Sigurður Gunnarsson (handboltamaður)
Sigurður Gunnarsson er fæddur 11. september 1959. Kona hans er Magnea Björk Ísleifsdóttir. Þau eiga fjögur börn, Ísleif, Sólveigu, Sólbjörtu og Silju. Fjölskyldan býr í Kópavogi og starfar Sigurður hjá ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn.
Sigurður hefur leikið handbolta með mörgum félagsliðum bæði innlendum og erlendum og á fjölda marga landsleiki að baki. Var hann af mörgum talinn vera á meðal bestu leikmanna í heimi á sínum yngri árum. Hann hefur bæði leikið með og þjálfað meistaraflokk karla ÍBV. Sigurður var kjörinn íþróttamaður Vestmannaeyja árið 1989.