Blik 1980/Félagar Stalins (vísa)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júlí 2007 kl. 12:49 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júlí 2007 kl. 12:49 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Vísa

Tveir „Félagar Stalins“ áttu eitt sinn í orðsennu á fundi í Eyjum. Öðrum þótti hinn vera orðinn blendinn í „trúnni“ og kvað á fundinum:

Þér er vorkun vinurinn
að varpa svo burt ærunni,
að eftir standi úlfshárin
undan sauðagærunni.