Steingrímur Ágúst Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2006 kl. 11:55 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2006 kl. 11:55 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Steingrímur Ágúst Jónsson fæddist 15. maí 1954 í Reykjavík. Hann er kvæntur Þórönnu Margréti Sigurbergsdóttur, leikskólakennara, og eiga þau sex börn; Ríkharð (f. 1976), Sigurjón (f. 1978, d. 1996), Björk (f. 1980), Daníel (f. 1986), Kristnýju (f. 1988) og Gunnar (f. 1993).

Steingrímur og Þóranna fluttu til Vestmannaeyja árið 1977. Fyrstu þrjú árin bjuggu þau í K.F.U.M. & K. húsinu. Árið 1980 keyptu þau húsið Ólafsvík við Hilmisgötu 7 og hafa búið þar síðan.

Steingrímur var sjúkraliði í rúma tvo áratugi á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Árið 2000 hóf hann störf í Hamarsskólanum og var þar í fjóra vetur. Sama ár tók hann við af Snorra í Betel sem forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar og er enn forstöðumaður Betel.