. Það var síðari hluta októbermánaðar 1917. Eg var far-þegi á strandferðaskipinu Sterling, sem var á leið til Reykjavíkur. — Á uppvaxtarárum mínum á Norðfirði hafði ég kynnzt nokkrum Vest-mannaeyingum, sem verið höfðu sjómenn á útvegi fóstra míns að sumrinu. Einn þeirra var Björn Bjarnason útvegsbónda Einarssonar í Hlaðbæ, þá ungur að árum. Þessi ungi Vestmannaeyingur var véla-maður á báti fóstra míns eitt sumar. Ég óskaði að eiga þess kost að finna hann, koma í land í Eyjum og litast um. Þess vegna sendu fósturforeldrar mínir honum skeyti og báðu hann að nálgast mig, ef aðstæður leyfðu. Þegar Sterling hafði kastað akker-um á Víkinni, var kaðalstiga komið fyrir á hlið skipsins. Brátt nálguðust nokkrir árabátar stigann. Þarna var Björn frá Hlaðbæ meðal margra annarra að sækja farþega. Ég komst vandræðalaust niður stigann og út í bátinn, þó að nokkur ylgja væri í sjó og ég óvanur að klifra. Þannig voru þá nokkrir farþegar af Austurlandi færðir milli skips og báts að þessu sinni. Og þannig urðu tollverðir og héraðslæknir að fara að, þegar þeir gegndu skyldum sínum við skip, sem komu frá útlöndum til Eyja. Sú opinbera þjónusta var vissulega miklum erfiðleikum háð og hættum. Að tíu árum liðnum var ég orðinn búsettur í Eyjum. Nokkru síðar þurfti ég út í strandferðaskip til þess að sækja aldraða konu, sem kom í heimsókn til okkar hjóna. Þá voru enn við lýði sömu erfiðleikarnir og sömu hætturnar við flutning á fólki milli skips og hafnar. Enn var Leiðin og höfnin of grunn til þess að strandferða- og millilandaskip gætu áhættulaust siglt inn á höfnina og athafnað sig þar eða lagzt að DryggJu- — Nú var mér vissulega vandi á höndum. Ekki gat konan fikrað sig niður skipsstigann til þess að komast í bátinn. Hún þorði það ekki með nokkru móti. — Hvað var til ráða? Þá kom í ljós, að skipsmenn lúrðu á ráði undir rifi, þó að þeir gripu sjaldan til þess að sögn þeirra sjálfra. Þeir áttu í fórum sínum stóra körfu eða einskonar kláf. Að þessu sinni stigu þrjár konur í kláfinn. Síð-an var honum lyft með afli skips-vindunnar og hann svo látinn síga niður í bátinn. Þetta minnti helzt á flutning dýra milli skips og báts eða bryggju. Síðar uppgötvaði ég, að norska millilandaskipið Lýra, sem um árabil var í föstum ferðum milli Björgvinjar og Reykjavíkur með fastri viðkomu í Vestmannaeyjum, notaði iðulega „kláfinn" sinn við upp- og útskipun á fólki á Víkinni, — ytri höfninni í Eyjum. Einnig var mér tjáð, að tollverðir, læknir og ýmsir aðrir „stórir karlar" hefðu ógjarnan kosið sér „kláfinn", heldur fremur stigann. Þeim hefði þótt óvirðing eða niðurlæging í hinu! Eins og ég drap á, þá var það mjög algengt fyrstu tvo áratugi aldarinnar og lengur, að notaðir voru árabátar til þess að flytja lækni, tollgæzlu-menn og farþega um borð í milli-landaskip, sem fyrst tóku höfn hér í Vestmannaeyjum. Svo hafði það verið frá því á 15. öld, að millilanda-skip tóku að koma við í Eyjum eða sigla þangað, t.d. verzlunarskip. Þó að vélbátar væru komnir til sögunnar á fyrstu tugum þessarar aldar, voru þeir alls ekki alltaf til-kippilegir til þessara nota. Ymist voru þeir í róðrum eða eigendurnir vildu ekki hætta þeim í þessar ferðir, þvi að oft var sú hætta yfirvofandi, að bátarnir fengju högg við skipshlið, svo að löskun eða brot hlytist af. Höggin við skipshliðina voru því hættulegri sem bátarnir voru borð-hærri. 1 austan eða suðaustan veðrum urðu skipin að leggjast norður af Eiðinu eða norðan við Eiðið, eins og venjulega er komizt að orði. Var þá oft gripið til þess ráðs að setja áraskip yfir Eiðið til þess að komast um borð í millilandaskipin með lækni eða tollgæzlumenn, svo að þeir gætu gegnt skyldum sínum, og svo jafn-framt til þess að flytja farþega til skips eða í land. Þeir hættir héldust um árabil, eftir að vélbátaútvegur-inn hófst hér í Eyjum. — Stundum hlutust átakanleg slys af ferðum þessum, t.d. 16. desember 1924, þeg-ar héraðslæknirinn drukknaði við áttunda mann utan við lendinguna á Eiðinu. Árið 1924 gerðist Kristján Linnet bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Eftir að hann var skipaður í þetta virðu-lega og ábyrgðarmikla embætti, varð það honum metnaðarmál að bæta aðstöðu við flutninga á tollgæzlu- og heilsugæzlumönnum í skip, sem komu til Vestmannaeyja, hvort sem það voru millilandaskip eða fiskiskip, sem þurftu t.d. að leggja á land sjúka menn, sem leituðu læknishjálpar. Þá voru opnir árabátar vandræðafleyt-ur til slíkra flutninga, þó að á öðru væri engin völ enn sem komið var. Þetta áhugamál sitt færði bæjarfó-geti iðulega í tal við heimilisvin sinn og góðkunningja, Filippus Arnason frá Asgarði í Eyjum, sem um skeið hafði starfað að flutningum þessum fyrir hin opinberu embætti, bæjar-fógeta- og héraðslæknisembættið. Bæjarfógeti fékk ávallt neikvæð svör hjá rikisvaldinu, þegar hann fór þess á flot við það, að það legði fram fé til kaupa eða smíða á hæfum vél-báti til þessara ferða, flutninga á héraðslækni, tollgæzlumönnum og farþegum milli hafnar og skipa. Fyrstu fjögur embættisár Kristjáns Linnets í Eyjum sat við sama keip um flutninga þessa. Engu varð þar um þokað sökum fjárskorts. Nálega eingöngu voru notaðir árabátar við þessa flutninga. Og erfiðleikar þessir fóru vaxandi ár frá ári með vaxandi útgerð og fólksfjölda í kaupstaðnum. Þó keyrði alveg um þverbak í þessum efnum, þegar flytja þurfti sjúka menn i land t.d. úr fiskiskipum, inn-lendum sem erlendum. Þessum vandræðamálum var þannig ráðið til lykta árið 1928, að Filippus Árnason frá Ásgarði í Eyjum, sem unnið hafði að því á undanförnum árum á veg-um bæjarfógeta skrifstofunnar að flytja tollgæzlumenn ríkisvaldsins og héraðslækni milli haínar og skipa í kaupstaðnum, og Óskar Bjarnasen, skrifstofumaður bæjarfógeta, afréðu að láta smíða sérstakan bát til þess-ara ferða og reka hann fyrir eigin fé. Þessi vélbátur, sem þeir kölluðu Brimil, notuðu þeir síðan til þessara ferða næstu sex árin. Hér var vissu-lega rudd markverð og mikilvæg braut, sem almenningur í kaup-staðnum mat, þó að minni sógur færu af viðurkenningu hinna opin-beru afla á þessu starfi Filippusar Árnasonar, bæði innan ríkisvaldsins og valdamanna bæjarins. Brimill var sterkbyggður bátur og öll gerð hans innt af höndum með tilliti til hins hættusama starfs, sem inna skyldi af hendi í ylgjusjó og ólátaveðrum á Ytri höfninni og á ferðum fyrir Klettinn norður fyrir Eiði í austan og suðaustan garra og jafnvel stórviðr-um. Mágur Filippusar Árnasonar, Ólafur Ólafsson, var hinn eiginlegi skipstjóri á bátnum og fórst það svo vel úr hendi að dáðst var að. Næstu sex árin stunduðu mágarn-ir þessi störf af mikilli kostgæfni og allur almenningur í bænum viður-kenndi þær mikilvægu brautir í þessum málum, sem þeir ruddu og höfðu rutt. Vélbáturinn Brimill var m.a. með rúmgóðri káetu eða far-rými fyrir sjúkrarúm og aðstöðu til hjúkrunar sjúkum á leið til lands úr skipum. Það tillit til sjúkra á þessum vettvangi var áður óþekkt fyrirbrigði í kaupstaðnum. V/b Brimil notuðu mágarnir til þessara flutninga þar til í aprílmán-uði 1934. Þá misstu þeir hann við árekstur, sem átti sér stað á Faxa-sundi. Þá sökk Brimill. Eftir að það óhapp átti sér stað, voru teknir upp fyrri hættir um flutning á tollgæzlu- og sóttvarnar-mönnum milli hafnar og skipa á Vestmannaeyjahöfn. Þá mun einnig sérstakur árabátur hafa verið geymdur á Eiðinu til þessara nota, þegar ekki voru tök á að athafna sig á Víkinni. Einnig þetta sumar önnuð-ust mágarnir Filippus Árnason og Ólafur Ólafsson þessa flutninga. Þeir reyndust hin hægri hönd bæjarfó-geta og hjálparhellan trausta við það að inna þessi störf af hendi fyrir rík-isvaldið. Sumarið 1934 skrifaði bæjarfóget-inn Kristján Linnet ríkisstjórninni og beiddist þess, að ríkissjóður leggði fram fé til kaupa á báti til þessara flutninga eða til smíða á nýjum bát. Því var afdráttarlaust neitað. Þá skrifaði bæjarfógeti hafnar-nefnd kaupstaðarins og fór þess á flot við hana, að hún beitti sér fyrir því, að bátur þessi yrði smíðaður á kostnað hafnarsjóðs með fjárhags-legum styrk frá rikinu, — bátur til flutninga á sótt- og tollgæzlumönn-um og sjúku fólki, sem flytja þurfti milli hafnar og skips. Hafnarnefnd-armennirnir neituðu þessu tiltæki afdráttarlaust. Fimmti liður í fundargjörð hafn-arnefndar Vestmannaeyja, sem dag-sett er 31. júlí 1934, er þannig orðað-ur: „Lagt fram erindi landlæknis dags. 21. febr. s.l. um bát til ferða í skip til tollgæzlu og innheimtu hafnargjalda, og er þar lagt til, að höfnin láti byggja slíkan bát með þátttöku ríkissjóðs í kostnaðinum við bygginguna. Nefndin getur ekki fall-izt á tillögur þessar, þar sem höfnin á kost á bátum til þeirra ferða. Telur nefndin, að á rikissjóði hvíli skylda til að hafa slikan bát fyrir tollskoðun og sóttgæzlu en ekki höfnin." Þegar hér var komið þessu máli og öll sund lokuð um það, að opinberir aðilar vildu leggja sitt fram til lausnar á því, afréðu þeir félagar, Filippus Árnason og Kristján Linnet bæjarfógeti, að láta smíða þennan hafnarbát fyrir eigin fé. Þetta fram-tak skyldi vera á nafni Filippusar Árnasonar enda þótt þeir væru báðir eigendur að bátnum. Og svo var hafizt handa um smíð-ina. 1 september (1934) gat Filippus gert bæjarfógetaembættinu tilboð um flutninga þessa á hinum nýsmíð-aða báti. Þá var hann væntanlega fullgerður um næstu áramót. Ég leyfi mér að birta hér efnislega útdrátt úr bréfi Filippusar Árnasonar til bæjar-fógeta um flutninga þessa, þegar nýi vélbáturinn yrði tekinn í notkun. Það er dagsett 25. september 1934. Og báðir stóðu þeir að tilboði þessu mágarnir Filippus Árnason og Ólafur Ólafsson, hinn væntanlegi skipstjóri á bátnum. 1. Þeir bjóðast til að fylgjast með skipakomum til Eyja og gera toll-gæzlumönnum þegar aðvart, þegar skip vilja hafa samband við Eyjar. 2. Flytja sóttgæzlumann og lækni í sóttgæzluerindum að og frá skipi á Víkinni fyrir kr. 25,00 í hvert sinn.3. Flytja sóttgæzlumenn og lækni í sóttgæzluerindum út frá Eiðinu á árabát eða fyrir Klett á vélbáti að og frá skipi fyrir kr. 35,00. 4. Ofanskráð tilboð gildi frá 1. okt. 1934 til l.okt. 1935. Gert var ráð fyrir að nýi vélbátur-inn yrði tekinn i notkun um áramót-in 1934/1935. Þangað til ætluðu þeir sér að nota trillubát við afgreiðslu skipa á Víkinni, en árabát, ef farið yrði norður af Eiði sökum austan veðra. Bæjarfógeti samþykkti tilboð þetta með þeim skilyrðum, að bæj-arfógetaembættið eða bæjarfógetinn sjálfur „hefði fyrsta rétt til leigu á bátnum eða til kaupa á honum", ef þeir mágar, Filippus og Ólafur, hætta að inna þessa mikilvægu þjónustu af hendi. Hinn nýi hafnarbátur var smíðað-ur af þeirri stærð og gerð, sem nokk-urra ára reynsla hafði sannað þeim að heppilegust væri fyrir slíka flutn-inga í Eyjum, og þá alveg sérstaklega á veikum mönnum og slösuðum. Þeir flutningar fóru vaxandi ár frá ári með auknum fiskiskipaflota á Eyja-miðum og þar í námunda. Hinn nýi hafnarbátur hlaut nafn-ið Léttir og einkennisstafina VE 327. Hann var tekinn í notkun í febrúar 1935. Filippus Árnason stjórnaði útgerð bátsins, útvegaði allt, sem til hans þurfti, annaðist bókhald útgerðar-innar o.s.frv. Sjálfur var hann jafn-framt starfsmaður á bátnum og gætti vélar, þegar svo bar undir. Skipstjór-inn var hins vegar mágur hans Ólaf-ur Ólafsson frá Hvanneyri (nr. 61) við Vestmannabraut. Hann var kunnur að dugnaði, útsjónarsemi og reglusemi á öllum sviðum. Starfi hans fylgdi jafnan heill og lán svo vandasamt sem það var, t.d. við skipshlið í ókyrrum sjó eða vondum veðrum. Aðrir en útsjónarsamir at-orkumenn gátu ekki innt þetta þjón-ustustarf af hendi. Þá reyndi ekki lítið á hafnsögumanninn í starfi hans, þegar ylgja var við skipshlið eða ólga í sjó t.d. og hann þurfti samt að ná á skipsfjöl til þess að fram-kvæma skyldur sínar gagnvart hafn-arsjóði annars vegar og skipshöfn hins vegar. Þar reyndist Jón I. Sig-urðsson frá Látrum réttur maður á réttum stað og hefur ávallt reynzt. Þegar Kristján Linnet, bæjarfó-geti, lét af embætti árið 1940, gerðist Sigfús M. Johnsen frá Frydendal í Eyjum bæjarfógeti í Vestmannaeyj-um. Hann keypti þá eignarhlut frá-farandi bæjarfógeta í v/b Létti. Þá höfðu eigendur vélbátsins, F.Á. og Kr.L., látið Ólaf Ástgeirsson, báta-smíðameistara frá Litlabæ, smíða fyrir sig árabát, sem fylgdi vélbátn-um og skyldi notast í þágu starfsins, t.d. ef skjótast þyrfti í skip í skyndi út af Eiðinu. Svo liðu næstu níu árin, þar af voru fimm styrjaldarár. Margt breyttist og það að miklum mun. — Unnið hafði verið að dýpkun Vest¬mannaeyjahafnar næstum ár hvert, svo að smærri skipin áttu orðið greiða leið inn að bryggju, hinni miklu Básaskersbryggju, sem byggð var á árunum 1929-1938. Og þá eru mér ríkust í huga allar færeysku skúturnar, sem fluttu frosinn fisk frá Eyjum til Bretlands flest styrjaldar-árin. Þá var stundum þröng á þingi í Vestmannaeyjahöfn. Og þarna var Léttir og menn hans dag og nótt svo að segja við skyldustörfin og þjón-ustuna við flotann, utan hafnar sem innan. Hinar auknu skipakomur og hin mikla umferð leiddi auðvitað af sér auknar tekjur af þessu þjónustu-starfi, svo að það var orðið þó nokkuð arðvænlegt að stunda þessi þjón-ustustörf við Vestmannaeyjahöfn. Þá tóku skoðanir ráðandi stjórn-málamanna í kaupstaðnum að breytast gagnvart rekstri hafnar-bátsins. Fyrst starfið skilaði arði, þótti þeim sjálfsagt, að hafnarsjóður ræki hafnarbátinn, svo að hann nyti arðsins af starfinu. Þegar Sigfús M. Johnsen hvarf frá bæjarfógetaembættinu árið 1949, seldi hann Filippusi Árnasyni sinn hlut í vélbátnum. Eftir það var hann einn eigandi hafnarbátsins. Á lokadag 1945 samþykkti hafn-arnefnd að knýja á ríkisstjórn og ráðuneyti að hafnarsjóður kaupstað-arins fengi þessa flutninga á sitt vald fyrst þeir skiluðu arði. Ekkert varð þó hafnarnefnd ágengt í því máli þá um sinn. öðru hvoru á kjörtímabilinu 1946-1950 munu svokallaðir vinstri menn, sem þá skipuðu meiri hluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja, hafa farið þess á flot við ríkisvaldið, að það hlutaðist til um það, að flutningar þessir yrðu afhentir hafnarsjóði. En ríkisvaldið lét það mál liggja milli hluta eða daufheyrðist við þeirri beiðni. Þó var talið, að hafnarnefnd og bæjarstjórn hefðu þá sérstaklega góða aðstöðu til þess að ná flutning-um þessum úr höndum Filippusar Árnasonar, þegar þingmaður kjör-dæmisins var fjármálaráðherra, því að vitað var, að F.Á. var ekki i „Flokknum" og ekki kjósandi þing-mannsins. En einhvern veginn fór það svo, að hafnarnefnd og bæjar-stjórn fengu hér engu um þokað. Hver mundi ástæðan hafa verið fyrir því? Vildi ráðuneytið ekki lofa hafnarsjóði að njóta arðs af þessum flutningum? — Jú, vissulega. — Á-stæðan var annars eðlis. Filippus Árnason hafði gróinn siðferðilegan rétt til þessara flutninga að dómi ráðandi manna. Hann hafði upp-haflega rutt hér brautir, hætt fé sínu í nauðsynlegt starf, sem enginn annar vildi líta við, af því að það gaf engar vonir um arð í aðra hönd. Þannig glataði hafnarnefnd eða bæjarstjórn siðferðilegum rétti til starfrækslunn-ar, þegar hún loks tók að skila arði. Hins vegar fórst þeim mönnum, sem þetta starf höfðu með höndum, svo vel og drengilega að inna það af hendi, að á betra varð naumast kosið. Við bæjarstjórnarkosningarnar 29. jan. 1950 komu að nokkru leyti nýir menn til áhrifa í bæjarstjórn kaupstaðarins. Þá var að tjaldabaki reynt að lempa F.Á. til að selja hafn-arsjóði hálfan v/b Létti og þar með fengi hann hálfa hlutdeild í útgerð hans og ágóða af rekstrinum. Þetta tókst giftusamlega. Mörgum var það ljóst, að þetta var viðkvæmt mál og ekki vandalaust í meðförum. Þrennt var það fyrst og fremst, sem til greina kom: Hinn siðferðilegi réttur Filipp-usar Árnasonar til starfrækslunnar í augum valdhafanna, hvernig svo sem við vildum á það líta með okkar eigingjarna auga í þágu hafnarsjóðs. I öðru lagi voru valdhafarnir ekkert hrifnir af opinberum rekstri og mátti þeim þá vera efst í huga Strætis-vagnar Reykjavíkur, sem skiluðu miklum gróða í einstaklingsrekstri, en eins miklu tapi eða meira, eftir að Reykjavíkurbær tók við rekstrinum. Þetta var haft á oddi. I þriðja lagi höfðu flutningar þess-ir farið svo vel úr hendi hjá þeim mágum, sem þá höfðu haft, að ríkis-stjórnin vissi, hverju hún sleppti, en ekki hvað hún hreppti með því að breyta til í þeim efnum. Þar byggði ríkisstjórnin fyrst og fremst á vott-orðum Gunnars Þorsteinssonar bæj-arfógeta, hins óvilhalla trúnaðar-manns ríkisvaldsins. Með bréfi dagsettu 28. apríl 1950 gerir F.Á. kunnugt, að hann selji þar með hafnarsjóði Vestmannaeyja hálfan hafnarbátinn Létti með öllu og öllu að hálfu við sig. Kaupverðið á þessum hluta bátsins skyldi vera kr. 26.500,00. Þetta tilboð- samþykkti hafnarnefnd og bæjarstjórn kaup-staðarins. Og þá stóð heldur ekki á ríkisvaldinu að samþykkja kaupin, þó með þeim skilyrðum, að sömu menn yrðu starfandi á bátnum við flutninga á sótt- og tollgæzlumönn-um ríkisins. Á þetta atriði lagði rík-isstjórnin mikla áherzlu. Svo vel hafði samstarfið gengið um flutninga þessa og þjónustu við hið opinbera vald s.l. áratugi. Þegar hér var komið þessu máli, tóku pólitiskir andstæðingar meiri hluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja-kaupstaðar að þyrla upp látlausum rógi um þessi bátakaup. Þau áttu m.a. að stafa af því, að hafnarbátur-inn Léttir væri nú ónýtur og Filippus Árnason, sem var fylgifiskur meiri¬hlutans í bæjarstjórn, vildi af þeim ástæðum losna við hann og útgerð-ina á honum. Þarna vildu svo „hans menn" gera á honum miskunnarverk-ið, með því að láta Hafnarsjóð kaupa af honum hið ónýta bátshorn! Sökum þessa rógs og ósanninda var Ólafur Ólafsson, skipstjóri á bátnum um árabil, fenginn til þess að segja álit sitt um ástand bátsins. Vottorð hans var svolátandi: „Eg undirritaður, sem hafi verið formaður á Létti við skipaafgreiðsl-ur, síðan báturinn kom hingað í plássið, álít, að báturinn sé sérstak-lega sterkur og vel byggður á allan hátt, og eftir reynslu minni er hann afbragðs sjóbátur. Um vél þá, sem nú er í bátnum,get ég sagt, að hún hefur reynzt á-gætlega, og hefur það aldrei komið fyrir, að tafizt hafi afgreiðslur skipa hennar vegna, enda hefur vél og báti verið mjög vel við haldið. Að mínu áliti er báturinn vel fall-inn til afgreiðslu skipa og allrar vinnu við höfnina, og reynsla er fengin fyrir því, að hægt er að at-hafna sig á honum í öllum veðrum nema miklum austanveðrum, en aft-ur á móti tel ég, að mjög erfitt yrði að nota stóran bát, t.d. þegar leggja þarf að skipum í vondu og vegna þrengsla inni á höfninni. Tel ég, að mikið mætti auka á ör-yggi bátsins með því að setja dekk i hann allan og þar með loka honum alveg. Vestmannaeyjum, 25. marz 1950 Ólafur Ólafsson (sign.)
Með símskeyti dagsettu 28. júní 1950 fól fjármálaráðuneytið þá hin-um setta bæjarfógeta í Vestmanna-eyjum, Gunnari Þorsteinssyni, að sjá svo um að hagstæðir samningar mættu takast sem fyrst milli ríkisins annars vegar og útgerðaraðila hafn-arbátsins hins vegar um flutning á sótt- og tollgæzlumönnum í Eyjum eins og verið hafði nálega tvo síðustu áratugina. — Þessi samningsgerð tókst giftusamlega og var undirrituð 15. nóvember 1950. Var þá Torfi Jó-hannsson orðinn bæjarfógeti í kaup-staðnum.
Svo liðu næstu átta árin og ekkert sérstakt bar til tíðinda svo að vitað væri í þessu mikilvæga starfi, sem fyrst og fremst var fólgið í því að flytja hafnsögumann Vestmanna-eyjahafnar í aðkomuskip, flytja sótt-og tollgæzlumenn í millilandaskip o.s.frv., — vera hinn sjálfsagði og mikilvægi tengiliður skipa og hafnar.
A þessu áraskeiði komust nýir menn til valda í bæjarstjórn kaup-staðarins. — Veður tóku að gerast válynd, því að F.A. var pólitískur andstæðingur hinna nýju valdhafa.
Seint í desember 1958 skrifaði Filippus Arnason hafnarnefndinni bréf. 1 bréfi þessu býðst hann til að selja hafnarsjóði sinn eignarhelming í hafnarbátnum Létti. Kaupverðið hafði hann afráðið kr. 95.000,00.
Með tilliti til þess, hversu útgerð bátsins skilaði orðið miklum arði ár-lega, má með nokkrum rétti segja, að F.A. hafi að vissu marki gefið hafn-arsjóði sinn hluta í bátnum eða Eyjabúum.
Ég hefi í hendi mér rekstrarreikn-ing v/b Létti VE 327 fyrir árið 1954. Niðurstöðutölur þessa ársreiknings eru sem hér segir: Tekjur alls kr. 191.964,00 Gjöldalls 149.182,00 Tekjuafgangur kr. 42.782,00
Afsal F.A. fyrir hans eignarhluta í v/b Létti er dagsett 29. maí 1959.
Hafnarsjóður greiddi honum alls kr. 100.000,00 með því að bátnum fylgdi ýmislegt fleira en tekið var fram í hinu upphaflega tilboði.
Þar með var Vestmannaeyja-kaupstaður orðinn eigandi að öllum hafnarbátnum og einn útgerðaraðili. Svo hefur það verið síðan.