Súlnasker

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júní 2005 kl. 15:21 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júní 2005 kl. 15:21 eftir Smari (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Súlnasker liggur um 8 km suðvestur af Heimaey. Hún er umgirt 60 m þverhníptum klettahömrum og er 0.03km² að flatarmáli. Hellar ganga inn undir eynna vestan og sunnan megin og þegar sjórinn er kyrr má róa inn í og í gegnum þá. Ofan á skerinu liggur hryggur í vestur austur stefnu og hallar grasbrekkum dálítið út frá honum. Súlnasker er á náttúruminjaskrá því þar er mikið af bjargfugli. Skerið er með stærstu varpstöðum súlunnar á Íslandi. Súluungar eru þar veiddir á sumrin.