Sigurður Gunnarsson (handboltamaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júlí 2006 kl. 10:21 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júlí 2006 kl. 10:21 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sigurður Gunnarsson


Sigurður Gunnarsson er fæddur 11. september 1959. Kona hans er Magnea Björk Ísleifsdóttir. Þau eiga fjögur börn, Ísleif, Sólveigu, Sólbjörtu og Silju. Fjölskyldan býr í Kópavogi og starfar Sigurður hjá ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn.

Sigurður hefur leikið handbolta með mörgum félagsliðum bæði innlendum og erlendum og á fjölda marga landsleiki að baki. Var hann af mörgum talinn vera á meðal bestu leikmanna í heimi á sínum yngri árum. Hann hefur bæði leikið með og þjálfað meistaraflokk karla ÍBV. Sigurður var kjörinn íþróttamaður Vestmannaeyja árið 1989.