Karl Sigurðsson (Litlalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. júlí 2006 kl. 09:35 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. júlí 2006 kl. 09:35 eftir Margret (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Karl Sigurðsson, Litlalandi, fæddist 16. nóvember 1905 í Vestmannaeyjum og lést 5. maí 1959. Foreldrar hans voru Sigurður Hróbjartsson og Halldóra Hjörleifsdóttir. Karl varð formaður árðið 1927 með Auði og eftir mað meðal annars með Ágústu og Þorgeir Goða.

Benedikt Sæmundsson vélstjóri frá Fagrafelli í Vestmannaeyjum samdi kvæði um Karl og hér birtum við tvö erindi af sex:

Af því þú varst Eyjamaður
alinn upp við reiðan sjó
var þinn andi ýmist glaður
eða minnti á hret og snjó.
Ungur varstu aflamaður
alla tíð í fremstu röð
sigldir fram, til sóknar hraður
sem þín skipshöfn djörf og glöð.
Stutt þó væri storma milli
þú stefndir fram, í djörfum leik
fiskaðir af frægð og snilli
forusta þín aldrei sveik.
Svo var eins og sérstök gáfa
segði þér hvar fiskur var
sér í lagi síld að háfa
á síldarmiðum, norður þar.

Heimildir

  • Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, 2000.