Unnsteinn Sigurðsson
Unnsteinn Sigurðsson fæddist 27. apríl 1886 í Vestur Skaftafellssýslu. Hann lést 28. mars 1975. Unnsteinn kom til Vestmannaeyja árið 1905 og var til húsa hjá Soffíu Andrésdóttur á Hólnum. Unnsteinn var á vertíð næstu árin en bjó þá austur á Meðallandi þar sem hann kvæntist Þórunni Þórðardóttur árið 1918. Árið 1923 fluttust þau alfarið til Vestmannaeyja og bjuggu í Steini fyrstu tvö árin en síðar byggði Unnsteinn hús þeirra við Vesturveg 23 sem hann skírði Setberg. Þar bjuggu þau hjón æ síðan Unnsteinn hóf störf í Dráttarbraut Vestmannaeyja hjá Gunnari Marel Jónssyni þar sem hann vann sem skipasmiður á meðan honum entist heilsa.