Fiska- og náttúrugripasafnið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. júní 2005 kl. 09:49 eftir Simmi (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júní 2005 kl. 09:49 eftir Simmi (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Safnið var stofnað árið 1964 og var Friðrik Jesson fenginn til þess að sjá um það. Safninu er skipt upp í þrjá sali: fugla-, fiska- og steinasafn. Friðrik hefur séð um að stoppa upp flest alla fugla og fiska sem eru til staðar á safninu.

Núverandi forstöðumaður safnsins er Kristján Egilsson og er safnið opið alla daga frá klukkan 11-17 á sumrin en frá klukkan 15-17 á sunnudögum á veturna.

Fuglasafn

Þarna má finna flesta þá fugla sem verpa á Íslandi uppstoppaða, auk all marga flækingsfugla. Einnig eru egg nær allra íslenskra varpfugla. Þó að þetta sé kallaður fuglasalur er nokkuð af uppstoppuðum fiskum og krabbdýrum í honum, svo sem sjaldséðum djúpsjávarfiskum.

Fiskasafn

Í þessum sal eru 12 ker sem geyma allar helstu tegundir nytjafiska sem veiðast hér við land, auk krabba, krossfiska, sæfífla og skeldýra. Í kerjunum er 6°C heitur sjór, sem dælt er úr borholu skammt frá safninu og er því tandurhreinn sjór.www

Steinasafn

Þar er hægt að finna alls konar tegundir skraut steina sem fundist hafa hér við land. Flestir þessir steinar eru gjöf hjónanna Unnar Pálsdóttur og Sveins Guðmundssonar, Arnarstapa í Vestmannaeyjum, til Vestmannaeyjarbæjar og var Náttúrugripasafninu falin varsla þeirra.

Tenglar

Heimildir

  • Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja. Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja [Bæklingur]. Vestmannaeyjar: Höfundur