Sigurður Bjarnason (formaður)
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sigurður Bjarnason“
Sigurður Bjarnason fæddist á Stokkseyri þann 25. ágúst 1896. Sigurður byrjaði sjómennsku ungur en kom til Vestmannaeyja árið 1924 til að stunda sjóinn. Hann var háseti á Goðafossi hjá Árna Þórarinssyni. Árið 1927 hefur Sigurður formennsku með Gideon og síðar Gullfoss og Enok II sem hann átti sjálfur. Eftir það fór Sigurður frá Eyjum og gerðist formaður við Faxaflóa. Þar drukknaði hann er hann féll fyrir borð þann 31. júlí 1934.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.