Oddgeir Þórarinsson
Oddgeir Þórarinsson fæddist að Fossi í Mýrdal 17. september 1893 og lést 11. ágúst 1972. Árið 1908 fluttist hann til Vestmannaeyja með foreldrum sínum og systkinum. Oddgeir var kvæntur Jórunni Gísladóttur frá Vestmannaeyjum.
Oddgeir hóf sjómennsku árið 1917 og var sjómaður í 17 ár, þar af formaður í 6 ár. Eftir það gerist Oddgeir vélgæslumaður í Rafstöð Vestmannaeyja þar sem hann starfaði þar til hann fluttist frá Eyjum árið 1945. Oddgeir var fyrsti lögskráði bifreiðarstjórinn í Vestmannaeyjum og hafði ökuskírteini númer 1 í Vestmanneyjum.