Gunnar Berg Viktorsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2006 kl. 10:23 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2006 kl. 10:23 eftir Margret (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Berg Viktorsson er fæddur 27. júlí 1976. Hann er sonur Viktors Helgasonar og Stefaníu Þorsteinsdóttur, dóttur Þorsteins Sigurðssonar á Blátindi. Kona Gunnars er Dagný Skúladóttir og eiga þau einn son, Viktor Berg.

Gunnar Berg spilaði handbolta með ÍBV í öllum yngri árum og síðan í meistaraflokki. Hefur hann spilað með landsliði Íslands í handbolta en þó ekki náð að vinna sér inn fast sæti í liðinu.

Undanfarin ár hefur Gunnar Berg leikið með Kronau/Östringen í þýsku 1. deildinni en var þar áður hjá Wetzlar í Þýskalandi og Paris í Frakklandi. Í júní 2006 gerði hann, og Dagný kona hans sem einnig leikur handbolta, samning við danska handknattleiksfélagið Team Tvis Holstebro um að leika með því á næsta keppnistímabili.