Páll Þorbjörnsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. júní 2005 kl. 14:49 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. júní 2005 kl. 14:49 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Þorbjörnsson, Skipstjóri. Landskjörinn Þingmaður 1934-1937. Fæddur í Vatnsfirði 7. Október 1906. Dáinn í Vestmannaeyjum 20. febrúar 1975. Foreldrar Þorbjörn (fæddur 21. apríl 1875, dáinn 25 desember 1961) héraðslæknir á Bíldudal Þórðarson bóndi að Hálsi í Kjós Guðmundsson og kona hans Guðrún (fædd 25. Janúar 1883, dáin 3. júlí 1971) Pálsdóttir alþingismanns Ólafssonar. - K. (20. maí 1933) Bjarnheiður Jóna (fædd 7. september 1910) Guðmundsdóttir bónda á Ragnheiðarstöðum í Flóa Guðmundssonar og konu hans Ólafar Jónsdóttur. Lauk gagnfræðiprófi í Reykjavík 1922. Farmannaprófi 1930 frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Sjómaður 1920-1932. Varð þá kaupfélagsstjóri Kaupfélags alþýðu í Vestmannaeyjum í nokkur ár, síðan skipstjóri og útgerðarmaður þar. Stundaði Kaupsýslustörf síðustu árin. Í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1935-1937. Yfirskoðunarmaður ríkisreikinga 1936-1937.