Nýborg

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júlí 2007 kl. 08:46 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júlí 2007 kl. 08:46 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Nýborg við Njarðarstíg 17 er eitt elsta hús í Eyjum. Það var byggt árið 1876 af Sigurði Sveinssyni sem var jafnan kenndur við hús sitt. Nýborg er eina húsið sem er eftir af Njarðarstíg en öll önnur hús við götuna fóru undir hraun eða voru rifin.

Þegar byrjaði að gjósa bjuggu hjónin Ásbjörn Guðjónsson og Guðrún Friðrikdóttir ásamt dóttur sinni Elísabetu Ólöfu í húsinu. Einnig bjó Björn Bergmundsson þar.



Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.