Guðni Ólafsson (skipstjóri)
Guðni Ólafsson fæddist í Heiðarbæ í Vestmannaeyjum 15. ágúst 1943 og lést 20. ágúst 1999. Foreldrar hans voru Ólafur Ingileifsson og Guðfinna Jónsdóttir. Guðni var kvæntur Gerði Sigurðardóttur frá Þrúðvangi. Börn þeirra eru Agnar, Sigurður Óli, Bjarki og Ragnheiður Guðfinna.
Guðni lauk barna- og gagnfræðaprófi í Vestmannaeyjum og lauk námi við Stýrimannaskólann í Reykjavík árið 1964. Guðni hóf sjómennsku 16 ára gamall en árið 1977 fór hann í útgerð ásamt Guðjóni Rögnvaldssyni. Þeir kepytu bát í Þorlákshöfn sem þeir nefndu Gjafar. Var Guðni skipstjóri á honum til dauðadags.
Heimildir
- Guðjón Rögnvaldsson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, 2000.