Þorsteinn Jónsson (héraðslæknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júní 2005 kl. 10:37 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júní 2005 kl. 10:37 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Jónsson, héraðslæknir. Alþingismaður Vestmannaeyja 1887 til 1890, en sagði þá af sér þingmennsku. Fæddur á Miðkekki í Flóa 17. nóvember 1840, dáinn í Reykjavík 18. ágúst. Foreldrar Jón (fæddur 19. júní 1799, dáinn í júlí 1888) bóndi á Miðkekki, síðar í Hræringsstaðahjáleigu Þorsteinssonar bónda að Brú í Flóa Pálssonar og síðari konu hans, Þórdís (fædd 18. ágúst 1795, dáin 26. maí 1866) Þorsteinsdóttir í Hræringastaðahjáleigu Runólfssonar. — K. (12. október 1865) Matthildur (Fædd 6. janúar 1833, dáin 5. mars 1904) Magnúsdóttir bónda að Fjarðarhorni í Helgafellssveit Þorkelssonar og Sigríðar Pétursdóttir. — Stúdent 1862 í Reykjavík. Las læknisfræði hjá Jóni landlækni Hjaltalín frá hausti sama ár. Læknispróf 1865. Héraðslæknir í Vestmannaeyjum 1865-1905. — Prófdómari við læknapróf 1907. Bóksali um hríð. Hafði á hendi veðurathuganir fyrir veðurstofuna dönsku um fjölda ára. Hreppsnefndaroddviti 1874-1902. Var oft settur sýslumaður í Vestmannaeyjum um skemmri og lengri tíma. Fluttist til Reykjavíkur sumarið 1906 og dvaldist þar til æviloka.


Heimildir

  • Eyjar gegnum aldirnar Guðlaugur Gíslason. ISBN 00003556930