Guðmundur Gíslason (Vilborgarstöðum)
Guðmundur Gíslason, Vilborgarstöðum, fæddist 9. janúar árið 1883 á Seljavöllum undir Eyjafjöllum og lést 8. apríl 1969 á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.
Guðmundur fluttist til Vestmannaeyja 1904 og varð formaður 1907 þegar hann, ásamt fleirum, kaupir Stefni og hefur formennsku á honum til 1913. Eftir það var Guðmundur formaður með ýmsa báta fram yfir 1920.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.