Blik 1980/Ágrip af sögu landbúnaðar í Vestmannaeyjum, VI. hluti
Skrá yfir Tala jarðræktar Malbornir manna Túna- Grjótsléttur nám Áburðar- Gaddaví rsHlaðni r Votheys- hús og og vírnets- grjóthlðður safnþrær girðingar garðar heimvegir Ár Nýrækt Ferm. Matjurtagarðar Ferm. Ferm. Rúmm. Þurrheyshlðður Rúmm.
Skrá yfir tölu og framkvæmdir jarðræktarmanna í Vestmannaeyjum á árunum 1926-1948.
Skýrsla þessi veitir glöggum lesanda nokkra hugmynd um hið mikla átak, sem gert var í ræktun og og öðrum landbúnaðarframkvæmdum í byggðalaginu á þessum árum. (Heimild: Frumbækur trúnaðarmanna Búnaðarfélags Íslands og Búnaðarsambands Suðurlands í Vestmannaeyjum):
Matjurta- Túna- Grjót- þurrheys- Votheys- nýrækt garðar. sléttur nám hlöður hlöður
Ár Ferm. Ferm Ferm. Rúmm. Rúmm. Rúmm. 1926 29.592 756 10 124,5 1927 101.772 306 240 637 335,0 1928 54.900 1.770 740 1929 48.900 210 699 1930 359.215 4.270 2.470 736,0 1931 109.330 13.480 3.628 258,0 1932 240.006 35.060 3.838 289,2 1933 190.779 3.960 3.106 172,0 1934 114.040 2.310 1.730 771,0 1935 145.631 31.273 4.385 5.599 204,3 1936 78,834 32.765 900 1.348 323,0 11,86 1937 39.998 7.356 1.989 734,3 4,68 1938 206.676 23.956 824 1.722 988,0 1939 62.108 65.068 3.644 1.567 493,0 16,90 1940 17.360 41.224 821 670 1941 25.416 31.164 500 247 257,0 1942 47.250 34.106 60 81 36,50 1943 2.620 4.136 189 57,0 1944 3.808 3.360 8.830 240 1.246,0 113,1 1945 5.900 1.230 290 182,0 1946 15.060 13.848 810 357,0 1947 16.360 490 150 1948 3.170 2.516 530 50 500 355,2
Alls 1.918.725 354.614 21.544 31.000 8.027,4 538.24
áburðar- Gaddavírs- hlaðnir
hús og og vírnets- grjót- Malbornir Tala jarðræktarmanna.
safnþrær girðingar. garðar heimvegir Þurrab.
Rúmm. Metrar. Metrar. metrar. Bændur. mennn
145,3 6.577 138 7 14
499,2 10.752 182 303,5 27 48
264,4 7.044 127 13 31
187,3 1.945 1.000 6 12
302,7 6.042 472 22 71
348,8 8.960 2.200 8 42
554,9 3.797 2.301 8 74
398,0 7.849 1.362 18 75
354,5 670 547 5 45
763,4 2.388 589 532,0 8 81
768,3 235 201 13 52
496,1 906 279 12 51
566,5 1.852 633 12,0 14 93
57,8 621 628 14 82
79,3 392 13 59
46,3 120 86 7 21
29,40 94 12 15
104 2 13
718,2 320 160 7 8 43,6 20 10 1 23,0 8 4 44,2 104 2 7 273,0 84 5 4
6.964,0 60.172 11.609 847,5
Þá skulum við einnig íhuga nánar jarðræktarskýrslurnar með hliðsjón af þeim erfiðleikum, sem því var samfara að brjóta og rækta mikið land á Heimaey. Við rennum augum yfir grjótnámsdálkinn. Hann segir sína sögu. Það var sé ekkert smáræði, sem Eyjamenn urðu að rífa upp af grjóti og fjarlægja úr jarðræktarspildum sínum, áður en plæging og herfing gæti átt sér þar stað. Þó kemur ekki fram skýrslunni nema nokkur hluti þessa grjóts. Orsökin er sú, að samkvæmt jarðræktarlögunum frá 1923 voru 50 rúmmetrar af grjóti hámark þess, sem grjótruðningsmaðurinn gat fengið styrk út á eða laun fyrir frá hinu opinbera, ríkissjóði. Margir jarðræktarmenn í Eyjum rifu þá upp mun meira grjót, já, tvöfalt meira, og fjarlægðu það úr jarðræktarspildum sínum.
Á árunum 1929 - 1936 var árlega unnið að byggingu Básaskersbryggjunnar í Eyjum. Á sínum tíma var bryggjan sú einhvert stærsta hafnarmannvirki á öllu landinu. Þar þurfti mikið af grjóti til uppfyllingar. Margir jarðræktarmenn byggðarlagsins seldu þá Hafnarsjóði Vestmannaeyja drjúgan skerf af grjóti úr ræktunarspildum sínum til uppfyllingar. Þannig tókst Eyjamönnum eins og svo oft fyrr og síðar „að slá tvær flugur í einu höggi.“
Segja má með sanni, að jarðræktarmennirnir í Vestmannaeyjum á„jarðræktaröldinni“ þar hafi verið úr öllum stéttum byggðarlagsins. þeir voru bændur, verkamenn, sjómenn, útgerðarmenn, læknar(héraðslæknir, sjúkrahússlæknir,tannlæknir), kaupmenn, bifreiðastjórar, forstjórar, bankastjórinn,sem bæjarfógetinn, prestar, bakarameistari og skólastjórar. Frumbækur þær, sem trúnaðarmenn búnaðarsamtakanna færðu yfir unnar jarðabætur, sanna okkur það, að hér er rétt frá greint. - Rétt er að geta þess, að ein kona var áberandi atorkusöm í ræktunarframkvæmdunum. Það var frú Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja á Sveinsstöðum við Njarðarstíg. Þá skal þess getið, að kaupstaðurinn sjálfur hóf ræktunarframkvæmdir árið 1934. Þær framkvæmdir komu honum til mjög mikilla hagsbóta, þegar hann tók að reka kúabú sitt í Dölum 1944.
Til lofs og dýrðar dugnaði einstaklinganna í ræktunarframkvæmdum Eyjamanna á árunum 1926 - 1947 vil ég láta fljóta hér með eilítið yfirlit yfirn jarðræktarframkvæmdir þriggja einstaklinga á þessum árum.
Þorbjörn Guðjónsson, bóndi á Kirkjubæ:
Nýrækt, sáðsléttur ....... ..74,131 ferm.
Matjurtagarðar ..............15,225 ferm.
Áburðarhús ..................... 83,11 rúmm.
Girðingar ....................1,332 metrar
Grjótnám ...................... 405 rúmm.
Þurrheyshlöður .............. 1,044 rúmm.
Safnþrær ....................... 14,5 rúmm.
Votheyshlöður ...................36,6 rúmm.
Páll Oddgeirsson,kaupm. og börn:
Girðingar ..................... 935 metrar
Grjótnám .......................475 rúmm.
Þurrheyshlöður .................883 rúmm.
Votheyshlöður ................. 133,6 rúmm.
Safnþrær ....................... 76,5 rúmm.
Helgi Benediktsson, kaupm:
Nýrækt ...................... 73,888 ferm.
Matjurtagarðar ................. 850 ferm.
Áburðarhús ..................... 133 rúmm.
Girðingar ...................... 935 metrar.
Grjótnám ........................475 rúmm.
Þurrheyshlöður ..................883 rúmm.
Votheyshlöður ................. 133,6 rúmm.
Safnþrær ....................... 76,5 rúmm.
Skrá yfir framkvæmdir jaróræktarmanna í Vestmannaeyjum á árunum 1949 - 1967.
(Heimild: Skrifstofa Búnaðarfélags Íslands):
Nýrækt Matjurta- túna- Grjót- votheys áburðar- gaddavírs- þurrheys- garðar sléttur nám hlöður hús og vírnetsg. hlöður safnþrær
Ár Ferm. Ferm. Ferm. Rúmm. Rúmm. Rúmm. Lengdarm. Rúmm. 1949 9800 5800 1950 70900 10700 90 55,0 11,0 360,0 1951 61700 900 9400 50 268,0 18,0 1952 50900 7500 7800 150 18,0 1953 64800 5600 1800 150 75,0 1954 64900 2200 205 13,0 936,0 1955 2900 30 15,0 360 1956 1957 54700 1150 1958 19300 19700 10,0 2655 324,0 1959 6900 25 131,0 60,0 392,0 1960 10100 11,0 1961 8400 4700 170 1962 1963 11000 7500 324,0 300 1964 29500 5400 2115 1965 21300 500 50 431 1966 3800 5200 364 1967 18000
alls: 480800 85800 19000 750 909,0 100,0 7545 2012,0
Það er ekki ófróðlegt að íhuga eilítið jarðræktarskýrslurnar, sem hér eru birtar með tilliti til áranna, þegar jarðræktarframkvæmdirnar eru gjörðar og minnast svo á sama tíma sveiflanna í þjóðfélaginu okkar í heild og þá ekki síður í bæjarfélaginu í Vestmannaeyjum.
Þegar fjárkreppan mikla steðjaði að og varaði öll árin 1930 - 1939, fór tún- og garðræktin mjög í vöxt. Atvinnu- og peningaleysið þrengdi mjög að heimilunum. Þá var kúamjólkin og garðávextirnir ómetanlegur fengur. Hverju því heimili, sem átti þess kost að neyta þessara heimafenginna lífsgæða í nægilega ríkum mæli, var borgið. Þá var það svo að segja lífsskilyrði hverri fjölskyldu í Vestmannaeyjum að rækta jörðina og framleiða sjálf hollustu fæðuna, enda smátt um peninga hjá hverjum einum til þess að kaupa fyrir nauðsynjarnar. (Sjá árin 1929 - 1938)
Svo hófst styrjöldin mikla árið 1939. Fiskverð fór þá hækkandi ár frá ári. Sjávarútvegurinn tók að blómstra á ný. Atvinna verður meiri en nokkru sinni fyrr í útvegsbænum mikla. Þá er það ekki orðið sérlega arðbært lengur að „púla upp á kúgras“, svo að öll ræktun dregst saman og mjólkurframleiðsla sömuleiðis, þegar fram líða stundir, svo að horfði til vandræða. Mjólkurverðið fékkst heldur ekki hækkað að sama skapi og tekjur almennings hækkuðu.