Blik 1980/Ágrip af sögu landbúnaðar í Vestmannaeyjum, VII. hluti
Athyglisverður samanburður.
Á bls. 14 í Þrjátíu ára minningarriti Búnaðarsambands Suðurlands (1938) er þennan fróðlega samanburð að finna milli þeirra sýslna, sem Búnaðarsambandið skipa. Uppskeran er mæld í tunnum. Hver tunna er 100 kg.
tafla..............
Á bls. 51 í sama riti er getið um stækkun eiginlegra garðlanda í þessum fjórum sýslum Búnaðarsambandsins á árunum 1909 1918. Á þessum 9 árum stækka garðlönd í þessum sýslum Búnaðarsambandskvæðins sem hér segir: Í Vestur-Skaftafellssýslu 3,24 sinnum; í Rangávallasýslu 3,64 sinnum; í Árnessýslu 3,7 sinnum; í Vestmannaeyjum aðeins 1,8 sinnum. - Rétt er að geta þess hér til skýringar, að á árunum 1906 - 1918 stofnuðu Eyjamenn til útgerðar á 95 vélbátum. Sá öri og mikli vöxtur vélbáta útgerðarinnar hafði auðvitað neikvæð áhrif á þróun landbúnaðar í Skaftabyggðarlaginu, þar sem hugur og hönd hvers Eyjamanns, ef svo má segja, einbeitti sér að uppbyggingu sjávarútvegsins með fullkomnu valdi yfir hinni nýju tækni.
Deilt og þjarkað um mjólkurverð
Eins og skráin hér í skrifum þessum um búpening Eyjamanna ber með sér, þá fór kúafjöldi þeirra minnkandi ár frá ári á árabilinu 1941 - 1947. Ástæðurnar fyrir þessari rýrnun mjólkurframleiðslunnar byggðarlaginu voru aðallega tvær, hefi ég lauslega getið um þær: Aukin atvinna á styrjaldarárunum við öflun fisks og fisksölu með miklum fisk-útflutningi og stórhækkuðu fiskverði og þar með auknum tekjum almennings annars vegar og lágu mjólkurverði hinsvegar, sem haldið var niðri af sérstökum verðlagsvöldum, sem ekki virtust gera sér hina minnstu grein fyrir kostnaðaraukanum mikla við framleiða mjólk í Vestmannaeyjum.
Í janúar 1941 stofnuðu mjólkurframleiðendur í Eyjum með sér samtök til þess að gæta hagsmuna sinna og fá viðunandi verð fyrir mjólk sína, sem seld var bæjarbú- um. Pessi hagsmunasamtök mjólk- urframleiðenda kusu sér baráttu- nefnd, sem beir kðlluðu Mjólkur- verðlagsnefnd Vestmannaeyjakaup- staðar. Formaður beirrar nefndar var kjðrinn Þorbjðrn bóndi Guðjónsson á Kirkjubæ. Hann rak annað stærsta kúabú í Eyjum þá og var sá einstaklingurinn, sem mestar jarðabætur og ræktunarfram- kvæmdir hafði innt af hendi í byggðarlaginu á undanförnum Við upphaf styrjaldarinnar var sðluverð mjólkurlítrans 40 aurar. Árið 1940 var söluverðið 48 Veturinn 1941 hækkuðu saaumrtaörk. mjólkurframleiðenda mjólkina 148 aura lítrann, og svo 65 aura, þegar leið fram á vorið. Í júnímánuði um sumarið var gerð sú sambykkt að hækka mjólkurverðið 175 aura lítr ann frá 1. júlí n.k. „með tilliti til heyverðs, vinnuverðs og verðs á fóðurmjöli", eins og segir í fundar gjðrð mjólkurverðlagsnefndar innar. Í september 1942 hafði átt sér stað gífurleg verðhækkun á öllum bessum nauðþurftum til mjólkur framleiðslunnar. Afréð þá Mjólkurverðlagsnefndin að hækka verð á hverjum mjólkurlítra í kr. 1,50. Tekur nefndin það fram í samþykkt sinni, að þetta verð sé í fullkomnu samræmi við þá hækkun kaupgjalds, sem þá hafði átt sér stað, og svo hækkun á verði heys og fóðurvara frá fyrra ári, og þá sé mjólkurverðið í Eyjum í samræmi við gildandi mjólkurverð í Reykja Prátt fyrir bessa hækkun á mjólkurverðinu fór mjólkurfram leiðsla Eyjamanna rýrnandi ár frá ári, svo að til vandræða horfði. Allt annað var arðvænlegra en mjólkur framleiðslan á þessum miklu ólgu tímum styrjaldaráranna. Á fundi sínum 14. janúar 1944 afréðu mjólkurframleiðendur að hækka mjólkina í kr. 1,70 hvern lítra. Pann fund sátu 33 mjólkur framleiendur og skrifuðu allir undir 91