Blik 1980/Ágrip af sögu landbúnaðar í Vestmannaeyjum, IV. hluti
Byggingarbréf. Mér finnst það hæfa að birta hér afrit af einu byggingarbréfi Eyjabænda, sem Bliki barst á sínum tíma, þegar ég vann að því sem ákafast að afla gagna til að skrifa þetta ágrip af búnaðarsðgu Vestmannaeyja. Glöggur lesandi vegur og metur ákvæði þessa byggingarbréfs, réttindi bónda og skyldur.
Magnús Jónsson umboðsmaður yfir þjóðjörðum í Vestmannaeyjum Gjöri kunnugt: að ég byggi Jóni Péturssyni jörðina Eystra-Þórlaugargerði í Vestmannaeyjum, sem fóðrar eina kú og einn hest, auk annarra hlunninda, til að mynda hagagöngu í Elliðaey fyrir fimmtán og á heimalandi fyrir tólf fjár, einnig fuglatekju á báðum þessum stöðum og í Hellisey, Súlnaskeri og Stórhöfða móts við þá, er þar eiga hlut í, til ábúðar og leigunota frá næstkomandi fardögum með þessum skilmálum:
- Hann skal gjalda hvert ár fyrir lok júnímánaðar í ákveðna landsskuld af jörðinni - hndr. 60 ál. (segi sextíu álnir) á landsvísu, og greiða skuldina heima hjá mér í peningum eða innskrift hjá kaupmönnum, sem ég tek gilda, eða þá með fiski og dún, eftir því verði, sem sett er á þessa landaura í verðlagsskrá hvert ár, enda sé það verð ekki hærra en gangverð í gjalddaga. Landskuldina ber að greiða eftir meðalalin þeirrar verðlagsskrár, sem ræður á réttum gjalddaga.
- Sé landskuldin eigi greidd í ákveðinn tíma, verður hún tekin lögtali samkvæmt lögum 16. des. 1885 um lögtak og fjárnám án undanfarins dóms eða sáttar, og fer
að öðru leyti eftir því, sem fyrirmælt er í lögum 12. jan 1884 um byggingu, ábúð og úttekt jarða, 24. gr.
- Hann skal gjalda alla þá skatta og skyldur, sem leiguliða ber að gjalda að lögum þeim, er nú eru í
endurgjalds af landsdrottni.