Heimaeyjargosið
Heimaeyjargosið
Samantekt
Undanfari
Ekki er hægt að segja að Vestmannaeyingar hafi fengið viðvörun um eldgos daginn fyrir upphaf þess. Þegar jarðhræringarnar eru skoðaðar þá voru aðeins tvær litlar jarðskjálftahrinur tvo daga fyrir gosið sem að mega teljast fyrirboðar. Þessar hrinur mældust í Mýrdal og Laugarvatni og töldu menn upptök nálægt Veiðivötnum eða við Heimaey. Mönnum fannst upptökin frekar vera við Veiðivötn, þar sem að það er mun algengara. En hitt kom svo í ljós. Upptökin voru á tvöfalt meira dýpi en vanalega og telja menn nú að slíkt dýpi sé fyrirboði um eldgos. Stærsti jarðskjálftinn, um 3 á Richter, mældist kl.1:40 á aðfararnótt 23. janúar. Það var 15 mínútum fyrir sjáanlegt upphaf gossins.