Ólafsvík

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. júlí 2007 kl. 13:16 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. júlí 2007 kl. 13:16 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Hilmisgata 7

Húsið Ólafsvík við Hilmisgötu 7 var byggt af Sveinbirni Gíslasyni byggingameistari fyrir Runólf Jóhannsson. Húsinu var skilað full kláruðu árið 1930. Runólfur Jóhannsson og Kristín Skaftadóttir bjuggu í húsinu. Á áttunda áratugnum bjó Hafdís Hilmarsdóttir þar. Húsið fékk síðar heitið Ólafsvík.

Steingrímur Ágúst Jónsson, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar, og Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir, leikskólakennari, keyptu húsið árið 1980 og hafa búið þar síðan ásamt börnum.