Einar B. Guðlaugsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. ágúst 2024 kl. 12:42 eftir Gauti (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. ágúst 2024 kl. 12:42 eftir Gauti (spjall | framlög) (Æviágrip fyrir Einar B. Guðlaugsson, formann Taflfélags Vestmannaeyja.)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
 Einar Björnsson Guðlaugsson fæddist 6. maí 1945 í Vestmannaeyjum og lést á HSU í Eyjum 17. desember 2022. Foreldrar hans voru Friðrikka Betúelína Þorbjarnardóttir húsmóðir (1918-2010) og Sigurbjörn Guðlaugur 

Einarsson, sjómaður (1919-1966). Einar var elstur fjögurra barna þeirra. Einar var í hópi þeirra Eyjapeyja sem gengu til liðs við Taflfélag Vestmannaeyja uppúr 1960 þegar teflt var á Breiðabliki. Nokkrum árum síðar lauk hann námi við Stýrimannaskólann í Eyjum og var í hópi þeirra sem fyrst luku skipstjórnarnámi við skólann, en hann var þá til húsa á Breiðabliki. Einar náði fljótlega mjög góðum árangri í skák og var kominn í fremstu röð á skömmum tíma. Einar varð Skákmeistari Vestmannaeyja árin 1965-1968, samtals í fjögur skipti í röð. Eftir það var hann ávallt meðal efstu manna á Skákþingi Vestmannaeyja. Einar bjó lengst af í Eyjum, en eftir gos 1973 bjó hann um árabil upp á landi, en flutti aftur til Eyja síðar á lífsleiðinni. Einar náði mjög góðum árangri í bréfskák á landsvísu og tók þátt í mörgum bréfskákmótum. Einar var formaður Taflfélagsins frá 1967 til 1972, en á þessum tíma var starfsemi TV í Drífanda og síðar í Félagsheimilinu við Heiðarveg. Starfsemi TV efldist mikið seinni hluta formannsríðar Einars og skipti þar einnig miklu stórbætt húsnæði í Félagsheimilinu við Heiðarveg. Einar tók mjög oft þátt í Skákþingi Vestmannaeyja, síðast 2020, þrátt fyrir að hann ætti heilsubrest að stríða síðustu árin. Árið 1970 hófu Einar og Sigríður Svava Rögnvaldsdóttir (1949-2022) búskap í Eyjum. Sonur þeirra sem er fæddur 1971 er búsettur í Danmörku. Fyrir átti Sigríður eina dóttur f. 1967, sem Einar gekk í föðurstað. Einar og Sigríður Svava slitu samvistum. Seinni kona Einars var Sórún Elídóttir.