Valtýr Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júní 2005 kl. 11:06 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júní 2005 kl. 11:06 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Valtýr Guðmundsson, prófessor. Alþingismaður Vestmannaeyja 1894 til 1901. Fæddur á Árbakka á Skagaströnd 11. mars 1860. Dáinn í Kaupmannahöfn 23. júlí 1928. Foreldrar Guðmundur (fæddur 27. desember 1823, dáinn 5. janúar 1865) sýsluskrifari á Ytri-Ey og Geitaskarði Einarson bónda og fræðimanns á Starrastöðum í Skagafirði Bjarnarsonar og Valdís (fædd 3. október 1834, dáin 25. mars 1923) Guðmundsdóttir bónda á Syðri-Krossum í Staðarsveit Símonarsonar. — K. (18. ágúst 1889) Anna (fædd 18. ágúst 1850, dáin 28. júlí 1903) Jóhannesdóttir sýslumanns Guðmundssonar og konu hans Marenar Lárusdóttur Thorarensen. Stúdent í Reykjavík 1883. Mag. art. frá Hafnarháskóla 1887. Dr. phil. 1889. Kennari (dósent) í íslenskri sögu og bókmenntum við Hafnarháskóla 1. apríl 1890. Prófessor í íslenskri sögu og bókmenntum 1920. Stofnandi Eimreiðarinnar.


Heimildir

  • Eyjar gegnum aldirnar Guðlaugur Gíslason. ISBN 00003556930