Blik 1980/Ágrip af sögu landbúnaðar í Vestmannaeyjum, II. hluti
Aðilar að Búnaðarfélagi Íslands
Stjórn Framfarafélagsins hafði hug á að veita félagsmönnum dálitla fræðslu í garðrækt. Það átti kost á garðyrkjuráðunaut til Eyja frá Búnaðarfélagi Íslands, ef það gerðist aðili að þeim samtökum. Hinn 23. des. 1903 samþykkti félagsfundur, að félagið gengi í Búnaðarfélag Íslands, eins og það var orðað. Í ágústmánuði 1904 sendi stjórn Búnaðarfélags Íslands garðyrkjuráðunaut sinn, Einar Helgason, til Eyja til þess að flytja fyrirlestur um garðyrkju og veita Eyjamönnum fræðslu í garðrækt fyrst og fremst. Hann var fyrsti búnaðarlærði maðurinn, sem gisti Vestmannaeyjar, að fullyrt var.
En nú eru stórvægilegar breytingar í aðsigi í kauptúninu á Heimaey. Hugur allra er brátt svo háftekinn og heillaður, að ekkert annað kemst þar að. Vélbátaútvegurinn er að hefjast. Aflaföngin fara hraðvaxandi. Allt annað víkur til hliðar. Líka áhuginn á landbúnaðinum og öllum hugsjóna - og framfaramálum þeim, sem forgöngumenn Framfarafélagsins báru helzt fyrir brjósti.
Vélbátaútvegurinn ryður sér til rúms. Hann tekur einnig hugi bænda. Hann markar brátt spor um bætta afkomu og fljóttekinn hagnað af starfi og striti. Árið 1910 boðaði stjórn Framfarafélagsinns tvívegis til fundar. Enginn sinnti því fundarboði. Allur áhugi fyrir félaginu því og framfaramálum þess var gjörsamlega hjaðnaður. Ekki svo mikið, að stjórnarmennirnir létu sjá sig, enda höfðu sumir þá þegar sagt sig úr félaginu. Þó tókst að halda aðalfund félagsins vorið 1911. Síðan lá félagsstarfið niðri í 3 ár án funda.
Hinn 26. apríl 1914 tókst að kalla saman nokkra félagsmenn á fund til þess að geta slitið félagsskapnum að nokkurn veginn eðlilegum hætti. Þá hafði enginn félagsmaður greitt ársgjaldið sitt, og sumir ekki síðustu árin. Samþykkt var þarna, að láta allt kyrrt liggja og slíta þar með félagsskapnum.
Alls hélt Framfarafélag Vestmannaeyja 46 fundi. Öll árin var Sigurður Sigurfinnsson á Heiði formaður þess. Og trúnaðarmenn félagsins, sem mældu jarðabæturnar hjá jarðræktar- garðræktarmönnum, voru þeir bændurnir Guðmundur Þórarinsson á Vesturhúsum (í 13 ár), Jón Jónsson, bóndi í Dölum (í 12 ár) og Bjarni bóndi Einarsson í Hlaðbæ (í 5 ár). Þrír aðrir unnu þessi trúnaðarstörf fyrir samtökin styttri tíma.
Alls urðu æviár Framfarafélags Vestmannaeyja 21. Ekki hefur mér lánazt að finna skrá yfir unnar jarðabætur á vegum þess nema fyrstu 15 árin. Ef til vill hefur ríkt algjör kyrrstaða í öllum ræktunarframkvæmdum félagsmanna, eftir að vélbátaútvegurinn og hinn mikli gróði útgerðarmanna af honum tók allan hug framkvæmdasamra Eyjabúa, - og líka Eyjabænda, eins og ég hef drepið á - svo að flest annað varð að þoka.
Hér birtum við skrá yfir tölu félagsmanna Framfarafélagsins á starfsárum þess, skrá yfir unnar jarðabætur og aðrar framkvæmdir til eflingar búskapnum.
Jarðræktarframkveemdir Framfarafélagsmanna
Ár Varnargarðar í lengdarmetrum Áburðargryfjur Þúfnasléttur
Einhlaðnir Tvíhlaðnir úr torfi
grjótgarðar grjótgarðar og grjóti Rúmmetrar Hektarar
1893 220,3 m 36,7 m 128,0 1894 449,0 m 74,4 m 108,7 1,26 1895 235,4 m 45,2 m 40,5 m 72,0 1,12 1896 138,4 m 61,2 m 0,96 1897 334,3 m 107,3 m 15,0 m 0,45 1898 1899 1900 222,2 m 11,3 m 1,14 1901 384,4 m 128,0 m 24,5 m 93,0 0,89 1902 13,2 m 103,8 1,50 1903 1904 17,0 m 49,0 m 108,9 1,15 1905 1,13 1906 175,0 m 41,4 m 30,0 m 98,6 1,40 1907 1908 60,3 m 19,7 0,84 1909 0,73
2213,5 m 554,5 m 110,0 m 732,7 12,57
Tala félagsmanna þeim greiddur Unnin dagsverk Framfarafélagsins styrkur
1893 12 271,0 1894 15 67,10 493,5 1895 18 110,50 396,0 1896 20 103,90 316,0 1897 16 83,10 240,5 1898 16 150,22 1899 19 1900 116,52 318,0 1901 22 487,0 1902 22 150,54 386,0 1903 17 111,54 1904 19 105,83 324,5 1905 115,53 1906 24 397,0 1907 107,80 234,5 1908 14 237,0 1909 43,26
kr. 1265,74 4101 dagsverk alls
((Sjá nánar grein um Framfarafélag Vestmannaeyja í Bliki, ársriti
Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, árganginum 1953, bls. 1-14).
Ég get fullyrt, að fáir Eyjamenn báru hagsældir og framfarir með fólkinu í Eyjum meir fyrir brjósti enSigurður bóndi Sigurfinnsson á Heiði, skipstjóri og hreppstjóri. Á árunum 1891-1897 skrifaði hann fréttapistla í blaðið Fjallkonuna í Reykjavík. Efni þeirra var að miklu leyti um athafnalíf Eyjafólks, sjávarafla og landbúnað. Þar stendur m.a. skrifað:
„Svo sem byggingarbréf Eyjabænda bera með sér, þá voru Eyjajarðir ekki leigðar á erfðafestu. Þennan skort á réttindum litu margir Eyjabændur heldur óhýru auga. Þeim fannst ekki taka því að fórna miklu starfi og fjármunum í aukna ræktun, þar sem erfingjar þeirra fengu ekki að njóta þeirra framkvæmda, heldur kæmu þær landsdrottni fyrst og fremst til góða, þar sem jarðarleigan hækkaði, ef mikið hafði verið unnið til bóta jörðinni. Það voru því einskærar tilviljanir, er börn bændanna, eitt eða fleiri, sóttust eftir að fá ábúðarrétt þar að foreldrunum látnum. - Og fleira var það, sem beindi huga bændasonanna frá landbúnaði í Eyjum. Auknar jarðabætur og framkvæmdir við ræktunarstörf voru skattlagðar af ríkisvaldinu.“ Sigurður Sigurfinnsson skrifar í Fjallkonuna í nóvember 1891: „En til hvers er að vinna að því að stækka tún? Tólffalt eftirgjald við það, sem jörðin álízt að geta hækkað í verði fyrir jarðabótina. Óviss eftirtekja og lítil laun fyrir jafn kostnaðarsamt verk, sem grjótuppbrot er hér og sléttun á úthögum. Svo ganga erfingjar örsnauðir frá, ef ónýtir svaramenn eiga hlut að máli. Fengist það tún, sem ræktað væri, með erfðafestu, væri það miki hvöt til umbóta.....“ Ennfremur skrifar hann 1891:
Æskilegt var sumarveðrið í ágúst og fram í september. Sumir bændur fengu 16-40 tunnur af garðávexti. Má nú segja, að garðræktin sé aðalbjargræðisvegur hjá allmörgum hér í Eyjum. Sá atvinnuvegur hefur vaxið mjög s.l. 12 ár, þó að jarðarbóndi hver verði að greiða 50 aura í sveitarsjóð fyrir hverja 10 ferfaðma í kálgarði, er hann hefur utan túns. En 75 ferfaðma má hver hafa tollfría....“
„Hver þurrabúðarmaður má hafa 200 ferfaðma án sérlegs gjalds, en greiða skal hann skatt fyrir hverja 10 ferfaðma bar umfram, 50 aura fyrir ferfaðminn í sveitarsjóð“. Alls nam þetta aukagjald í sveitarsjóðinn kr. 115.00 haustið 1891.
Á öðrum stað sama ár segir Sigurður Eyjabóndi: „Rýrar ær, léleg fénaðarhöld. Kýr mjólka mjög illa, eins og venjulega. Kýr mjólka hér betur á veturna.“
Rýrir úthagar ollu því, að kýr Eyjamanna mjólkuðu illa að sumrinu, enda var þá kraftfóðurgjöf ekki þekktur þáttur í mjólkurframleiðslunni. Sökum látlauss skorts á eldiviði í byggðarlaginu, var taðið tínt í eldinn af úthaganum alla tíma ársins. Á veturna var það há helzt hrossatað, en hross gengu þar úti alla tíma árs.
Í byrjun maímánaðar 1892 gaf að lesa sérlega auglýsingu á útihurð Landakirkju. Kirkjugestir voru því vanir, að þar stæðu skráðar skíru letri allar tilkynningar frá stjórnarvöldunum. Og þar stóð nú sú, sem kom illa við marga, ekki sízt húsmæðurnar í stétt þurrabúðarmanna: „Bannað að tína tað af útlandi eða beitilandi Heimaeyjar. Bændur mega búast til útbyggingar af jörðunum, ef þeir láta ekki hlýða þessu banni.“ Undir þessa tilkynningu til bændanna skrifaði sjálfur sýslumaðurinn Jón Magnússon.
Sumarið 1892 var mjög þurrkasamt, svo að afleiðingarnar hjá Eyjafólki urðu tilfinnanlegar. Kálgarðar brugðust sökum hinna miklu þurrka. Ekki gat fólkið vökvað þá sökum skorts á vatni. Engir voru vatnsgeymar við húsin nema tunnur, og torfbökin skiluðu litlu regnvatni, sem ekki var meira en svo, að það hrökk naumast til að fullnægja sárustu heimilisþörfum hvers og eins.
Þetta sumar (1892) spratt gras mjög illa í úteyjum Eyjamanna sðkum óvenjulega mikils grasmaðks. Þá leið fé þar einnig og þreifst illa sökum þorsta af völdum þurrkanna og skilaði þess vegna litlum arði um haustið, var óvenju rýrt. (Sjá blaðið Fjallkonuna 9. okt. 1892).
Hinn 19. nóvember 1893 skrifar Sigurður bóndi: „Kálgarðar með allra bezta móti en sjávarafli rýr. Sumir bændur fengu frá 20 til 40 tunnur af rófum og kartöflum Þá segir hann: „Girt eru lönd og ræktuð til garðræktar á Heimaey, og betri nýting á slógi og öllum öðrum áburði en fyrr.“ Þarna finnur bóndi þá þegar árangur af stofnun Framfarafélagsins, en hann var potturinn og pannan í þeim búnaðarsamtökum Eyjamanna. - Og enn segir hann: „Hér er sífellt mjólkurleysi, því að 27 kýr eru mjólkandi hér nú.“ - Þá voru 550 manns búsettir í Vestmannaeyjum. Til þess að undirstrika afturförina um mjólkurframleiðsluna tekur bóndi fram, að árið 1852 hafi veríð 52 kýr og kelfdar kvígur í Eyjabyggð. Þá bjuggu bar 362 manns. Og árið 1791 voru þar 60 kýr og kelfdar kvígur, segir hann, og þá aðeins 193 manns búsettir. Svo bætir hann víð: „Áhugi dofnar fyrir kúm. Hætt að hirða handa þeim hrogn, lifur o.fl. fiskkyns, og þá einnig kjarna í fjöru, fjörugrös, söl o.fl.“ - Hér gefur að lesa milli línanna, þegar veruleg rækt var lögð við kúahaldið í Eyjum.
Árið eftir að Sigurður Sigurfinnsson og félagar hans stofnuðu Framfarafélagið, skrifaði hann Fjallkonunni: „Með mesta móti unnið að jarðabótum s.l. haust. Margir