Hilmar Rósmundsson
Hilmar Rósmundsson, skipstjóri, var varaþingmaður af lista Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi árið 1978. Tók sæti á Alþingi á haustþinginu það ár. Fæddur á Siglufirði 16. október 1925. Foreldrar Rósmundur Guðnason, Jónssonar bónda að Heiði í Sléttuhlíð og kona hans María Jóhannsdóttir, Þorsteinssonar í Stórugröf í Skagafirði. Kvæntur (24. október 1950) Rósu Snorradóttur (fædd 3. september 1927) Guðmundssonar. Gagnfræðipróf frá Gagnfræðiskólanum á Ísafirði og fiskimannapróf hið meira frá Stýrimannaskóla Íslands 1950. Skipstjóri á fiskiskipum frá 1955 og útgerðar maður frá 1959. Átti sæti í stjórn skipstjórafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum og Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja og einnig í stjórn Norðlendingafélagsins í Eyjum.
Hilmar var Fiskikóngur Vestmannaeyja árin 1967 og 1968 með um 1000 lestir fyrra árið og 1191 skipslest það síðara. Þetta veiddi hann á vélbátnum Sæbjörgu.
Heimildir
- Eyjar gegnum aldirnar Guðlaugur Gíslason. ISBN 00003556930