Blik 1969/Sumardvöl Dr. Helga Péturss

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. ágúst 2007 kl. 12:04 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. ágúst 2007 kl. 12:04 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sögusvið mitt er gamall sveitabær og umhverfi hans. Hann stóð vestan í einum af túnhólunum. Meðfram bæjarhólnum rann lítill lækur. Út frá túnfætinum breiddust eggjarnar, að mestu leyti greiðfærar og sléttar.

Á þessum tímum bótti það mikill viðburður á afskekktum sveitabæ, ef hámenntaður og víðkunnur vísindamaður settist að á heimilinu, og mikil tilbreyting þótti það í fábreytni og hversdagsleika daganna. Jafnvel smáatburðir, sem við á tímum hraðans og véltækninnar mundum ekki veita athygli, festust í huga fólksins, urðu síðan að umtalsefni og að lokum greipt í minni þess.

Það bar við árið 1903. Þá höfðu foreldrar mínir búið tvö ár í Eyvindarholti undir Eyjafjöllum. Þetta var í júlímánuði og komið að túnaslætti.

Einn daginn sást til mannaferða austan yfir Markarfljót. Þetta voru tveir ferðamenn, sem ráku með sér klyfjahesta. Eftir stuttan tíma voru þeir komnir heim á bæjarhlaðið og höfðu þar tal af foreldrum mínum.

Grannvaxni, fölleiti maðurinn var Doktor Helgi Pétursson, en leiðsögumaður hans var Ögmundur Sigurðsson, síðar þjóðkunnur maður sem ágætur skólastjóri við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.

Dr. Helgi Pétursson kvaðst ætla að hefja jöklarannsóknir við Eyjafjallajökul, en vegna allra staðhátta hentaði sér vel að dveljast hér í námunda við jökulinn. Hann bað því um dvalarstað heima fyrir þá félaga, meðan hann starfaði að rannsóknum sínum.

Faðir minn sagði sem var, að heimilisfólkið væri margt, þar af 8 börn á aldrinum frá eins árs til þrettán ára. Það væri því miklum erfiðleikum bundið fyrir húsfreyjuna að taka á móti tveim dvalargestum um þetta leyti árs, þar sem hún væri ein með heimilisstörfin um sláttinn.

Að svo mæltu bað faðir minn fylgdarmanninn að taka farangurinn af hestunum og bauð gestunum í bæinn til að þiggja góðgjörðir. Þá vék Doktor Helgi sér að fylgdarmanni sínum og greindi honum frá því, að hann tæki ekki koffortin ofan af hestunum fyrr en úr því væri skorið, hvort tekið yrði á móti þeim til lengri dvalar eða ekki.

Síðan sagði hann við föður minn fremur hvatskeytlega: „Ólafur, hefur þú nokkurn tíma úthýst gestum þínum?“ Faðir minn kvað það ekki vera venjulegt á heimilinu, en nú yrði konan að ákveða það, bar sem það kæmi í hennar hlut að annast um gestina. Ennfremur sagði hann, að bærinn væri lélegur og því ekki viðunandi húsnæði fyrir gesti, sem betra væru vanir. Doktorinn taldi það ekki koma að sök, hvað sig snerti; hann svæfi í tjaldi, sem hann hefði meðferðis. Og hvað Ögmundi viðviki, þá væri hann vanur að sofa í sveitabaðstofu. Hann gæti þess vegna sofið þar sem piltarnir svæfu.

Nú kom til kasta móður minnar. Hún sagði eitthvað á þá lund, að hún hefði aðeins óbrotinn og algengan mat að bjóða, eins og hann gerðist almennt á sveitaheimilum. En gestirnir kváðu það einmitt vera þann mat, sem þeir óskuðu helzt eftir.

Þannig bar það til, að foreldrar mínir tóku á móti gestunum þrátt fyrir örðugar ástæður að mörgu leyti.

Leiðsögumaðurinn tók koffortin ofan af hestunum. Þau höfðu öll sérlegt lag: voru hærri og mjórri en venjuleg koffort. Sennilega hafa þau með því lagi verið hentug og þægileg í flutningi á klyfjahestum á löngum ferðalögum.

Ég stóð þarna á hlaðinu ásamt systkinum mínum. Tvö koffort vöktu mikla athygli mína vegna þess, hve sérkennileg þau voru; þau voru yfirklædd með selkópaskinnum, og sneri hársvörðurinn út. Ég gat ekki stillt mig um að strjúka með hendinni yfir þennan mjúka, fallega feld og dáðst að öllum litunum, sem fóru svo vel saman, en ég hafði ekki séð selskinn fyrr. Að frásögn Ögmundar voru þauvatnsþétt. Í koffortunum voru geymd vísindatæki, bækur og ritgerðir Doktors Helga Péturssonar.

Strax fyrsta kvöldið bað Doktorinn föður minn um tjaldstæði á túninu í námunda við bæinn, og var það auðsótt mál. Síðan gekk hinn hálærði maður um nágrennið út frá bænum og fann sér loks stað, sem hann var ánægður með. Hann reisti tjald sitt á sléttum fleti í svokölluðum Svírabrókum. Það var á þeim stað í túninu, sem lengst var frá bænum. Þarna var svo kyrrlátt, að ekkert truflaði einveruna nema mildur niður frá Ljósá, sem rann fáa faðma frá tjaldstaðnum.

Doktor Helgi þjáðist mjög af svefnleysi. Einkum átti hann erfitt með að festa svefn á kvöldin.

Ögmundur mæltist til þess við foreldra mína, að við systkinin hefðum hljótt um okkur, svo að enginn hávaði bærist að tjaldinu á kvöldin. Foreldrar mínir grennsluðust eftir því hjá fylgdarmanninum, af hverju svefnleysið kynni að stafa. Hann hafði ekki hugmynd um það; Dokter Helgi hafði aldrei minnzt á það við hann.

Túnasláttur hófst venjulega í 14. viku sumars, og svo var einnig að þessu sinni. Þá var gott veður og ágæt heyskapartíð. Grasið var þurrt í rót, og sláttumennirnir fóru snemma til vinnu sinnar eða um 6-leytið á morgnana, sem sé áður en næturdöggin þornaði af grasinu. Þá urðu þeir varir við Doktar Helga. Hann var þá þegar kominn á fætur.

bls 24