Kvenfélagið Heimaey

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júní 2005 kl. 13:10 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júní 2005 kl. 13:10 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Saga Kvenfélagsins Heimaey hefst árið 1953 þegar Jónína Jónsdóttur bauð heim til sín nokkrum konum úr Vestmannaeyjum er bjuggu eins og hún í Reykjavík. Ræddu þær saman hversu leiðinlegt það væri að konur frá Vestmannaeyjum hittust lítið. Ákváðu þær þá í sameiningu að stofna félag fyrir konur ættaðar úr Vestmannaeyjum.

Stofnfundur var haldin 9. apríl 1953, í félagsheimili V.R. Kosin var fyrsta stjórnin og hún skipaði: Krístin Ólafsdóttir formaður, Huld Kristmannsdóttir ritari, Stella Eggertsdóttir gjaldkeri og meðstjórnandi Stella Guðmundsdóttir. Alls sátu 38 konur fundinn. Á þessum fundi var árgjald ákveðið en það var 15 krónur. 4. maí 1953 var haldin fyrsti fundurinn og ákveðið var nafnið "Kvenfélagið Heimaey". Markmið félagsins voru líknarstörf og styrkingu sjúkra og efnalitla, en einnig hafði það þann tilgang að konur ættaðar frá Vestmannaeyjum gætu hittst og skemmt sér saman.

Samkvæmt fundargerðarbókum frá fyrstu árunum er greinilegt að fjáröflun var ein mesta áherslan sem lög var á og var mest notast við basara. Mikið af dóti var selt á þeim tildæmis eins og barnabolir sem konurnar saumuðu saman. Í gosinu vann félagið ennig mikið sjálfboðarstarf eins og þegar það fréttist að opnað hefði verið Hafnarbúðir fyrir Vestmannaeyinga, þá voru þær strax komnar á stað til að útvega eitthvað matarkyns. Heimaeyjakonur voru þar til staðar á meðan mestu ósköpin dundu yfir. Allt að unnu u.þ.b. 140 konur á viku í Hafnarbúðum.

Lokakaffið

Lokakaffið er kaffiversla sem félagskonur halda fyrir Vestmannaeyinga. Þetta er mikilvægasti atburður félagsins og reynt er að miða við að hafa daginn á vertíðarlokum. Félagið stendur fyrir frábærum árshátíðum og er mjög vandað að halda upp á afmælishátíðir. Á hverju ári er farið í ferðalag annaðhvort dags- eða helgarferðir. Alltaf hefur ríkt góður andi og ánægja yfir félagstarfinu og sést það vel að áhuginn er ekkert að hverfa með nýjum kynslóðum sem koma og taka við af þeirri eldri.

Heimildir

Heimasíða Kvennfélagsins Heimaey [1]