Rafn Kristjánsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júlí 2006 kl. 14:04 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júlí 2006 kl. 14:04 eftir Margret (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Rafn Kristjánsson var fæddur í Flatey á Skjálfanda 19. maí árið 1924 og lést 4. desember 1972. Rafn var kvæntur Pálínu Sigurðardóttir frá Hruna og eignuðust þau 6 börn.

Rafn byrjaði að stunda sjómennsku þegar faðir hans drukknaði. Ásamt bróður sínum keyptu þeir trillu sem var upphafið að þeirra útgerð. Veturinn 1943 kom Rafn til Eyja á vertíð og dvaldist hann í Vestmannaeyjum síðan.

Árið 1950 lauk Rafn fiskimannaprófi frá Stýrimannaskóla í Reykjavík. Rafn hóf formennsku á Lagarfossi en árið 1956 kaupir hann ásamt bróður sínum og mági 51 tonna stálbát sem hlaut nafnið Gjafar. Árið 1960 keyptu þeir félagar nýjan bát 122 tonn að stærð. Árið 1964 fóru þeir út í nýsmíði í Hollandi.

Rafn fiskaði vel á bátana sína enda vann hann Ingólfsstöngina 4 sinnum.


Heimildir