Eyjólfur Pétursson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júlí 2006 kl. 14:24 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júlí 2006 kl. 14:24 eftir Margret (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur fæddist í Laugardal í Vestmannaeyjum árið 1946, sonur hjónanna Sigríðar Eyjólfsdóttur og Péturs Þorbjörnssonar. Eyjólfur Pétursson er giftur Ingveldi Gísladóttur og eiga þau tvö börn.

Eyjólfur byrjaði sem hálfdrættingur á togurum frá Reykjavík með föður sínum, sem var skipsstjóri hjá Bæjarútgerðinni. Eyjólfur var háseti og stýrimaður þar til hann tók við Hallveigu Fróðadóttur árið 1969 og var með hana í þrjú ár. Árið 1972 var hann ráðinn sem formaður á Vestmannaey. Á fyrstu 15 mánuðunum fiskaði Vestmannaey 4,200 tonn af fiski.

Eyjólfur Pétursson skipsstjóri á Vestmannaey vann Ingólfsstöngina árið 1974.


Heimildir