Ingólfshvoll
![](/images/thumb/3/3e/Ing%C3%B3lfshvoll2.jpg/300px-Ing%C3%B3lfshvoll2.jpg)
Húsið Ingólfshvoll var byggt árið 1902 fyrir beitusíld og stóð við Landagötu 3a. Hér var fyrrum íshús Ísfélags Vestmannaeyja. Húsið fór undir hraun.
![](/images/thumb/5/5c/Systur.jpg/250px-Systur.jpg)
Steinn Sigurðsson klæðskeri bjó í húsinu frá árinu 1908. Hann bjó þar ásamt konu sinni Kristínu Hólmfríði Friðriksdóttur og börnum. Þar bjuggu þau til ársins 1929.