Goðaland

Húsið Goðaland við Flatir 16, var byggt árið 1922. Guðmundur Magnússon byggði húsið og bjó þar með eiginkonu sinni, Helgu Jónsdóttur, til 1959.
Guðmundur rak trésmíðaverkstæði sitt í skúr við hlið Goðalands, Flötum 18, sem Garðar Björgvinsson rak svo áfram.
Árið 2006 bjuggu í húsinu Hafsteinn Guðmundsson og Theódóra Anny Hafþórsdóttir. Húsið var rifið þann 3. nóvember 2021.

