Magnús Stephensen
Magnús Stephensen, héraðslæknir 1863 til 1865. Hann var fæddur í Ásum í Skaftártungum 14. apríl 1835. Foreldrar hans voru séra Pétur prestur þar og síðast á Ólafsvöllum Stefánsson Stephensen og kona hans Gyðríður Þorvaldsdóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum Böðvarssonar. Hann varð stúdent í Reykjavík 1856 og lauk læknisprófi frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1862. Aðstoðalæknir Jóns landlæknis Hjaltalíns 1862 og skipaður héraðslæknir í Vestmannaeyjum og var hann fyrsti innlendi héraðslæknirinn sem þar var skipaður. Hann lést í Vestmannaeyjum 12. Febrúar 1865, ókvæntur og barnlaus.