Heimaslóð:Sérstök tákn
ÞORSTEINN Þ. VlGLUNDSSON
Merkur brautryðjandi
Þáttur úr sögu Vestmannaeyjahafnar
Á vetrarvertíð árið 1906 voru gerðir út i Vestmannaeyjum fyrstu tveir vélbátarnir. Næstu vertíð (1907) voru þeir 20 að tölu. Á vertíð 1910 voru vélbátar Vestmannaey-inga orðnir 46. Að 10 árum liðnum voru þeir 68. Á vetrarvertíð 1930 voru vélbátar Vestmannaeyinga samtals 95, sem þá voru gerðir út í kaupstaðnum.
Samkvæmt aflaskýrslum hefur aflafengur Vestmannaeyinga fimm-til sexfaldast á árunum 1919—1930.
Þannig fór vélbátaútvegurinn í Vestmannaeyjum ört vaxandi ár frá ári fyrstu tvo áratugi aldarinnar. Mannfjöldinn þar óx að sama skapi. T.d. tvöfaldaðist hann fyrstu fjögur árin eftir að vélbátaútvegurinn hófst. Að sama skapi fóru allir vöruflutn-ingar til Eyja mjög í vöxt, skipakomur urðu miklu tíðari, og þá óx að sama skapi allt tollgæzlustarfið og svo heilbrigðiseftirlitið í skipunum. Síðla árs 1918 samþykkti alþingi að veita þéttbyggðinni í Eyjum kaupstaðarréttindi. — Mikil var gróskan í atvinnulífinu, miklar tekjur útgerðarmanna og svo fóru margskonar kröfur vaxándi, sérstaklega til hins opinbera. Viss framfaramál á sviði menningar létu einnig á sér kræla. Mikilvæg atriði voru þó enn í algjörri kyrrstöðu á fyrstu árum vél-bátaútvegsins. Það voru hafnarmál-in. Sérstaklega var Leiðin svokallaða, þ.e. innsigling á höfnina, erfið sjómönnum og öðrum, sem um hafnar-mynnið þurftu að fara. Leiðin var svo grunn, að hinir stærri vélbátarnir, sem voru þá allt að 12 rúmlestum, þurftu að bíða hækkandi sjávar til þess að geta siglt inn á höfnina klaklaust. Þegar svo inn á höfnina var komið, voru sandgrynningar á báðar hendur, sem ollu sjómönnun-um miklum erfiðleikum á margan hátt. öll milliferðaskip urðu að fá af-greiðslu á ytri höfninni, Víkinni, sökum grynninga í hafnarmynninu og innri höfn. Væri austan bræla, varð að afgreiða öll skip nofðan við Eiðið. — Allar vörur voru fluttar í land á uppskipunarbátum svoköll-uðum. Tollgæzlumenn og héraðslæknir og aðrir sóttgæzlumenn voru tíðast fluttir á milli hafnar og skips í opnum bátum, skjögtbátum, — og síðar á vélbátum. Þegar að skipshlið kom, urðu þeir að fikra sig upp í