Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár/2011 -

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

2011 -


JANÚAR:

Nýtt fjölnota íþróttahús tekið í notkun

Laugardaginn  8. janúar var nýtt fjölnota íþróttahús við Hásteinsvöll vígt, að viðstöddu fjölmenni. Húsið gjörbyltir vetraræfingaaðstöðu knattspymufólks í Vestmannaeyjum og langþráð æfíngaaðstaða frjálsra íþrótta verður að veruleika með nýja húsinu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, segir íþróttaaðstöðu í Vestmannaeyjum vera einstaka á landsvísu, jafnvel á heimsvísu. „Húsið markar tímamót í sögu íþróttaiðkunar í Vestmannaeyjum og því ber að fagna," sagði Elliði og bætti við að Vestmannaeyjabær hafi í gegnum tíðina lagt mikinn metnað í að búa öflugu íþrótta- og tómstundastarfí góða aðstöðu. „Við erum með fjóra grasvelli, þrjá stóra íþróttavelli innanhúss, lítinn íþróttasal, þrjá líkamsræktarsali, hálfan yfirbyggðan knattspyrnuvöll, 18 holu golfvöll, 25 metra innilaug, vatnagarð með rennibrautum og heitum pottum, motocrossbraut og tvö tjaldstæði."

Meðal gesta voru Geir Þorsteinsson, formaður KSI, sem færði bænum skjöld af tilefni vígslu hússins og einnig færði Geir ÍBV íþróttafélagi æfíngabúnað. „Knattspyrnan í Vestmannaeyjum er einn af hornsteinum íslenskrar knattspyrnu og hefur verið það frá upphafi. Knattspyrnufólk í Vestmannaeyjum hefur stundað knattspyrnu við erfíð skilyrði að vetri og um árabil hefur það verið draumur þeirra að eignast hús, knattspyrnuhús. Þetta hús er sigur knattspyrnunnar í Vestmannaeyjum," sagði Geir.

Þá bárust gjafir frá íþróttasambandi Íslands sem þær Helga Magnúsdóttir og Ingibjörg Jóhannesdóttir, betur þekkt sem Beggó í Vestmannaeyjum, afhentu. Þór Vilhjálmsson, formaður IBV íþróttasambands, sagði að æfingabúnaður, sem þegar hafi verið keyptur, hafi verið greiddur með peningum úr minningarsjóði Stefáns Erlendssonar, sem lést langt um aldur fram en Stefán var m.a. í knattspyrnuráði IBV.

Séra Guðmundur Örn blessaði húsið og í lokin klipptu Sigríður Lára Garðarsdóttir og Hallgrímur Júlíusson, tvö af efnilegustu íþróttamönnum Vestmannaeyja, á borða og opnuðu þannig húsið formlega.

Jón Ólafur Daníelsson, knattspyrnuþjálfari hjá ÍBV-íþróttafélagi segir húsið gjörbylta æfingaaðstöðu knattspyrnumanna í Eyjum. „Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja. Það má eiginlega orða þetta þannig að nú getum við æft það sem þarf að æfa í fótbolta. Við erum að skjóta á rétta stærð af mörkum og markmenn eru að verjast í réttum stærðum. Leikmenn eru líka að skjóta af fótboltalegu færi sem ekki var hægt innanhúss. Þeir geta hlaupið með boltann við réttar aðstæður, kantmenn fá t.d. rétt svæði til að leika með boltann og þú hefur meira pláss til að láta tæknina njóta sín þegar þú ert að plata andstæðinginn. Þú getur æft fyrirgjafir og æft leikmenn í að klára færin. í fyrsta sinn getum við farið að kenna það sem þarf að kenna á undirbúningstímabilinu. Það skiptiröllu máli að æfa í réttu hlutfalli þótt völlurinn sé ekki í fullri lengd, þá er hann í fullri breidd. Jón Ólafur segir jafnframt að þótt oft sé kalt inn í nýja húsinu, þá skiptir mestu að fá skjól frá vindi og ofankomu. „Síðustu tvo vetur hefur ekki verið hægt að æfa á malarvellinum fyrr en í mars og  apríl. Síðan í maí hefur það gerst að malarvöllurinn hefur orðið svo harður að hann hefur orðið hættulegri en venjulega. Þannig að ég kveð malarvöllinn með góðum og skemmtilegum minningum en kem ekki til með að sakna hans."

Má vœnta þess að knattspyrnufólk Eyjanna taki stórstígum framförum strax í sumar?

„Það er einstaklingsbundið. Sumir verða betri bara við það eitt að sjá húsið á meðan aðrir þurfa meiri tíma. En til langs tíma munu allir bæta sig, það er á hreinu."

Knattspyrnufólk hefur nú æft í nýja húsinu í um tvær vikur og segir Jón Ólafur að bæði þjálfarar og knattspyrnufólk þurfi smá tíma til aðlögunar. „Boltinn skoppar auðvitað öðruvísi en á parketi. Þetta líkist venjulegu grasi mjög mikið en það þarf að hugsa vel um gervigrasið, ýfa það upp tvisvar í viku til að halda þessum gæðum. Auðvitað eru lika einhverjir byrjunarörðugleikar og líklega þurfa bæði þjálfarar og knattspyrnufólk janúarmánuð tíl að venjast þessari aðstöðu. Krakkarnir eru hreinlega ekki vön því að hafa svona mikið pláss. Svo þarf maður að setja upp nýtt æfingaplan og henda því gamla sem miðaðist við æfingar í íþróttamiðstöðinni. Undirbúningstímabilin verða skemmtilegri héðan í frá og t.d. mun þolþjálfun að einhverjum hluta færast af malbikinu og inn á gervigrasið," sagði Jón Ólafur að lokum.

Snemma árs 2006 tók bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvörðun um að reisa knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum og var fyrsta skóflustungan tekin af Þorkeli Sigurjónssyni 28. september 2007. „Síðan þá hafa riðið yfir þjóðina fjármálakreppa, bankakerfíð hrundi með öllu, gjaldmiðillinn var verðlaus og áfram má telja. Engu að síður stöndum við hér í dag, rúmum þremur árum síðar, við vígslu á þessu glæsilega mannvirki," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri við vígsluna. Húsið, sem er 60x70 m, með bogahvolfþaki úr stáli og stækkanlegt, markar enn ein tímamótin í sögu íþróttaiðkunar í Vestmannaeyjum og því ber að fagna að mati Elliða. „Vestmannaeyjabær hefur í gegn um tíðina lagt mikinn metnað í að búa öflugu íþrótta -og tómstundastarfi góða aðstöðu. Nú er svo komið að íþróttasvæði Vestmannaeyjabæjar, sem nær frá Hásteíni, upp að Brimhól, út að Hamri, inn í Dal og aftur að Hásteini, er einstakt og þá ekki bara á landsvísu heldur er mér til efs að nokkurs staðar megi finna sambærilega aðstöðu. Hér í Vestmannaeyjum eru nú fjórir grasvellir, þrír handbolta- og körfuboltavellir, fullkomin fimleikaaðstaða með stökkgryfju og fl, glæsilegt vatnasvæði með heitum pottum, vatnsgufu og rennibrautum, 25 metra innilaug, frjálsíþróttaaðstaða innanhúss, 18 holu golfvöllur, lfkamsræktarstöð, lyftingaaðstaða, félagsaðstaða, tvö tjaldstæði og fl. Bara hér í 500 metra radíus frá því sem við nú stöndum eru 16 búningsklefar og á annað hundrað sturtur. Ekki þarf að minna ykkur á að hér búa 4200 manns."

Hvernig verður árið 2011

Sigurður Bragason var í viðtali við Eyjafréttir í upphafi árs. Þar er hann spurður hvernig honum lítist á íþróttaárið 2011:

„Árið 2011 tel ég að eigi eftir að verða frábært, allavega hérna í Eyjum. Það á margt skemmtilegt eftir að gerast í sumar þar sem sigrarnir eiga vonandi eftir að hrannast upp bæði hjá körlunum og konunum. Var að pæla í því að segja kerlingar en þá verður víst allt brjálað. Við höfum fengið til okkar leikmenn á borð við Brynjar Gauta frá Hóli, Jeffsy er kominn heim og Gummi Tóta er mættur til að syngja eitthvað. Konurnar eru líka búnar að styrkja sig fyrir komandi átök en því miður þekki ég ekki þá leikmenn. Menn hafa misst vatnið yfir nýju höllinni og þá á ég aðallega við Jón Óla og Heimi. Mætti halda að þeir fari út að borða saman eftir að allar æfingarnar eru búnar. Kostirnir við þessa höll eru auðvitað margir og er búið að tala nóg um þá í fjölmiðlum Eyjanna undanfarið. Ég vona bara að þetta eigi eftir að hjálpa öllum liðum í komandi baráttu. Það sem á eftir að standa upp úr á árinu 2011 er það að við náum vonandi að landa þessari blessuðu dollu og að stelpurnar eiga eftir að standa vel að vígi í úrvalsdeild kvenna.

Þrettándinn

Það reyndist rétt ákvörðun að færa dagskrá þrettándans frá föstudegi til laugardags því þá var komið hið besta veður nema hvað kuldinn var talsverður. Hann hafði þó ekki áhrif á aðsóknina því sennilega hafa aldrei verið fleiri við í kringum völlinn við Löngulág þar sem Grýla og Leppalúði, jólasveinar, tröll af öllum stærðum og álfar og púkar söfnuðust saman við álfabrennuna. Dagskráin var hefðbundin, jólasveinarnir þrettán gengu af Hánni. Þegar niður var komið fóru þeir ásamt tröllum og öðrum forynjum í skrúðgöngu um bæinn og fylgdi fjöldi fólks. Haldið var upp Illugagötu, tekinn krókur að Hraunbúðum, upp á Hrauntún, niður Höfðaveg þaðan sem leiðin lá að Löngulág. Mikill fjöldi var í göngunni og enn fleiri biðu eftir hersingunni við Löngulág. Jólasveinar heilsuðu upp á yngsta fólkið og sum tröllin fóru mikinn, svo mjög að þeim allra yngstu leist ekkert á blikuna. En úr augum allra annarra skein gleði og kátína sem hljóta að vera laun erfiðis þeirra sem koma að undirbúningi og framkvæmd þrettándagleðinnar. Það er ÍBV-íþróttafélag sem sér um framkvæmdina og er hún félaginu til mikils sóma. ÍBV getur verið stolt af sínu, bæði skrúðgöngunni, flugeldasýningu af Hánni og í Löngulág að ógleymdum tröllunum sem verða ógurlegri með hverju árinu. Þetta framtak hefur dregið að sér brottflutta sem vilja gefa börnum sínum tækifæri til að upplifa þrettándagleðina í Eyjum. Þeim hefur fjölgað með hverju árinu og nú er að bætast við fólk sem kemur hingað af einskærri forvitni.

Eftir að Grýla og hennar hyski hélt til fjalla var slegið upp balli í Höllinni þar sem Vinir vors og blóma og Sóldögg sáu um fjörið. Var góð mæting og fór ballið vel fram í alla staði. Þeir drengir höfðu reyndar látið til sín taka á þrettándagleðinni þar sem þeir sáu um tónlistina. Voru þeir í norðausturhorni vallarins og naut tónlistin sín vel. Það eina sem angraði þetta kvöld var kuldinn, þess vegna fór fólk að tínast heim fyrr en ella en það gerði ekkert til því þetta kvöld tókst að skapa börnum á öllum aldri upplifun sem seint mun fyrnast. Og það sem einn átta ára, sem hingað kom í fyrsta skipti, sagði við mömmu sína þegar heim var komið: -Þetta er besta helgi lífs míns; þau orð segja allt sem segja þarf. (Eyjafréttir)

Skiptist á skin og skúrir í handboltanum

Kvennalið ÍBV lék tvo leiki í byrjun janúar í Nl deildinni en báðir leikirnir fóru fram á útivelli. Fyrst léku stelpurnar gegn einu af toppliðum deildarinnar, Val. Stelpurnar áttu aldrei möguleika í leiknum og töpuðu að lokum með 26 marka mun, 44:18 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 22:12.

En stelpurnar voru ekki lengi að hrista þetta slæma tap af sér því þær léku  gegn FH í Kaplakrika. Eyjastúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu Hafnfirðinga að velli 24:25 í spennandi leik eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:10. Þar með lauk fyrri umferð Íslandsmótsins og uppskera ÍBV er sjö stig eftir níu leiki, þrír sigrar, eitt jafntefli og fimm tapleikir.

Snemma á fætur

Fjölskyldu- og tómstundaráð tók fyrir ósk frá íþróttaakademíu ÍBV-íþróttafélags og FIV um afnot af fjölnota íþróttahúsi 1 og íþróttamiðstöð milli kl. 6.45 og 7.30 á morgnana til að halda úti tækniæfingum í knattspyrnu og handknattleik. Ráðið er samþykkt því að lána íþróttaakademíunni æfingaaðstöðuna endurgjaldslaust gegn því að ÍBV-íþróttafélag taki að hluta að sér umsjón með fjölnota íþróttahúsi. Ráðið felur framkvæmdastjóra og íþróttafulltrúa að ganga frá formlegu samkomulagi við ÍBV-íþróttafélag þar um.

FEBRÚAR:

Komust í úrslitaleikinn

Karlalið ÍBV tryggði sér sæti í úrslitaleik Fótbolti.net mótsins. ÍBV lagði ÍA að velli á Akranesi, 0:1 en mark ÍBV gerði Denis Sytnik. ÍBV lagði svo  bikarmeistara FH í Kórnum en FH komst í 2:0. Ian Jeffs, Denis Sytnik og Tonny Mawejje tryggðu ÍBV hins vegar sigurinn í seinni hálfleik. ÍBV endaði þar með í efsta sæti B-riðils, vann alla sína leiki og mætir Keflavík í úrslitum.

Basl gegn botnliði

Karlalið íBV lenti í basli með botnlið Fjölnis á heimavelli. Fjölnir var án stiga í 1. deildinni en veitti Eyjamönnum harða keppni. Leikmenn ÍBV höfðu þó að lokum þriggja marka sigur, 32:29, en í hálfleik var staðan 16:15. Gísli Jón Þórísson spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og Sigurður Bragason lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili. Fyrirliðinn var ekki ánægður með leikinn. „Við lögðum upp með það eftir áramót að fara ferskir inn í lokasprettinn með tvo nýja leikmenn og hafa bara gaman af þessu. En það var ekki að sjá í þessum leik, þetta var bara andlaust og lélegt, því miður. Við tökum tvö stig út úr þessum leik og ekkert annað. Það var mikilvægt að ná þessum tveimur stigum. Það hefði verið hrikalegt að missa þetta í jafntefli, hvað þá tap og þá jafnvel búnir með tækifærið í vetur. Við höfum sett okkur það takmark að komast í úrslitakeppnina, ætlum að gera það og erum klárlega komnir með lið í að berjast um að komast upp í úrvalsdeild."

Mörk ÍBV: Vignir Stefánsson 10, Leifur Jóhannesson 5, Gísli Jón Þórisson 5, Davíð Óskarsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 3, Sigurður Bragason 2, Einar Gauti Ólafsson 1, Grétar Eyþórsson 1, Björn Kristmannsson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 12, Haukur Jónsson 3.

Skyldusigur

Kvennalið ÍBV kláraði eitt af skyjduverkunum þegar þær lögðu ÍR að velli í Eyjum. Leikur ÍBV og ÍR var jafn framan af en um miðjan hálfleikinn tókst ÍBV að skora sjö mörk gegn einu marki IR og eftirleikurinn var auðveldur fyrir heimastúlkur. „Þetta var fyrst og fremst skyldusigur, við vissum að við þyrftum að ná í tvö stig ef við ætluðum lengra. Markmiðið er fimmta og fjórða sætið. Við getum alveg klórað okkur upp í fjórða sætið ef við höldum rétt á spilunum," sagði Guðbjörg Guðmannsdóttir eftir leikinn en fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppni Islandsmótsins í vor.

Mörk IBV: Guðbjörg Guðmannsdóttir 8, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 7, Ester Óskarsdóttir 4, Renata Horvath 3, Aníta Elíasdóttir 3, Lovfsa Jóhannsdóttir 2, Drífa Þorvaldsdóttir 2 Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 1, Hildur Dögg Jónsdóttir 1.

Yngri flokkarnir

2. flokkur karla tók á móti FH í Íslandsmótinu.  Eyjamenn voru yfir í hálfleik 16:14 en FH-ingar reyndust sterkari í síðari hálfleik og unnu 26:28. ÍBV er í áttunda og næstneðsta sæti 1. deildar með fjögur stig eftir átta leiki.

Liðin mættust svo aftur nokkrum dögum síðar í bikarkeppninni en þá í Hafnarfirði. Þar reyndust heimamenn sterkari og en þeir unnu með tíu mörkum, 31:21 eftir að staðan í hálfleik var 14:13.

3. flokkur kvenna lék á útivelli gegn Fylki 1 og Haukum 1 og töpuðust báðir leikirnir, fyrst 27:23 gegn Fylki og svo 28:20 gegn Haukum 1. ÍBV er í níunda og næstneðsta sæti 1. deildar með þrjú stig eftir ellefu leiki.

4. flokkur kvenna lék fjóra leiki. A- og B-liðin léku gegn HK, Aliðið tapaði 20:18 og B-liðið 18:12. Daginn áður hafði B-liðið tapað gegnFylki 9:14. A-liðiðlék svo gegn Stjörnunni og tapaði 9:31. 

Naumur sigur

Eyjamenn hafa farið rólega af stað eftir áramót í 1. deildinni. Liðið hefur nú spilað tvo heimaleiki gegn Iiðum í neðri hluta deildarinnar en í báðum leikjunum hafa Eyjamenn verið í miklu basli. En oft er sagt að það sé einkenni góðra liða að spila illa en vinna samt og vonandi á það við um fBV. Nú síðast lagði ÍBV ungmennalið FH að velli með minnsta mögulega mun, 26:25.

Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 8, Gísli Jón Þórisson 4, Grétar Eyþórsson 3, Davíð Þór Óskarsson 3, Leifur Jóhannesson 2, Brynjar Karl Óskarsson 2. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 10, Þorgils Orri Jónsson 7.

Halda kúrs

Kvennalið ÍBV hefur ekki misstigið sig í baráttunni um fjórða sætið en liðið situr nú í fimmta sæti Nl deildarinnar, einu stigi á eftir Fylki sem er í fjórða sæti. Nú síðast lögðu stelpurnar Hauka að velli á útivelli en sigurinn er ekki síst sætur fyrir þá staðreynd að Haukar höfðu unnið ÍBV í Eyjum í vetur þegar liðin mættust í íslandsmótinu. En lokatölur í leiknum í Hafnarfrði  urðu 21:27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 8:11.

Mörk ÍBV: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 6, Aníta Elíasdóttir 6, Renata Kári Horvath 4, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 4, Rakel Hlynsdóttir 2, Sandra Gísladóttir 1. 

Strákarnir í ströggli

Karlalið ÍBV tapaði fyrir Víkingi á útivelli en liðið hefur ekki náð sér almennilega á strik frá því í fyrstu umferð 1. deildarinnar en í henni eru leiknar þrjár umferðir. Lokatölur í leiknum gegn Víkingum urðu 30:27 en staðan í hálfleik var 15:9 Víkingum í vil. Með sigrinum heldur Víkingur voninni um fjórða sætið lifandi því liðið er nú aðeins fjórum stigum á eftir ÍBV. 

Skelltu sér í 4. sæti

Kvennalið ÍBV nýtti tækifærið og skellti sér upp í fjórða sæti deildarinnar. ÍBV hefur ekki verið jafn ofarlega í efstu deild Íslandsmótsins í háa herrans tíð en eins og áður hefur komið fram, spila fjögur efstu lið deildarinnar til úrslita um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Það verð- ur þó ærið verkefni að halda sætinu því í þeim fjórum leikjum sem ÍBV á eftir, eru þrír gegn efstu liðunum þremur sem eru í sérflokki. ÍBV komst upp í fjórða sætið með sigri á FH um helgina en lokatölur urðu 24:22, eftir að staðan var 9:10 í hálfleik.

Byrjunin olli tapinu

Ekki náði karlalið ÍBV í handbolta að hrista af sér slæmt gengi undanfarinna vikna gegn toppliði 1. deildar, Gróttu þegar liðin áttust við í Eyjum. Til að gera langa sögu stutta þá var fyrri hálfleikur hreint hræðilegur hjá ÍBV, allan vilja skorti, baráttuna og gleðina. I hálfleik var staðan 9:18 en mestur varð munurinn ellefu mörk, 7:18.

Hálfleiksræða Arnars Péturssonar, þjálfara liðsins, virtist hins vegar hitta beint í mark því það var allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleik. Hægt og sígandi minnkaði munurinn á liðunum og þegar tíu mínútur voru eftir munaði aðeins fjórum mörkum. En þá tóku gestirnir aftur við sér, skoruðu næstu tvö mörkin og unnu að lokum með sjö marka mun, 24:31. Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 6, Grétar Eyþórson 5, Vignir Stefánsson 4, Theodór Ófeigsson 4, Sindri Ólafsson 2, Davfð Þór Óskarsson 1, Bragi Magnússon. 1, Gísli Jón Þórisson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 4, Þorgils Orri Jónsson 14/1.

Dýrmæt stig töpuðust

Stelpurnar í ÍBV mega hafa sig allar við til að halda fjórða sætinu eftir stórt tap gegn HK. Sigur þar hefði gulltryggt ÍBV fimmta sætið í það minnsta en nú er HK komið í baráttuna við ÍBV og Fylki um fjórða sætið. Af þessum þremur liðum á IBV langerfiðustu leikina eftir, þrjú efstu liðin í síðustu þremur umferðunum. Lokatölur í leiknum gegn HK urðu 30:24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:10. ÍBV náði að minnka muninn niður í 14:13 í síðari hálfleik en þá hrökk allt í baklás og HK vann að lokum með sex mörkum.

Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 11, Renata Horvath 6, Aníta Elíasdóttir 3, Hildur Dögg Jónsdóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2. Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 5, Birna Þórsdóttir 9.

Gregg Oliver Ryder er nýr þjálfari hjá ÍBV

ÍBV hefur síðustu misseri verið í samstarfi við enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United. Enska félagið hefur útvegað IBV þrjá þjálfara, nú síðast Gregg Oliver Ryder, 23 ára. Sá tók við af Richard Scott sem hafði verið hér í vetur og tekið þátt í að koma Akademíu FIV og ÍBV af stað. Honum var hins vegar boðin ný þjálfarastaða í Newcastle og var Gregg því fenginn til að taka við af félaga sínum.

Mars

Léku úrslitaleikinn

Stelpurnar í 4. flokki mættu ofjörlum sínum í úrslitaleik bikarkeppninnar þegar þær mættu Selfossi. Stelpurnar, sem leika í 2. deild Islandsmótsins, höfðu unnið tvö 1. deildarlið á leið sinn í úrslitaleikinn en Selfoss, sem leikur í 1. deild, var einfaldlega sterkari í þetta skiptið. Lokatölur urðu 22:33 en í hálfleik var staðan 13:17. Umgjörð leiksins var stórglæsileg og HSÍ til sóma.  

Torfþak á sviðið í Herjólfsdal

ÍBV-íþróttafélag hefur sótt um byggingaleyfi fyrir yfirbyggingu á stóra sviðið í Herjólfsdal. Umsóknin var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun mars en ráðið frestaði erindinu og óskaði eftir frekari gögnum. Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjórí ÍBV, sagði að félagið gerði ráð fyrir að byggingin í Herjólfsdal yrði byggð í þremur áföngum. „Við erum búin að byggja fyrstu hæðina, gerum ráð fyrir að byggja efri hæðinni núna en í síðasta áfanga er gert ráð fyrir að klára bygginguna að utan. Þá verða settar grjóthleðslur utan á veggi og húsið gert þannig úr garði að það myndi samfellu og þakið tyrft. Þakið verður dregið yfir alla bygginguna og fellt niður til suðurs þannig að það falli inn í brekkuna," sagði Tryggvi Már en tók fram að enn væri unnið að því að útfæra teikningar af húsinu. „Miklu skiptir hvernig til tekst með hljóð, mynd og ljós og tæknimenn hafa komið að þessu ferli. Enda er horft til næstu 100 ára þannig að hægt verði að nýta húsið í þá viðburði sem við viljum nýta þá til. Útlitsþátturinn skiptir miklu máli fyrir bygginguna í heild og teikningar verða kynntar um leið og þær liggja fyrir.  Það er verið vinna teikningarnar og lagt upp úr því að húsið falli inn í umhverfið."

Var ekki talað um efna til hugmyndasamkeppni um húsið?

„Það var hætt við að fara út í keppni bæði vegna tímaskorts og ekki síst fyrir að það gæti orðið dýrt. Við leituðum til sama aðila og hannaði fyrstu hæðina og það er mikilvægt að fá tæknimenn að vinnu við breytingarnar. Ég reikna með að teikningarnar verði tilbúnar í næstu viku. Þetta er töluverð bygging, gólfflöturinn er 360 fermetrar og þessi yfirbygging kemur yfir það.

Hvað verður húsið hátt og hvað með kostnað?

„Það er miðið við að húsið verði 10 og hálfur metri frá jörðu norðan megin þar sem sviðið opnast. Kostnaður við annan áfanga miðast við að fara ekki yfir það sem fyrsti áfangi kostaði. Hann kostaði um 26. milljónir og var hann greiddur upp af þjóðhátíðarnefnd. Ekki þurfti að taka lán fyrir mannvirkinu. Ég geri mér ekki fullkomlega grein fyrir hvað þriðji og síðasti áfanginn mun kosta en reikna þó með að hann verði lægri en sá fyrsti."

(Eyjafréttir)

Áttu aldrei möguleika gegn Fram

Kvennalið ÍBV átti aldrei möguleika gegn nýkrýndum bikarmeisturum Fram þegar liðin áttust við í Eyjum. Eftir að leiknum hafði verið frestað vegna ófærðar bæði laugardag og sunnudag, þurfti Framliðið að taka Herjólf en það var ekki að sjá að sjóferðin hefði mikil áhrif á liðið því Fram vann að lokum með níu mörkum, 24:33. Eyjastúlkur gerðu þó sitt besta til að stríða Framliðinu og léku í raun og veru ekki illa. Styrkleikamunurinn á liðunum er einfaldlega of mikill. í hálfleik var staðan 11:16. Munurinn í síðari hálfleik varð mestur tíu mörk undir lokin en Eyjastúlkur náðu að minnka muninn á lokasekúndunum og lokatölur því 24:33 eins og áður sagði.

Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 8, Renata Horvath 5, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Lovísa Jóhannsdóttir 3, Rakel Hlynsdóttir 2, Aníta Elíasdóttir 1, Hildur Dögg Jónsdóttir 1. Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 7, Berglind Dúna Sigurðardóttir 5.

Aðalfundur ÍBV íþróttafélags

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags var haldinn 10. mars en um fjörutíu félagsmenn sóttu fundinn. Fjárhagur félagsins hefur varla verið betri síðan félagið var stofnað og er handboltadeild ÍBV orðin skuldlaus með öllu. Þetta kom fram í ræðu formanns ÍBV, Jóhanns Péturssonar.

Eftir að hafa fjallað um starf félagsins á síðasta ári kom Jóhann inn á fjárhag félagsins en formaðurinn sagði hann vera í ágætu lagi og að félagið hafi skilað hagnaði á síðasta ári. „Þar er fyrst og fremst um að ræða hagnað aðalstjórnar og handknattleiksdeildar. Þá þarf að líta til þess að inni í hagnaði aðalstjómar er þjóðhátíð en þar erum við að byggja í Dalnum og því mikilvægt að skila hagnaði. Við erum hins vegar að lækka langtímaskuldir úr 54 milljónum í 40 milljónir sem er gríðarlega gott. Skammtímaskuldir um áramót eru uppgreiddar þannig að skuldastaða félagsins nú er fyrst og fremst langtímaskuldirnar. Langmestu munar að þjóðhátíðin gekk mjög vel sem og voru meistaraflokkar réttu megin við núllið. Þegar það gerist þá gengur rekstur félagsins vel og meiri peningar skila sér t.d. til yngri flokka. Þar aukum við t.d. við framlag til yngri flokka vegna ferðakostnaðar í 4 milljónir og teljum við okkur standa mjög vel þar að málum, bæði með rekstur bifreiða, lág æfingagjöld og framlag til flokka vegna ferðakostnaðar. Ég held að sú staðreynd hvað æfingagjóld eru lág hjá okkur sé oft vanmetið sem styrkur til yngri flokka og fjölskylduna þar á bak við. Algengt er að sjá helmingi hærri æfingagjöld hjá öðrum félögum.

Þá er einnig rétt að taka fram að við fáum ekki framlög frá bænum vegna æfingagjalda yngri flokka en í mörgum sveitarfélögum tíðkast slíkt. Góð afkoma félagsins skilar sér þannig mjög sterkt til yngri flokka með ýmsum hætti en auðvitað verður ÍBV eins og önnur félög að standa undir rekstrinum með öllu tiltækum ráðum," sagði lóhann.

Hann bætti því við að ÍBV-íþróttafélag hefði gert samning milli aðalstjórnar og meistaraflokkanna þannig að ef deildirnar væru réttu megin við núllið í ársuppgjöri, myndi aðalstjórn fella niður skuldir meistaraflokkanna. „Þetta hefur gengið eftir vegna áranna 2009 og 2010 því eru meistaraflokkar karla í knattspyrnu og handknattleiksráð að fá niðurfelldar um 8 milljónir hvor."

„Handboltinn er nú kominn í þá stöðu að vera orðinn skuldlaus með öllu. Ráðið hefur þar skilað miklum hagnaði undanfarin ár með þeirri niðurstöðu að aðalstjórn mun yfirtaka 10 milljóna króna lánið í Íslandsbanka sem og á handboltinn nú inni hjá aðalstjórn en ekki öfugt. Þetta er mjög ánægjuleg þróun og gerir það mjög mikilvægt fyrir ráðin að hafa fjárhagslega jákvæðan rekstur. Um leið verða til fjármunir sem nýtast í yngri flokka og allt annað starf félagsins og mun styrkja það mikið fjárhagslega sem og félagslega. Það er von aðalstjórnar að áframhald geti orðið á þessum samningi þegar honum lýkur á næsta ári. Það yrði þá með þeim hætti að greiðslur kæmu frá aðalstjórn til deilda fyrir góðan rekstur. Ekkert skal fullyrt um fjárhæðir en það hefur alltaf verið skoðun aðalstjórnar að peningar félagsins eigi að fara í íþróttareksturinn og best sé að þeir sem taka ákvarðanimar ráðstafi fjármununum sjálfir. Þetta byggir að sjálfsögðu á því að þjóðhátfðin haldi áfram á sömu braut og verið hefur sem og að deildir sýni ráðdeild og ábyrgð."

Karlakvöld handboltans

Þau bregðast ekki karlakvöldin sem handboltinn hjá ÍBV hefur haldið árlega í áratugi. Mjög er vandað í mat og boðið upp á dagskrá sem aldrei klikkar. Er hún bæði heimatilbúin og þegar vel liggur á mönnum eru fengnir aðkeyptir skemmtikraftar sem einmitt var reyndin í ár. Viktor Ragnarsson, hársnyrtir og áhugamaður um handbolta og einn af skipuleggjendum, var ánægður með hvernig til tókst. „Það mættu um 130 manns í Akóges á föstudagskvöldið og var byrjað á dýrðarinnar máltíð sem Einar Björn og Hjalli sáu um. Það var að mestu leyti fiskur sem sóttur var í gullkistu Eyjanna," sagði Viktor.

Ræðumaður kvöldsins var Jóhann Pétursson, lögfræðingur og formaður ÍBV-íþróttafélags, og fór hann á kostum að sögn Viktors. „Veislustjóri var Sólmundur Hólm, uppistandari og rithöfundur sem m.a. skrifaði bókina um Gylfa Ægisson. Hann er mikil og góð eftirherma og tók fyrir nokkra landsfræga menn. Sló hann eftirminnilega í gegn enda rosalega skemmtilegur. Okkar maður var Hannes smiður og brást hann ekki."

Þrjár treyjur voru boðnar upp, af Gunnari Heiðari Þorvaldssyni knattspyrnumanni sem ekki er á leiðinni til ÍBV og handboltamönnunum Kára Kristjánssyni og Björgvin Gústafssyni. „Þetta eru allt landsliðsmenn sem gerðu garðinn frægan með ÍBV. Hæst var boðið í treyjuna hans Gunnars Heiðars. Það var ónefndur lögfræðingur sem krækti í hana fyrir metfé. Hannes stjórnaði uppboðinu af mikilli elju og var uppskeran í samræmi við það. Þá var bingó og spurningakeppni sem menn tóku mjög hátíðlega." Viktor sagði að allt hefði farið mjög vel fram og það ánægjulega væri að nú væru handbolti og fótbolti að vinna meira saman en áður. „Við erum öll í sama félagi og eigum ekki að vera að þrátta um 500 kallinn. Það gerir þetta miklu skemmtilegra. Hófinu lauk svo um klukkan hálf eitt og fór hver í sína áttina. Ég fór beint heim þó ótrúlegt sé en ég veit ekki um aðra," sagði Viktor að lokum.

Endaði í 6. sæti

Kvennalið ÍBV lauk keppni í Íslandsmótinu uppúr miðjum mars þegar liðið tapaði fyrir Íslands- og deildarmeisturum Vals í Eyjum. Þetta var þriðji tapleikurinn í röð en í síðustu þremur leikjunum mætti ÍBV þremur efstu liðum deildarinnar. Lokatölur urðu 23:35 fyrir Val en staðan í hálfleik var 14:19.

ÍBV endaði tímabilið í sjötta sæti af tíu liðum, með 17 stig eftir 18 leiki. Árangurinn er nokkurn veginn í takti við væntingar enda átti liðið möguleika lengi vel að komast í úrslitakeppni mótsins en fjögur efstu liðin komast þangað. ÍBV var reyndar í fjórða sæti fyrir síðustu þrjá leikina en vitað var að stigin yrðu ekki mörg gegn toppliðunum og því litlar líkur á að liðið myndi ná að halda sætinu.

Segja má að deildin skiptist nokkurn veginn í þrjá hluta. Í efsta hlutanum voru Valur, Fram og Stjarnan, næst eru það Fylkir, HK, ÍBV og jafnvel FH. Og í neðsta hlutanum eru svo Haukar, Grótta og IR. Það er í raun ekki svo slakur árangur hjá ÍBV að vera í miðhlutanum strax á fyrsta ári liðsins meðal þeirra efstu eftir nokkurra ára fjarveru. Hins vegar er bilið milli þriggja bestu liðanna og hinna ansi mikið og þyrfti verulegan liðstyrk ef ÍBV ætlaði sér að ná þeim að getu. Sérstaklega eru Valur og Fram með yfirburðalið en Stjarnan stendur þeim ekki langt að baki. Leikmannahópur ÍBV er ágæt blanda eldri og yngri leikmanna en til að stíga næsta skref þarf liðsstyrk.

Gæti orðið spennandi lokasprettur

Það er óhætt að segja að lokaspretturinn í 1. deild karla verði spennandi. Efsta lið deildarinnar vinnur sér sjálfkrafa sæti í úrvalsdeild næsta vetur en liðin í öðru, þriðja og fjórða sæti spila um eitt laust sæti í úrvalsdeild ásamt næstnepsta liði úrvalsdeildarinnar. IBV er sem fyrr í fjórða sætinu en síðast lagði liðið ungmennalið FH að velli í Eyjum. Lokatölur urðu 27:23 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:15.

Æfingaferð

Strákarnir í knattspyrnuliði IBV voru í æfingaferð á Spáni í byrjun apríl, nánar tiltekið á Oliva Nova. Þetta er annað árið í röð sem ÍBV fer á þennan sama stað en allur aðbúnaður þar er fyrsta flokks. Oliva Nova er í raun lítið þorp með flottu hóteli og frábærri æfingaaðstöðu en við hótelið er einnig hinn ágætasti golfvöllur sem sumir nýttu betur en aðrir. Eyjamenn léku tvo æfingaleiki í ferðinni, gegn spænska neðrideildarliðinu Candia. Mótspyrnan reyndist ekki mikil því Eyjamenn unnu 9:0. Mörk ÍBV skoruðu þeir Jordan Connerton (3), Tryggvi Guðmundsson (2), Ian Jeffs, Guðmundur Þórarinsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson og Denis Sytnik. Einnig var leikinn æfingaleikur gegn Njarðvík og til að auka styrk Njarðvíkinga léku m.a. Andri Ólafsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson með Njarðvíkingum. I ferðinni voru fjórir leikmenn til reynslu en ekki er búið að semja við neinn þeirra ennþá. Nú hefst svo lokaundirbúningur fyrir íslandsmótið en ÍBV leikur á laugardaginn síðasta leik sinn í Lengjubikarnum gegn Fram. ÍBV á ekki möguleika á að komast í úrslit en væntanlega verða leiknir einhverjir æfingaleikir fram að móti. Fyrsti leikur Íslandsmótsins er einmitt gegn Fram á Hásteinsvelli mánudaginn 2. maí. ÍBV byrjar mótið á tveimur heimaleikjum því laugardaginn 7. maí tekur ÍBV svo á móti Fylki. 

Umspilssæti  tryggt

Karlalið ÍBV tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur með glæsilegum sigri á Víkingum í byrjun apríl.  Eyjamenn léku afar vel í leiknum og áttu Víkingar í raun aldrei möguleika gegn firnasterkri vörn Eyjamanna. Lokatölur urðu 32:22 en staðan í hálfleik var 16:10 fyrir ÍBV.

Eyjamenn byrjuðu af miklum krafti í leiknum, sérstaklega varnarlega enda höfðu Víkingar aðeins skorað fjögur mörk þegar fyrri hálfleikur yar hálfnaður og staðan 10:4 fyrir IBV. Gestirnir náðu aðeins að bæta í það sem eftir lifði hálfleiksins en þó ekki meira en svo að munurinn hélst í sex mörkum. Eyjamenn voru svo mun sterkari í síðari hálfleik, náðu mest tíu marka forystu um miðjan hálfleikinn og voru ekki í miklum vandræðum með að halda því það sem eftir lifði leiks. Það leynir sér ekki að ÍBV liðið er að toppa á réttum tíma. Liðið hefur verið í mikilli lægð undanfarna mánuði en hefur nú rétt úr kútnum svo um munar. Vignir Stefánsson hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið jafnbesti leikmaður ÍBV í vetur. Leifur Jóhannesson hefur farið mikinn í stöðu hægri skyttu í undanförnum leikjum og hefur skorað 14 mörk í síðustu tveimur heimaleikjunum, auk þess að gefa fjölda stoðsendinga. Davíð Þór Óskarsson hefur einnig verið drjúgur í markaskorun í undanförnum leikjum en auk þess hefur það verið mikill styrkur að fá Sigurð Bragason inn í liðið aftur. En fyrst og fremst hefur það verið vörn og markvarsla sem hefur skilað liðinu hraðaupphlaupum þar sem Vignir er á heimavelli enda skjótari en skugginn að skjóta.

Vilja lagfæringar á aðalhurð Eimskipshallarinnar

ÍBV íþróttafélag sendi Fjölskyldu -og tómstundaráði bréf um miðjan apríl, varðandi lagfæringu á aðalinngangi Eimskipshallarinnar. Ráðið tekur undir áhyggjur bréfritara varðandi umrædda hurð og leggur áherslu á að lagfæringum verði hraðar til að koma í veg fyrir slys. Umhverfis -og framkvæmdasvið hafði þegar fengið málið til umfjöllunar.

2. flokkur

Annar flokkur karla lagði ÍA að velli í Faxaflóamótinu í knattspyrnu en leikurinn fór fram í Akraneshöllinni. Eyjamenn lentu í tví- gang undir í fyrri hálfeik, 1:0 og svo 2:1 en náðu í tvígang að jafna metin með mörkum Friðriks Sigurðssonar. Guðmundur Þórarinsson tryggði ÍBV svo sigurinn með marki í síðari hálfleik og lokatölur 2:3. ÍBV, sem leikur í A-riðli er í 8. sæti af níu liðum með 10 stig eftir 14 leiki. Liðið hefur unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli en tapað tíu leikjum.

Sorglegur endir

Það var allt til staðar til að innbyrða góðan sigur þegar ÍBV tók á móti Aftureldingu. Tæplega 600 manns voru á leiknum og létu vel í sér heyra, leikmenn ÍBV voru einbeittir og léku vel lengst af. En stundum þróast hlutirnir á versta veg og má segja að síðustu fimm mínútur leiksins hafi verið verstu mínútur ÍBV liðsins í vetur. Mistök á mistök ofan urðu til þess að þriggja marka forysta varð að engu og úrvalsdeildarsætið rann úr greipum Eyjamanna. Lokatölur leiksins urðu 22:23 og er ÍBV því úr leik í umspilinu.

„Þetta eru einhver mest svekkjandi úrslit sem ég hef lent í, frá upphafi," sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV þungur á brún eftir leikinn. „Í raun og veru vorum við að spila eins og englar í 55 mínútur, svona eins og við ætluðum okkur að gera þetta og það gekk í raun og veru allt upp. En svo veit ég ekki hvað gerist á síðustu fimm mínútunum.“

Lokahóf handboltans

Laugardagskvöldið 14. maí fór fram árlegt vetrarlokahóf ÍBV en þar fagnar m.a. handboltafólk félagsins árangri vetrarins. Hápunktur kvöldsins er einmitt verðlaunaafhending fyrir veturinn en þau Vignir Stefánsson og Guðbjörg Guðmannsdóttir voru valin best hjá karla- og kvennaliði ÍBV og kemur valið ekki á óvart enda stóðu þau sig mjög vel í vetur. Þá fengu þau Berglind Dúna Sigurðardóttir og Theodór Sigurbjörnsson Fréttabikarana, sem veittir eru ungu og efnilegu íþróttafólki ár hvert. Lokahófið var sérlega glæsilegt en eins og undanfarin ár var það haldið í Höllinni og var öllum þeim sem hafa unnið fyrir félagið boðið. Þór I. Vilhjálmsson, formaður Héraðssambands ÍBV, heiðraði þrjá félagsmenn. Jóhannes Grettisson var sæmdur silfurmerki ÍBV og þau Unnur Sigmarsdóttir og Magnús Bragason voru sæmd gullmerki ÍBV fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum. Ungar handboltastúlkur stigu léttan dans áður en Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV dró Jóhannes Grettisson upp úr Pepsípottinum en þeim sem eru þaðan dregnir er boðið á leik í enska boltanum.

Leikmenn bæði karla- og kvennaliðs ÍBV höfðu útbúið skemmtileg myndbönd þar sem þau gera góðlátlegt grín hvort að öðru og fengu myndböndin góðar undirtektir. Þá stýrði Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir spurningakeppni á milli borða af sinni alkunnu snilld.

Hápunkturinn var hins vegar verðlaunaafhending fyrir árangur vetrarins hjá elstu flokkum handboltans en hér til hliðar má sjá hverjir fengu viðurkenningarnar.

Í ár eru liðin 20 ár frá því að handboltalið karla hjá ÍBV vann sinn fyrsta og eina titil þegar þeir unnu Víking í eftirminnilegum bikarúrslitaleik 2. mars 1991. Leikurinn var fyrir margt sögulegur enda sköpuðu stuðningsmenn IBV þvílíka umgjörð að önnur félög hafa fetað í sömu fótspor. Stalla Hú fór þar fremst í flokki en stemmningin á pöllunum skilaði sér inn á völlinn í einum óvæntustu úrslitum í sögu bikarkeppninnar. Enda voru Víkingar á þessum árum sannkallað stórveldi. Leikmenn liðsins og handknattleiksráð voru viðstaddir lokahófið og voru auðvitað kallaðir upp á svið og risu veislugestir úr sætum, enda frumherjar handboltans í Eyjum. Og auðvitað mætti Stalla Hú á svæðið og lék undir þegar leikmenn og ráðið gengu upp á svið.

Verðlaunahafar á lokahófinu:

3. flokkur karla

Mestu framfarir: Halldór Páll Geirsson.

ÍBV-ari ársins: Hreiðar Öm Zoega Óskarsson.

Bestur: Hallgrímur Júlíusson.

Unglingaflokkur kvenna

Mestu framfarir: Guðný Guðmundsdóttir.

Efnilegust: Drífa Þorvaldsdóttir.

Best: Berglind Dúna Sigurðardóttir.

2. flokkur karla

Mestu framfarir: Birkir Már Guðbjömsson.

Efnilegastur: Haukur Jónsson.

Bestur: Vignir Stefánsson.

Meistaraflokkur kvenna

Mestu framfarir: Rakel Hlynsdóttir.

Efnilegust: Berglind Dúna Sigurðardóttir.

Best: Guðbjörg Guðmannsdóttir.

Meistaraflokkur karla

Mestu framfarir: Bragi Magnússon.

Efnilegastur: Theodór Sigurbjömsson.

Bestur: Vignir Stefánsson.

Fréttabikarar 2011

Berglind Dúna Sigurðardóttir.

Theodór Sigurbjömsson.

Silfurmerki ÍBV

Jóhannes Grettisson

Gullmerki ÍBV

Magnús Bragason Unnur Sigmarsdóttir. 

Vignir efnilegastur

Lokahóf HSÍ fór fram um miðjan maí en á hófinu eru veitt verðlaun fyrir árangur vetrarins . Vignir Stefánsson, hornamaðurinn sterki hjá IBV, varð markahæstur í 1. deild en auk þess var hann valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og kom valið fáum á óvart.

Lokahóf yngri flokkanna

19. maí  fór fram vetrarlokahóf yngri flokka hjá ÍBV en lokahófið var haldið í Týsheimilinu. Lokahófið var bráðskemmtilegt þar sem margt var' gert til gamans en hápunkturinn var að sjálfsögðu verðlaunaafhendingin. Auk þess var boðið upp á nokkur glæsileg skemmtiatriði, m.a. dansatriði og svo fengu þjálfararnir auðvitað að reyna sig í smá þrautakeppni.

Krakkarnir svöluðu svo hungrinu með grilluðum pylsum og gosi frá Ölgerðinni.

Hér má sjá þá sem fengu verðlaun á lokahófinu:

4. flokkur drengja

Bestur: Dagur Arnarsson

Efnilegastur: Marteinn Sigurbjörnsson

ÍBV-ari: Magnús Karl Magnússon

4. flokkur stúlkna eldri

Best: María Davis

Efnilegust: Guðdís Jóntansdóttir

ÍBV-ari: Bryndís Jónsdóttir

4. flokkur stúlkna yngri

Best: Sóley Haraldsdóttir

Efnilegust: Erla Rós Sigmarsdóttir ÍBV-ari:

Indíana Kristinsdóttir

5. flokkur drengja eldri

Framfarir: Nökkvi Dan Elliðason

Ástundun: Hákon Daði Styrmisson

ÍBV-ari: Friðrik Magnússon

5. flokkur drengja yngri

Framfarir: Andri Isak Sigfússon

Ástundun: Darri Viktor Gylfason

ÍBV-ari: Elliði Snær Viðarsson

5. flokkur stúlkna eldri

Framfarir: Díana Dögg Magnúsdóttir

Ástundun: Erla Jónatansdóttir

ÍBV-ari: Arna Þyrí Ólafsdóttir

5. flokkur stúlkna yngri

Framfarir: Díana H. Guðjónsdóttir

Ástundun: Thelma Jóhannsdóttir

ÍBV-ari: Sirrý Sæland

6. flokkur drengja eldri

Framfarir: Gabriel Martines

Besta ástundun: Frans Sigurðsson

IBV-ari: Sigurður Arnar Magnússon

6. flokkur yngri

Framfarir: Ívar Styrmisson

Besta ástundun: Birkir Alfreðsson

ÍBV-ari: Alexander Andersen

6. flokkur stúlkna eldri

ÍBV-ari: Asta Björt Júlíusdóttir

Framfarir: Þóra Guðný Arnarsdóttir

Ástundun: Kristín R. Sigmundsd.

6. flokkur stúlkna yngri

ÍBV-ari: Birta Birgisdóttir

Framfarir: Sólveig L. Gunnarsdóttir

Ástundun: Hafrún D. Hafþórsdóttir 

Fundur um þjóðhátíð setti  þjóðfélagið á annan endann

Fátt var meira rætt í þjóðfélaginu en orð Páls Schevings, formanns þjóðhátíðarnefndar á kynningarfundi um þjóðhátíð í Höllinni í byrjun maí. Þar sagði hann, að því miður virðist nærvera Stígamóta magna upp það vandamál sem kynferðisleg valdbeiting er. Þarna er hann svara spurningu um samskiptin við Stígamót á fundinum. Orðrétt svarar Páll: „Það er ljótt að segja það, en ég segi það samt, það er eins og samtökin nærist á því að vandamálið sé til staðar og þau reyni frekar að ýta undir það heldur en hitt."

Þessi ummæli Páls, sem situr eftir ærulaus fyrir það eitt að segja sannleikann, hafa farið eins og eldur í sinu um bloggheima eftir að RÚV sagði frá þeim í fréttatíma sínum. Hafa þau orðið tilefni fréttaskrifa á netmiðlum og blöðum og leiðaraskrifa í DV án þess að fram komi að Vestmannaeyingar hafi tekið málin í sínar hendur. Þjóðhátíðarnefnd hafi yfir að ráða teymi sem hefur menntun og reynslu til að sinna fórnarlömbum nauðganar og geti skilað þeim á Landsspítalann ef nauðsyn krefur. Þetta hefur verið þróað frá árinu 1995 án þess að nokkur hafi gert athugasemd við það. Þó margir hafi staldrað við orð Páls, og vissulega hefði hann mátt orða þetta óðruvísi, hefur enginn fjölmiðill, að því er hann segir sjálfur, haft samband og spurt hvað liggi að baki þessum orðum. Og ástæðan er ærin því árið 1994 varð algjör trúnaðarbrestur milli þjóðhátíðarnefndar, lögreglu og í raun fjölmiðla annars vegar og Stígamótakvenna hins vegar sem drógu upp hryllingsmynd af því sem átti að hafa gerst á hátíðinni þetta ár. Fullyrðing þeirra um fjölda kynferðisafbrotamála stóðst ekki að mati lögreglu.

Í viðtölum í fjölmiðlum 1994 draga þær upp dökka mynd af þjóðhátíð sem verður til neikvæðrar umræðu um hátíðina í fjölmiðlum. Enginn þeirra sem Fréttir ræddu við eftir hátíðina 1994 efast um gott starf Stígamóta en þarna fóru þær yfir stikið að mati Eyjamanna. Þær höfðu notið hér velvilja og skilnings en þarna varð trúnaðarbrestur sem varð til þess að leiðir skildu. í Fréttum 11. ágúst 1994 er viðtal við Stígamót á forsíðu undir fyrirsögninni, Tuttugu ný og gömul mál komu til kasta Stígamóta á þjóðhátíð. Í undirfyrirsögn segir: Fleiri nauðganir en í fyrra en gömlu málin tengjast ekki þjóðhátíð. Í fréttinni segir að fjórar konur hafi verið frá Stígamótum á þjóðhátíð inni og hafi ekki veitt af. Má á þeim skilja að af 20 málum sé helmingurinn gömul mál. Fyrir þjóðhátíðina höfðu þær fullyrt að hópur nauðgara væri á leið til Eyja. Þetta sögðu þær í fréttum RÚV en kenndu fréttamanni um að hann hafi rangtúlkað ummæli þeirra og snúið þeim þjóðhátíð í óhag. Sögðu þær að fréttamaður hefði beðist afsökunar á þessu. Þessi frétt vakti hörð viðbrögð, ekki síst fréttastofu RUV og Kristrúnar Heimisdóttur, fréttamanns sem sendi frá sér yfirlýsingu sem birtist í Fréttum 18. ágúst.

„Vegna forsíðufréttar blaðs ykkar þann 11. ágúst, taka Fréttastofa Útvarps og Kristrún Heimisdóttir fram að í hádegisfréttum útvarpsins þann 24. júlí síðastliðinn, nefndi Áshildur Bragadóttir, starfskona Stígamóta, þjóðhátíð í viðtali, sbr. endurrit fréttarinnar. Fullyrðingar um að Kristrún Heimisdóttir hafi, eins og segir í forsíðufrétt ykkar, „sagst" hafa snúið þessu þjóðhátíð í óhag og „kom til okkar og baðst afsökunar," er fullkominn uppspuni," segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt endurritinu segir Áshildur, „við vitum þess dæmi að það hafi farið hópur af strákum á sömu hátíðarnar trekk í trekk til þess eins að leita uppi dauðadrukknar stúlkur og nauðga þeim. Fyrir þeim er þetta eflaust skemmtun en afleiðingarnar... við vitum náttúrulega að fyrir þá sem í því lendir, að þetta nálgast mannsmorð." í framhaldi af því spyr Kristrún: „Geturðu nefnt tilteknar hátíðir?" Svar Áshildar: „Ja, ég get nefnt Þjóðhátíðina í Eyjum - við höfum heyrt af því að það er gengi, strákar fimm í hóp sem hafifarið þangað ár eftir ár og það hafa margar stúlkur lent mjög illa í þessum mönnum."

Halldór Sveinsson, lögreglumaður, vekur athygli á að enginn nauðgunarkæra barst lögreglu þessa þjóðhátíð og aðeins ein árið á undan þrátt fyrir fullyrðingar Stígamóta um tíu og tuttugu mál. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir að þarn hafi komið fram ákveðinn misskilningur sem megi kenna lélegri fréttamennsku. Um hverja verslunarmannahelgi sé reynt að finna staðinn þar sem allir vondu hlutirnir gerast og þarna hafi Vestmannaeyjar orðið fyrir valinu. Hera Ósk Einarsdóttir, félagsmálastjóri, segir að Stígamót hafi aldrei óskað eftir samstarfi við félagsmálayfirvöld í Vestmannaeyjum. Saknar hún þess.

Í Fréttum segir Georg Kr. Lárusson, þáverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, að tölur um níu kynferðisbrqt á þjóðhátíð 1994 standist ekki. ÍI viðtalinu er vitnað í tölur frá Stígamótum um 20 kynferðisafbrotamál, þar af 11 gómul. Aðeins eitt kom til kasta lögreglu að sögn Georgs og var það dregið til baka. „Á þjóðhátíðinni í fyrra fengu Stígamótakonur alla þá aðstöðu sem þær báðu um. Einnig óskaði lögreglan eindregið eftir samstarfi en þær höfðu aldrei samband. Tölur sem þær hafa gefið út um fjölda kynferðisafbrotamála og nauðgana standast ekki. Um 90 manns voru við löggæslu í Dalnum auk þess sem hundruð ábyrgra borgara sækja þjóðhátíð. Er með ólíkindum ef allar þessar nauðganir hafa farið fram hjá fólki og að Stígamótakonur skuli ekki hafa gert lögreglu viðvart þó ekki hafi verið ætlunin að kæra öll þessi mál til lögreglunnar," sagði Georg.

Þetta sýnir að mikill hiti var í Eyjamónnum í garð Stígamóta sem þama höfðu komið á nokkrar þjóðhátíðir þar sem þær mættu velvild og vilji til samstarfs var fyrir hendi. 

Risahandboltamót í  Eyjum

Fyrstu helgina í maí var haldið risastórt handboltamót barna í Vestmannaeyjum. Alls voru þátttakendur um 800 talsins frá fjórtán félögum en um var að ræða eldra ár í 6. flokki, bæði í drengja- og stúlknaflokki. Mótið tókst afar vel og hið eina sem sett var út á, voru samgöngur. Magnús Bragason var einn þeirra sem komu að mótshaldinu en hann sagði að líklega sé þetta eitt stærsta handboltamót sem haldið hefur verið hér í Eyjum. „Jafnvel á landinu öllu en handboltamótin verða ekki mikið stærri en þetta. En við tókum að okkur þetta mikla verkefni og margir sem komu að mótshaldinu með einum eða öðrum hætti. Eg vil einmitt nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu okkur um helgina. Án allra þessara sjálfboðaliða hefði ekki verið hægt að halda þetta mót."

Eyjastúlkur unnu B-keppnina

Kvennalið ÍBV vann B-deiId Lengjubikarsins nokkuð sannfærandi. Þá spiluðu stelpurnar gegn Þrótti á gervigrasinu í Laugardal en fyrir leikinn hafði ÍBV unnið alla fjóra leiki sína í keppninni. Lokatölur gegn Þrótti urðu hins vegar 2:2. ÍBV endaði í efsta sæti deildarinnar með 13 stig en Þróttur varð í öðru sæti með 8.

Sigur í fyrsta leik

Það er óhætt að segja að Eyjamenn hafi farið vel af stað í íslandsmótinu í knattspyrnu sem hófst með leik ÍBV og Fram á Hásteinsvellinum. Þetta var þriðja árið í röð sem þessi lið mætast í fyrstu umferðinni. Til þessa höfðu liðin spilað á Laugardalsvelli og höfðu Framarar í bæði skiptin haft betur, 2:0. En nú var komið að sigri hjá ÍBV en langsóttur var hann. Lokatölur urðu 1:0 og skoraði Tryggvi Guðmundsson sigurmarkið þegar uppbótartíminn var við það að renna út.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner, Ian Jeffs, Tonny Mawejje, Andri Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Tryggvi Guð- mundsson og Denis Sytnik. Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Finnur Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson (kom inn á fyrir Jeffs á 83.), Jordan Connerton (kom inn á fyrir Sytnik á 69.), Kelvin Mellor (kom inn á fyrir Arnór á 80.)

Svekkjandi tap

Leikmenn ÍBV fóru illa að ráði sínu gegn Fylki þegar liðin áttust við á Hásteinsvelli í  2. umferð. Fylkismenn komust yfir á 13. mínútu en danski varnarmaðurinn Rasmus Steenberg Christiansen jafnaði metin sextán mínútum síðar og var staðan 1:1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. En síðari hálfleikur olli stuðningsmönnum ÍBV miklum vonbrigðum. Reyndar léku Eyjamenn gegn vindinum í síðari hálfleik en það hefur oft hentað ÍBV betur en að leika með vindi. En það voru Fylkismenn sem skoruðu eina mark síðari hálfleiks eftir varnarmistök hjá ÍBV og lokatölur því 1:2.

Safna gömlum raftækjum

4. flokkur karla í knattspyrnu var með nýstárlega fjáröflun sem felst í því að safna gömlum fartölvum, GSM símum, stafrænum myndavélum, upptökuvélum og MP3 spilurum sem ekki eru lengur í notkun á heimilum og hjá fyrirtækjum í bænum. Félagið fær greitt fyrir þau tæki sem safnast en þau eru send utan til endurnýtingar.

Sjóðheitur

Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur verið sjóðheitur í síðustu tveimur leikjum IBV liðsins. Þórarinn hefur hlaupið manna mest og barist um hvern einasta bolta. Hann tryggði IBV sigurinn gegn Val í uppbótartíma og skoraði svo jöfnunarmarkið gegn Breiðabliki í 3. umferð af miklu harðfylgi. Auk þess hafa miðverðir IBV liðsins, þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Kasmus Christiansen, varla stigið feilspor í sumar en nú þurfa fleiri að feta í þeirra fótspor. ÍBV er með 7 stig eftir fjórar umferðir.

Ekki einu sinni villtum draumi

Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, hefur, jafnvel í sínum villtustu draumum, varla átt von á jafn góðum sigri í 1. umferð Íslandsmótsins. ÍBV sótti þá Þór/KA heim norður á Akureyri en norðanstúlkum hefur verið spáð góðu gengi, jafnvel baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á meðan ÍBV er spáð neðar. En spáin hefur ekkert með það að gera hvemig liðin spila, eins og bersýnilega kom í ljós á laugardaginn þegar ÍBV kjöldró Þór/KA 0:5. Mörkin gerðu þær Danka Podovac (2), Þórhildur Ólafsdóttir, Vesna Smiljkovic og Berglind Björg Þorvaldsdóttir en Þórhildur skoraði opnunarmark |slandsmótsins þegar hún kom ÍBV yfir strax á 3. mínútu.

10-0 samtals

Stelpurnar í ÍBV hafa heldur betur hrist upp í kvennaboltanum með frábærri byrjun sinni í Íslandsmótinu. ÍBV lagði Þór/KA að velli fyrir norðan í fyrsta Ieik 5:0 og vakti sigurinn mikla athygli. Einhverjir vildu meina að norðanstúlkur hefðu vanmetið nýliðana í Pepsídeildinni en stelpurnar sýndu það að sigurinn var engin tilviljun, því sigruðu Aftureldingu líka 5:0.

Sigur og meiðsli

Eyjamenn gerðu góða ferð til Keflavíkur þegar þeir lögðu heimamenn að velli 2:0. Mörk ÍBV gerðu þeir Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson, Tryggvi eftir rétt tæplega mínútu og Andri um það bil níu mínútum síðar. Eyjamenn léku mjög vel í leiknum, gáfu fá færi á sér og sóknarleikurinn er á uppleið. Segja má hins vegar að sigurinn sé dýru verði keyptur því markaskorararnir tveir þurftu báðir að fara meiddir af leikvelli. Tryggvi fékk þungt höfuðhögg eftir að hann vann skallaeinvígi gegn varnarmanni Keflvíkinga og við það kinnbeinsbrotnaði hann. Andri þurfti sömuleiðis að fara af leikvelli, tognaður aftan í læri sem eru hvimleið meiðsli.  

Þjóðsöngurinn  fyrir leik

Eyjamenn fóru hreint á kostum gegn Víkingum í 6.  umferð. Víkingar áttu aldrei möguleika enda pressuðu leikmenn ÍBV þá mjög stíft og framarlega á vellinum sem þeir réðu ekkert við. Mestu athyglina fékk Tryggvi Guðmundsson, sem lék kinnbeinsbrotinn með grímu en þegar upp var staðið, var það leikur liðsheildarinnar sem gerði það að verkum að Eyjamenn höfðu viðlíka yfirburði. Lokatölur leiksins urðu 2:0 en mörkin hefðu í raun átt að verða mun fleiri.

Fyrir leik ÍBV og Víkings, var stuðningsmönnum ÍBV boðið í létta upphitun í Týsheimilinu. Sýnd voru myndbönd frá leikjum ÍBV og kór Flensborgarskóla kíkti við og tók lagið. Hægt var að kaupa sér pylsur og hamborgara gegn vægu verði en upphitunin virtist hafa góð áhrif því stemmningin á vellinum var í það minnsta mjög góð. Þá setti það skemmtilegan svip á umgjörðina þegar Flensborgarskólinn söng þjóðsönginn fyrir leik.

Betri en töpuðu samt

ÍBV tapaði óvænt gegn Þór á Þórsvellinum á Akureyri. Flestir höfðu reiknað með sigri ÍBV enda Iiðið í öðru sæti á meðan nýliðar Þórsara höfðu aðeins unnið einn leik. Þórsarar komust hins vegar í 2:0 áður en Ian Jeffs minnkaði muninn. Og þrátt fyrir mikinn sóknarþunga í síðari hálfleik, þá tókst ÍBV ekki að jafna metin.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV var að vonum ekki ánægður með niðurstöðuna. „Þeir skoruðu mark fljótlega og það kom aðeins í andlitið á okkur því við vorum lengi að jafna okkur eftir það. En við vorum betri aðilinn allan leikinn og í seinni hálfleik vorum við miklu betri. Við fengum örugglega jafn mörg færi í þessum leik og í hinum leikjunum samanlagt en það vantaði bara að nýta þau.

Pæjumótið

Pæjumót TM og ÍBV var haldið um miðjan júní en á mótinu spila stúlkur á aldrinum 11 og 12 ára knattspyrnu eða þær sem eru í 5. flokki. Mótið hefur stækkað hratt síðustu þrjú ár. Þátttakendur í mótinu voru um 800 talsins en iiuk þess heimsóttu fjölmargir foreldrar Eyjarnar á meðan mótinu stóð. Reyndar lentu nokkrir mótsgestir í hremmingum á tjaldsvæðinu við Þórsheimilið þegar hvessti en aðstoða þurfti tjaldgesti bæði á aðfaranótt fimmtudags og föstudags. Mótið sjálft gekk hins vegar eins og í sögu þótt veðrið hefði vissulega getað verið betra. Veðrið var reyndar aldrei það slæmt að það hefði áhrif á mótið en í ár var Eimskipshöllin notuð í stað þess að láta leiki fara fram á Helgafellsvellinum og kom sú breyting vel út, enda lenda þeir keppendur sem spila á Helgafellsvelli alltaf svolítið út úr stemmningunni í kringum mótið. Það var einhvern veginn þannig að veðrið var þokkalegt á meðan leikimir fóru fram, reyndar rigndi aðeins en ekkert í líkingu við það þegar landsleikur mótsins fór fram á föstudagskvöldið. Þá rigndi eins og hellt væri úr fötu.

Mótinu lauk svo áður en byrjaði að rigna eftir hádegi á laugardeginum en lokahóf mótsins fór fram í íþróttamiðstöðinni. Þar voru stelpurnar úr KA krýndar Pæjumótsmeistarar en félagið í heild sinni var einnig valið prúðasta liðið. Þá kom efnilegasti leikmaður mótsins, Margrét Árnadóttir, einnig úr KA og greinilega mikill og góður efniviður fyrir norðan.

Eyjaliðunum gekk þokkalega. Bestum árangri náði C-liðið en það endaði í 5.-6. sæti ásamt Haukum. I D-liðum varð ÍBV2 í 6. sæti og ÍBV í 7.-8. sæti ásamt Skallagrími en ÍBV tefldi fram sex liðum í mótinu.

Úrslit mótsins urðu þessi:

D-lið

1. Stjarnan

2. Grótta

3. Breiðablik

C-lið

l.FH

2. Valur

3. Breiðablik

B-Iið

1. Stjarnan

2. Grótta

3. Valur

A-lið

l.KA

2. Stjarnan

3. Haukar

Prúðasta félagið KA

Efnilegasti leikmaður mótsins Margrét Árnadóttir KA

Á hverju ári sjást kunnugleg kunnugleg andlit  í herbúðum gestaliðanna og var engin undantekning á því á Pæjumótinu í ár. Gunnar Leifsson, tannlæknir og unglingaráðsmaður hjá Stjörnunni, fylgdi dóttur sinni, Agnesi, á Pæjumótið en hún spilar með Stjörnunni úr Garðabæ. Stjörnunni gekk mjög vel á Pæjumótinu og Gunnar sagði að árangurinn hefði ekki gert annað en að auka ánægju stelpnanna. „Árangurinn er bónus. Aðaláherslan hjá okkur í Stjörnunni er að spila góðan fótbolta og að stelpurnar hafi gaman af því sem þær eru að gera. Árangurinn kemur svo í kjölfarið," sagði Gunnar sem var að koma á Pæjumótið annað árið í röð.

Efstar í Pepsídeildinni

Stelpurnar í ÍBV halda enn áfram að gera góða hluti í Pepsídeildinni. Stelpurnar unnu góðan sigur á Þrótti í 4. umferð, 2:0 en Eyjaliðið er með fullt hús stiga og efst í deildinni.

ÍBV hélt hreinu í fimmta leiknum í röð í Pepsídeild kvenna í leik gegn KR á útivelli. Fyrir leikinn hafði ÍBV unnið alla leiki sína og ekki fengið á sig mark en skorað fjórtán. Markatalan breyttist ekkert hjá ÍBV eftir leikinn, liðin skildu jöfn 0:0 en ÍBV mistókst þar með í fyrsta sinn að innbyrða sigur.

Áfram í bikarnum

ÍBV konur höfðu betur í leik gegn Völsungi frá Húsavfk í Valitor bikarkeppninni, 4-0. Leikið var á Hásteinsvelli. ÍBV var miklu sterkari og sigur þeirra síst of stór. Berglind Björk Þorvaldsdóttir skoraði 2 mörk, Hlíf Hauksdóttir skoraði eitt mark og það sama gerði Danka Padovac. Auður Ósk Hlynsdóttir var í marki ÍBV í þessum leik, en ekki Birna Berg Haraldsdóttir sem leikið hefur alla 5 leiki liðsins í Íslandsmótinu. 

Bikarleikur á lengsta degi ársins

ÍBV er komið í átta liða úrslit Valitorsbikarsins eftir 3-2 sigur á Val. Strax á upphafsmínútum leiksins skoraði Tryggvi Guðmundsson flott mark og hann var aftur á ferð- inni skömmu síðar, eftir að skot frá Ian Jeffs fór í hann og í netið. Markheppni þessa bráðum fertuga leikmanns er með ólíkindum. Og Ian Jeffs skoraði svo þriðja mark IBV eftir sendingu frá varnarmanninum Eiði Sigurbjörnssyni sem kominn var í sóknina, og hálftími liðinn af leiknum. Yfrburðir IBV voru miklir og allt stefndi í sigur, jafnvel stórsigur. En það er gömul saga og ný að enginn leikur er búinn fyrr en flautað er til leiksloka. Valsarar fengu ódýra vítaspyrnu og náðu að krafsa í bakkann áður en flautað var til hálfleiks. Eitthvað höfðu Valsmenn rætt saman á alvarlegu nótunum í hálfleik því í þeim seinni fóru þeir að „taka þátt í leiknum". Þeir náðu að setja annað mark og allt í einu var leikurinn orðin galopinn. Þó svo Eyjamenn hefðu frumkvæðið í leiknum þó gat allt gerst og því var löng biðin eftir lengsta og síðasta flauti dómarans á þessum lengsta degi ársins. En öruggur sigur ÍBV í bikarnum á Hlíðarenda í skemmtilegum og nokkuð fjörugum leik.

Shellmótið

Shellmótið í Vestmannaeyjum, þar sem strákar í 6. flokki drengja í knattspyrnu, leiða saman hesta sína, ber uppeldisstarfi í íslenskri knattspyrnu gott vitni sem og að enginn stenst Eyjamönnum snúning þegar kemur að því að skipuleggja og halda íþróttamót. Og hvar rís knattspyrnan hærra en hjá þessum níu og tíu ára strákum sem sumir hverjir búa yfir ótrúlegri kunnáttu og skilningi á leiknum? Hjá þeim ræður hjartað för ásamt virðingu fyrir leiknum og andstæðingunum. Og þegar kemur að því að verð- launa þá sem skara fram úr gleðst allur hópurinn, vitandi að það geta ekki allir unnið. Það er búið að skrifa margt um Shellmótið sem byrjaði sem Tommamót. Það voru Týrarar sem fóru af stað með mótið en hugmyndina átti Lárus Jakobsson sem fallinn er frá. Frá upphafi hefur mikill metnaður verið aðall Shellmótsins og það hefur ekki breyst þó ÍBV hafi tekið við kyndlinum enda flestir þeir sömu í starfi ennþá. Allt gengur þetta eins og vel smurð vél, allar tímaáætlanir standast sem er ekki lítið mál þegar rúmlega 1000 strákar eru mættir til að spila samtals 520 leiki á þremur dögum. Og kerfíð sem leikið er eftir, þar sem fyrstu tveir dagarnir fara í að hrista liðin saman, sannaði sig í úrslitaleiknum í Shellmótsbikarnum, þar sem Stjarnan sigraði Selfoss 2:1 í jöfnum og skemmtilegum leik.

Auðvitað eru strákarnir 1200 í aðalhlutverki en mömmur og pabbar og stundum afar og ömmur, sem fjölmenntu sem aldrei fyrr á mótið í ár, láta líka til sín taka í leikjunum. Það er þó á lágstemmdari og penni nótum en áður þegar sumir foreldrar kunnu sér ekki hóf í að hvetja sína menn. Núna eru þeir í hæfdegri fjarlægð en ennþá spila strákarnir á allan tilfinningaskalann hjá sínu fólki og í einum leiknum hjá ÍBV sem fram fór á Týsvellinum var mamman á svölum Týsheimilisins og amman bak við hús. Báðar áttu þær það sameiginlegt að vera að fara á límingunum yfir leiknum þar sem sonurinn og dóttursonurinn var meðal leikmanna. Lífið er ekki bara fótbolti á Shellmóti og geta strákarnir farið í sprang, sund, fjöruferð og kassabflarall inni í Herjólfsdal, í rútu- og bátsferðir. Skrúðgangan og setning mótsins á fimmtudeginum er einn af hápunktum mótsins og upplifunin hjá strákunum ekki ósvipuð því sem gerist á Olympíuleikunum að ganga undir fána síns félags.

Kvöldvakan skipar stóran sess á mótinu og þeir sem ná því að komast í landslið eða pressulið Shellmótsins fá aðdáun félaganna. Aðstandendur og fararstjórar gleymast ekki og er fulltrúum allra félaga boðið í kvöldsiglingu. og á dansiball. Það fá því allir eitthvað fyrir sinn snúð sem mæta á Shellmót. Úrslitaleikirnir eru á laugardeginum þar sem keppt er um 13 bikara sem bera nöfn ýmissa eyja og kennileita í Eyjum. ÍBV 3 sigraði í sínum flokki og fékk að launum Helliseyjarbikarinn.

í stóra úrslitaleiknum, þangað sem allir vilja ná, er tekist á um Shellmótsbikarinn. Þar buðu Stjarnan og Selfoss upp á frábæra knattspyrnu og ótrúlegt sjá hvað strákar, ekki eldri en þetta, eru góðir knattspyrnumenn. Flestir af þeim sem nú skipa landslið íslands í öllum aldursflokkum hafa leikið á Shellmóti og miðað við frammistöðu strákanna hjá Stjörnunni og Selfossi þurfum við ekki að kvíða framtíðinni í íslenskri knattspyrnu. Hápunkturinn er svo lokahófið þar sem 2000 til 3000 manns voru samankomin í sal Íþróttamiðstöðvarinnar. Bjarni Ólafur Guðmundsson stjórnaði eins og herforingi og var frábært að sjá hvað allt gekk snurðulaust fyrir sig. Og alltaf er jafn gaman að upplifa gleðina og samhuginn hjá strákunum sem bera starfi félaga vítt og breitt um landið fagurt vitni.

Vestmannaeyingar geta borið höfuðið hátt og eiga allir sem koma að framkvæmdinni hrós skilið. Sigurvegari mótsins er svo knattspyrnan sem á Shellmóti í Eyjum fer í hæstu hæðir.

(Eyjafréttir)

Naumur sigur

Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á botnliði Grindavíkur

þegar liðin áttust við á Hásteinsvelli. Flestir reiknuðu með öruggum sigri ÍBV en annað kom á daginn því Grindavík var yfir 0:1 þegar 85 mínútur voru búnar af leiknum. En þá jafnaði Berglind metin og skoraði svo sigurmarkið á lokamíhútunni. 2:1 urðu lokatölur og ÍB V heldur sér þannig í toppbaráttunni. Eyjaliðið lék illa í leiknum gegn Grindavík og það var engu líkara en að stelpurnar hafi vanmetið botnliðið illilega því það vantaði alla baráttu og grimmd í Eyjaliðið. En stundum er sagt að það sé einkenni góðra lið að spila illa en vinna samt. Leikmenn ÍBV fóru hins vegar afar illa að ráði sínu fyrir framan mark Grindvíkinga og miðað við færin Evrópukeppnin: sem liðið fékk, hefði ÍBV átt að skora fimm til sex mörk. ÍBV er sem sagt komið niður í þriðja sætið. Liðið gerði jafntefli gegn KR og tapaði fyrir Stjörnunni, í báðum tilvikum á útivelli en Valur og Stjarnan hafa á meðan haldið sínu striki. Pepsídeild kvenna.

Úr leik

Kvennalið IBV er úr leik í Valitorbikarkeppninni. Þær töpuðu í maraþonleik gegn Aftureldingu á Hásteinsvellinum. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Hvort lið um sig fékk fimm spyrnur en að þeim loknum höfðu bæði lið skorað þrjú mörk. Því varð að grípa til bráðabana þar sem liðin skiptust á að taka víti þar til annað liðið klikkaði. Eftir fjórar umferðir fengust loks úrslit en því miður var það ÍBV sem klikkaði á sinni spyrnu á meðan Afturelding nýtti sína. í raun og veru hefðu Eyjastúlkur hins vegar átt að nýta sér yfirburði í venjulegum leiktíma og skora en sóknarleikur ÍBV var afar slakur.

Komnar í lægð

ÍBV tapaði fyrir Fylki í Pepsídeild kvenna í 8. umferð en lokatölur urðu 2:0 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 0:0. ÍBV hefur þar með aðeins unnið einn leik af síðustu fjórum leikjum í deildinni, eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leik sína. Auk þess féll liðið úr leik í bikarkeppninni eftir klaufalegt tap gegn Aftureldingu í síðustu viku og óhætt að segja að liðið sé komið í lægð eftir frábæra byrjun. Leikur Fylkis og ÍBV var í beinni útsendingu á Sport TV, sem hefur sent talsvert af útileikjum ÍBV.

Andri skoraði sigurmarkið

Sigur á heimavelli og mótherjinn náði ekki að skora. Þetta er formúlan í Evrópukeppni og hún gekk upp hjá Eyjamönnum en leikið var í Eyjum 1. júlí. Þeir náðu að sigra írska toppliðið St. Patrick’s Athletic, 1:0, á Hlíðarenda og sköpuðu sér með því svigrúm fyrir seinni leikinn í Dublin eftir viku. Það er þó ljóst að forskotið er með allra naumasta móti því Írarnir eru sterkir og gætu orðið erfiðir á eigin heimavelli þar sem stuðningurinn við þá er víst geysilega mikill. Írska liðið er líkamlega sterkara en ÍBV og það mun örugglega reyna meira á þá hlið mála í seinni leiknum. Reyndar gáfu Eyjamenn ekkert eftir og á köflum voru það Írarnir sem kvörtuðu undan meðferðinni á sér í návígjunum. Andri Ólafsson fyrirliði skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 50. mínútu eftir að Gary Rogers markvörður braut á Tryggva Guðmundssyni við endamörkin hægra megin. Í kjölfarið var Rogers hetja Íranna þegar hann varði á stórglæsilegan hátt frá bæði Denis Sytnik og Tonny Mawejje.

Þoldu ekki pressuna

ÍBV hafði ekki erindi sem erfiði þegar það sótti írska liðið St. Patrick’s heim í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Liðið tapaði 2:0 og er þar með úr leik samtals 2:1. Írska liðið skoraði bæði mörkin með 12 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV sagði þá stöðu alls ekki hafa endurspeglað færin sem liðin fengu. „Við fengum tvö til þrjú dauðafæri. Í annað skiptið varði markvörður þeirra mjög vel en í því síðara skaut Tryggvi [Guðmundsson] framhjá. Það kom kannski aðeins reynsluleysi í ljós í þessum leik. Menn þoldu ekki pressuna sem var á þeim enda flott stemning hérna og mikil læti.“ Ólíkir sjálfum sér „Það er kannski hluti af skýringunni að við spiluðum kjánalega í varnarleiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við gáfum þeim tvö mörk sem er ekki líkt okkur.“ ÍBV fékk svo tvö gullin tækifæri til að skora á lokamínútum leiksins þegar Eyjamenn sóttu án afláts. Það var enda engu að tapa í stöðunni 2:0. Eitt mark hefði dugað liðinu. „Við fengum frábært færi í lokin eftir horn. Skot af vítapunktinum beint á markmanninn og annað færi strax í kjölfarið rétt framhjá markinu.“ Heimir sagði að auðvitað væru allir svekktir og að þetta hafi í raun ekki verið sanngjörn úrslit en þannig sé knattspyrnan. „Litlu mátti muna maður, þetta hefði náttúrlega átt að vera klár sigur. Þetta var í raun aulaskapur að nýta okkur ekki þessa góðu stöðu sem við höfðum frá því í leiknum heima. Hann gaf okkur gott veganesti og þetta lið hefði aldrei átt að skora tvö mörk á okkur. Við erum betri en þeir en óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis í Evrópukeppninni.“ Engin sárabót að missa af Kasakstan. -  Ekki veitir leikmönnum St. Patrick’s af góðum heillaóskum Eyjamanna. Við blasir langt ferðalag til Kasakstan þar sem írska liðið mætir Karagandy sem er austarlega í hinu stóra landi. Ef hægt er að finna einhvern ljósan punkt á tapi ÍBV er það ef til vill sá að þetta langa ferðalag til níunda víðáttumesta ríkis veraldar bíður þeirra ekki. Heimir var hinsvegar svekktur að missa af förinni. „Ég veit ekki hvernig er að versla þar en auðvitað ætluðu sér allir áfram í þessari keppni. Það er engin sárabót að missa af ferðinni til Kasakstan.“

Deildar- og bikarkeppnin tekur nú við hjá ÍBV „Það eru allir svekktir yfir þessu en nú tekur bara við ferðadagur á morgun og leikur á sunnudaginn. Við verðum að vinna í því að tjasla liðinu saman andlega og líkamlega fyrir það.“

Jón Óli sleppti sér í leikslok

ÍBV lagði Íslandsmeistara Vals að velli í Pepsídeild kvenna en liðin mættust á Hásteinsvellinum. Sigurinn er ekki síst glæsilegur í því ljósi að ÍBV hafði dalað nokkuð í undanförnum leikjum, tapaði fyrir Fylki á útivelli í síðasta leik og féll einnig úr bikarnum á heimavelli fyrir Aftureldingu. Auk þess hafði Valur ekki tapað leik í sumar en sigurinn á Val heldur voninni um Íslandsmeistaratitilinn lifandi. Lokatölur urðu 1:0 en sigurmarkið kom um miðjan síðari hálfleikinn.

Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV var að vonum ánægður í leikslok enda sleppti hann sér í fagnaðarlátunum og hljóp inn á völlinn. „Já þetta var stórglæsilegur sigur hjá stúlkunum. Sérstaklega að koma svona til baka eftir tap gegn Fylki og eftir að hafa dottið út úr bikarnum. Þessi frammistaða gegn Val var stórglæsileg. Þetta var algjörlega eftir uppskrift og leikmenn gerðu nákvæmlega það sem fyrir þær var lagt. Við breyttum aðeins til í sóknarleiknum og það gekk fyllilega upp. Auðvitað voru Valsmenn meira með boltann en þegar við sóttum, þá gekk allt upp sem við lögðum upp með fyrir leikinn."

Jón Óli sá besti

Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var  valinn besti þjálfari fyrri umferðar Pepsídeildar kvenna. Það voru sérfræðingar á vegum KSÍ sem völdu hann bestan en þeir völdu einnig lið fyrri umferðarinnar og þar voru þær Elísa Viðarsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir. Jón Ólafur var einnig valinn besti þjálfari fyrri umferðarinnar á vefnum Fótbolti.net og skal engan undra enda hafa nýliðar ÍBV komið mest á óvart í Íslandsmótinu.

Tryggvi leikmaður í hæsta gæðaflokki þegar ÍBV sigraði FH

10. júlí mætti  ÍBV liði FH á Hásteinsvellinu og  þar mættu Hafnfirðingar  einfaldlega ofjörlum sínum. Eyjamenn voru mun sterkari lengst af í leiknum og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur urðu 3:1 en þetta var fyrsta tap FH í Eyjum síðan 2002. Flestir sparkspekingar áttu von á hörkuleik og spáðu því jafnvel að Hafnfirðingar myndu fara heim með þrjú stig í fararteskinu, enda unnu þeir stórsigur í síðustu umferð og Eyjamenn eru nýbúnir að spila erfiðan útileik í Evrópukeppninni sem þeir töpuðu. Það voru hins vegar FH-ingar sem virkuðu þreyttir í leiknum gegn ÍBV en á meðan fóru Eyjamenn hreinlega á kostum. Varnarleikur ÍBV var í gær nánast óaðfinnanlegur. Það var aðeins eitt til tvö atriði sem fóru úrskeiðis hjá ÍBV og í einu slíku náði Matthías Vilhjálmsson að skora fyrir FH-inga. Það eru ekki bara öftustu fjórir sem sinna varnarhlutverkinu, heldur liðið sem heild og íraun má segja að þar hafi skilið að. Það var aðeins í byrjun leiks að FHingar virtust líklegri í leiknum og svo eftir að þeir minnkuðu muninn í 2:1 í síðari hálfleik en þar fyrir utan voru það Eyjamenn sem réðu lögum og lofum í blíðunni á Hásteinsvelli. Atli Guðnason kom reyndar frískur til leiks ísíðari hálfleik og hleypti lífi í sóknarleik FH-inga en það dugði ekki til. Tryggvi Guðmundsson sýndi það hins vegar og sannaði að hann er enn leikmaður af hæsta gæðaflokki í íslenska boltanum. Ekki eingöngu skoraði hann annað mark Eyjamanna heldur bjó til það þriðja fyrir Andra Ólafsson og átti einfaldlega frábæran leik fyrir Eyjaliðið. Þá er Finnur Ólafsson varnartengiliður þyngdar sinnar virði fyrir ÍBV-liðið en Finnur stoppaði ófáar sóknaraðgerðir FH-inga í leiknum. Í raun eru ekki margir veikleikar á Eyjaliðinu hvað varnarleikinn varðar. Þeir eru vissulega til staðar en með því að fækka möguleikum andstæðingsins, styrkja menn varnarleikinn og þar kemur skipulag Heimis Hallgrímssonar, þjálfara ÍBV, til sögunnar enda

hefur hann mótað ÍBV-liðið vel í sumar. Sóknarleikurinn er líka orðinn þokkalega slagfær í toppbaráttuna en sem fyrr eru Eyjamenn veikastir þegar kemur að því að ljúka sóknunum. Með sigrinum halda Eyjamenn í við toppliðin tvö, KR og Val.

Páll í sturtu í hálfleik

Fyrir leik ÍBV og FH á sunnudaginn bauð Ölgerð Egils Skallagrímssonar upp á ýmislegt við Hásteinsvöllinn. Byrjað var á að grilla pylsur en auk þess fengu krakkarnir gefíns snakk og gos. Þá var boðið upp á ýmsar þrautir og Pepsí var á staðnum. Í hálfleik fengu svo fimm ungir stuðningsmenn ÍBV tækifæri til að bleyta aðeins í útvarpsstjóra RÚV og einum heitasta stuðningsmanni IBV. Páll settist þá í heita sætið svokallaða og áttu stuðningsmennirnir að skjóta bolta í skífu. Ef þeir hittu, myndi Páll fá yfir sig væna vatnsgusu. Fyrstu tilraunirnar fóru fyrir lítið en þegar öll nótt virtist úti, hitti einn í skífuna þannig að Páll fékk væna sturtu á miðjum Hásteinsvellinum. Útvarpsstjórínn sagði að eftir þetta væri hann til í að gera hvað sem er fyrir ÍBV.

2. flokkur í undanúrslit

Annar flokkur karla er kominn í undanúrslit í Valitorbikarkeppninni. Strákarnir unnu HK í hörkuleik í Kópavogi en lokatölur urðu 1:2 fyrir ÍBV. Brynjar Gauti Guðjónsson kom ÍBV yfir á 71. mínútu en HK jafnaði úr vítaspyrnu aðeins fjórum mínútum síðar. En hlutirnir gerðust hratt því fjórum mínútum síðar kom Bjarki Axelsson ÍB V aftur yfir og þar við sat. Þess má til gamans geta að Bjarki hefur spilað með KFR en KFR, KFS og ÍBV tefla saman sameiginlegu liði í 2. flokki. Afraksturinn er góður því flokkurinn hefur ekki náð betri árangri f mörg herrans ár og liðið er komið í undanúrslit í bikarnum eins og áður sagði en er auk þess í efsta sæti B-riðils Íslandsmótsins.

Kvennaliðið í 3ja sæti Pepsídeildarinnar

Kvennalið ÍBV byrjaði síðari umferð Pepsídeildarinnar á að gera jafntefli við Þór/KA á Hásteinsvellinum. ÍBV vann Akureyringa í fyrstu umferðinni, öllum að óvörum, 0:5 en leikurinn á Hásteinsvellinum var jafn og spennandi allan tímann. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum en lokatölur urðu 0:0.

Karlaliðið líka í 3ja sæti Pepsídeildarinnar

ÍBV liðið tapaði fyrir Grindavík á útivelli í 11. og síðustu umferðinni. Úrslitin í leiknum gegn Grindavík voru mikil vonbrigði enda eiga lið sem ætla sér Íslandsmeistaratitil að vinna leiki gegn liðum í neðri hlutanum, í það minnsta ekki að tapa fyrir þeim. Í raun eru þrír leikir sem má segja að séu vonbrigði hjá IBV í sumar. Strax í 2. umferð tapaði liðið gegn Fylki á heimavelli en Eyjamenn voru ekki enn búnir að ná takti enda þurfti Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins að breyta áherslum eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson fór frá ÍBV skömmu áður en mótið hófst. Leikurinn gegn Þór á Akureyri olli líka vonbrigðum en leiknum lyktaði með 2:1 sigri Þórs, sem hefur verið í botnbaráttunni í sumar. Svo er það leikurinn gegn Grindavík sem tapaðist 2:0. 

Þegar  nálgast Þjóðhátíð

Umræða um Þjóðhátíð er árviss. Ýmist er hún jákvæð eða neikvæð, flestir vilja henni vel, en með misjöfnu móti. Hlynur  Guðlaugsson skrifað grein í Eyjafréttir  þar sem hann var ekki sáttur við valið á Þjóðhátíðarlaginu í ár né ýmsum breytingum sem honum líkar ekki.

„Í vegabréfinu mínu stendur að fæðingarstaður minn sé Vestmannaeyjar og því fylgir kveðinn kaleikur, heiður og ábyrgð. Ástæðan fyrir þessum greinarskrifum mínum er Þjóðhátíð Vestmannaeyja en mikil umræða hefur farið fram í fjölmiðlum og í orðum á milli fólks um þessa frábæru hátíð sem skipar stóran sess í hjörtum okkar margra. Þegar hið nýja þjóðhátíðarlag Páls Óskars var gert opinbert held ég að margir hafi spurt sig hvar þessi hátíð sé stödd og hvert hún sé að fara? Um lagið sem slíkt hef ég ekkert slæmt að segja, né um listamanninn sjálfan sem ég tel vera frábæran. En ég spyr mig hins vegar um vettvanginn sem þetta lag á að þjóna og út frá því ákvað ég að setjast niður og skrifa nokkur orð. Fyrir mörgum er Þjóðhátíð Vestmannaeyja órjúfanlegur þáttur af tilverunni. Rómatíkin sem hefur fylgt þjóðhátíð er hægt og rólega að hverfa fyrir poppmenningu og vörumerkjavæðingu stórfyrirtækja á kostnað hefða og gamalla siða í Dalnum. Eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja, en að mínu áliti þarf að staldra aðeins við. Ég og margir deila þeirri skoðun að þjóðhátíð sé að verða meira fyrir aðkomufólk en sjálfa Vestmannaeyinga. Sjálfur hef ég sótt ófáar þjóðhátíðir. Bæði sem barn og sem fullorðinn einstaklingur og fundist Sjálfur er ég ekki á móti breytingum, og þróun svo það sé á hreinu. Það þarf hins vegar að vanda til verks og muna, að hafa þessa hátíð í hjarta, ekki í formi auglýsingagróða og gosdrykkjamerkja sem lýsa upp brekkurnar í dalnum. Ég bíð bara eftir að götur hvítu tjaldanna verði nefndar í höfuðið á gosdrykkjum eða snakki. Hver vill tjalda á Pepsíbraut eða í Doritossundi? Fólk hefur einnig haft það á orði að goslokahátíðin sé að fara í sama farið en tökum þá umræðu seinna.

Vestmannaeyjar hafa þann ótrúlega möguleika, í því ástandi sem ríkir í dag, að verða einn besti besti staður á Islandi til að búa á ef rétt er haldið á spilunum. Sama á við um þjóðhátíðina. Sjálfum finnst mér ekkert að því að vera nett þjóðernissinnaður Vestmannaeyingur. Sérstaðan felst í þeim stað sem Vestmannaeyjar eru og í fólkinu sem þar býr. Þjóðhátíð er skemmtileg vegna þess að Eyjamenn gera hana skemmtilega og þetta get ég sagt hlutlaust og refjalaust því að hluta til er ég sjálfur AKP. Hinvegar er ég alinn upp við gildi, hefðir og sögur Eyjanna í gegnum foreldra mína, afa og ömmu og tel mig vera mikinn Eyjamann þrátt fyrir hafa lítinn tíma á eyjunni fögru. Að endingu vil ég þakka öllum Vestmannaeyjingum fyrir að vera frábærir hver á sinn hátt og hlakka ég til að sjá ykkur í Dalnum. Munum að hafa Þjóðhátíð á vestmanneyskum gildum sem allir geta notið. Stöndum ekki í þeim sporum eftir nokkur ár og spyrjum, „hvað varð um lundann"?

Vestmannaeyingar eru viðkvæmir fyrir allri gagnrýni á Þjóðhátíðina sína. Magnús Sigurðsson svaraði grein Hlyns í næsta blaði á eftir:

„Ástæða þess að ég set þessa punkta á blað er að ég get ekki lengur orða bundist og svara þeim sem gagnrýna Þjóðhátíð og þá aðila sem standa að Þjóðhátíð. Eftir að hafa lesið grein Hlyns Guðlaugssonar í síðustu Fréttum, þá langar mig að fara yfir nokkur atriði sem snúa að Þjóðhátíð Vestmannaeyja og ÍBV íþróttafélagi. „Hlynur spyr, hvar þessi hátíð sé stödd og hvert hún sé að fara? Einnig segir Hlynur „að rómatfkin sem hefur fylgt Þjóðhátíð er hægt og rólega að hverfa fyrir poppmenningu og vörumerkjavæðingu stórfyrirtækja á kostnað hefða og gamalla siða í Dalnum." Eg held að Þjóðhátíðin síðustu ár hafi gengið vel, Þjóðhátíðarnefnd og starfshópur á vegum bæjarins hafa unnið gott verk og leyst mörg verkefni sem snúna að Þjóðhátíð. Hvað varðar hið nýja Þjóðhátíðarlag Páls Óskars, þá man ég ekki eftir öðru en að einhver umræða fari að stað um Þjóðhátíðarlagið á hverju ári. Einhverjum finnst lagið gott og öðrum ekki. Þannig er það bara og mun alltaf verða. Það hafa ekki allir sama smekkinn. Hlynur talar um að rómantfkin sem fylgt hefur Þjóðhátíð sé að hverfa, það eru hans orð. Þjóðhátíð Vestmanneyja hefur vaxið síðustu ár og hefur hátíðin orðið betri ár frá ári. Alltaf er verið að reyna bæta hátíðina og hefur það gengið vel. Alla dagana er vönduð barnadagskrá þar sem foreldrar koma með börnin sín og í tjöldunum hittast fjölskyldurnar og hafa gaman. Það hefur sýnt sig síðustu ár hvað mikill fjöldi fólks leggur leið sína í Dalinn uppábúin í sínu fínasta pússi. Mér finnst þetta eins og að vera í útilegu, að fara í tjaldið og snæða saman. A kvölddagskrá er reynt að koma á móts við sem flesta með landsliði skemmtikrafta. Ég átta mig ekki á hvaða hefðir og siðir á Þjóðhátíð hafa horfið sem Hlynur nefnir, en ég veit að Þjóðhátíðarnefnd reynir að halda í gamlar hefðir. Hins vegar er nauðsynlegt að reyna að bæta og breyta Þjóðhátíðinni ef mönnum finnst það til batnaðar. Hlynur segir einnig: -Ég og margir deila þeirri skoðun að Þjóðhátíð sé að verða meira fyrir aðkomufólk en sjálfa Vestmannaeyinga. Ég bíð bara eftir að götur hvítu tjaldanna verði nefndar í höfuðið á gosdrykkjum eða snakki. Hver vill tjalda á Pepsí- braut eða í Doritossundi? Ég er þessu algjörlega ósammála að Þjóðhátíð sé að verða meira fyrir aðkomufólk en sjálfa Vestmannaeyinga. Það er greinilegt að Hlynur hefur ekki fylgst með því sem gert hefur verið í Herjólfsdal síðustu ár. Aðstaðan hefur verið stórlega bætt og má þar nefna að svæðið undir hvítu tjöldin hafa verið jafnað út og lagað, sem hefur leitt til þess að hvítu tjöldin hafa aldrei verið fleiri. Það segir mér að Vestmannaeyingum sé frekar að fjölga á síðustu hátíðum heldur en að þeim sé að fækka. Einnig hefur klósettaðstaða verið bætt og sér klósett sett upp fyrir fatlaða. Þetta þýðir að gestir Þjóðhátíðar geta farið á snyrtileg klósett sem eru þrifin allan daginn. Eldra fólk, þ.e. ömmur okkar og afar þurfa ekki lengur að fara heim til sín á salerni og hafa veigrað sér við að fara í Dalinn af þessum ástæðum. Ég veit að Þjóðhátíðarnefnd er alltaf að huga að breytingum sem bæta aðstöðu Vestmannaeyinga og annarra gesta á Þjóðhátíð. Eg er ekki að bíða eftir að götuheitunum verði breytt og ég held að það sé ekki á dagskrá. Þú nefnir að þær munu heita eftir einhverjum vörumerkjum. Þjóðhátíð Vestmanneyja er aðdráttarafl fyrir mörg fyrirtæki og er það gott. Fyrirtækin vilja tengjast Þjóðhátíð og vera nefnd á nafn á sama tíma og talað er um Þjóðhátíð. Ábati Þjóðhátíðar fer í að reka yngra starf ÍBV-íþróttafélags sem leiðir til þess að foreldrar barna í Vestmannaeyjum hafa hag af því að Þjóðhátíð gangi vel fyrir sig. Það hefur sýnt sig enn betur sl. tvö ár með minni kostnaði foreldra sem og sú staðreynd að hér í Eyjum eru einhver lægstu æfingagjöld barna á landinu. Því er eðlilegt að ÍBV geti selt auglýsingar til fyrirtækja sem vilja styrkja félagið. Þjóðhátíð Vestmannaeyja er hátíð Vestmannaeyinga og þeirra gesta sem vilja heimsækja okkur. Án þeirra gesta sem koma til Eyja á Þjóðhátíð væri Þjóðhátíðin ekki það sem hún er í dag, það er staðreynd. Okkar sameiginlega markmið er að hlúa að þeim gildum sem Þjóðhátíðin byggir á og um leið að sjá til þess að hún verði sem áður eftirsóknarverð.

Vill aukna Vestmannaeyingu á Þjóðhátíð

Tryggvi Hjaltason lagði líka til málanna varðandi  Þjóðhátíðina:

Það eru nokkur málefni sem allir hafa skoðun á í Vestmannaeyjum. Þjóðhátíð Vestmannaeyja er slíkt málefni og fjallar þruma vikunnar að sjálfsögðu um hana. Eg veit ekki á hvaða tímapunkti Þjóðhátíðin fór að verða hátíð aðkomumanna að meirihluta, þ.e. hvenær fjöldi þeirra varð meiri en fjöldi heimamanna en það er lfklega hægt að segja að þá hafi hafist einskonar iðnvæðing hátíðarinnar. Það eru kannski ekki allir jafnsáttir með slíka þróun, en hún er í sjálfu sér eðlileg, þ.e.a.s. að á meðan fjöldi aðkomumanna er meiri en heimamanna þá fara þættir eins og innkoma og tekjur að skipta meira máli. Einhverstaðar heyrði ég þá tölu að Þjóðhátfðin dragi 600 til 1000 milljónir króna í kassann fyrir Vestmannaeyjar. Ef við gefum okkur að 10 þúsund manns mæti á eyjuna í að meðaltali fjóra daga þá þýðir það að hver einstaklingur eyðir að meðaltali 60 til 100 þúsund krónum eða 15 til 25 þúsund krónum á dag. Þannig að tölurnar gætu vissulega verið nálægt þessu og jafnvel hærri. Með það í huga þá er það að sjálfsögðu ljóst að þetta er gífurleg innspýting af fjármagni inn í hagkerfi sem telur ekki nema um 4200 manns. Þjóðhátíðin hefur markað sér ákveðin sess vegna þess að hún er einstök og öðruvísi en aðrar skemmtanir. Sjarmi hennar er að miklu leyti fólginn í því að hún þróaðist upphaflega sem eingöngu Vestmannaeysk hátíð og varð þar af leiðandi mjög sérstæð. Fimmtudagsþruman ætlar þess vegna að velta fram nokkrum hugmyndum um hvernig hægt væri að efla „Vestmannaeyskuna" í Þjóðhá- tíðinni. Aður en ég byrja vil ég að það sé kristalskýrt að ég ber mikla virðingu fyrir starfi ÍBV og þeirra sem standa að þessari glæsilegu hátíð. Þær áskoranir sem hafa staðið frammi fyrir skipuleggjendum hátíðarinnar undanfarin ár hafa verið miklar og erfiðar og tel ég þá sem þar hafa að komið hafa staðið sig með stakri prýði. Þrjár hugmyndir um aukna „Vestmannaeyingu" Þjóðhátíðarinnar: Höfum fleiri keppnir í Dalnum t.d. á daginn. Mér fínnst að Þjóðhátíðin eigi að vera vettvangur til að útkljá áskoranir eða deilumál sem hafa jafnvel safnast upp yfir árið. Hér væri hægt að koma upp einhverskonar áskorunarsvæði sem gæti t.d. verið á grassvæðinu fyrir neðan brennuna. Þar gætu fjölskyldur tekist á í reiptogi, Þórarar keppt gegn Týrurum í magaskriði eða Vinir Ketils Bónda keppt gegn Fyrirmyndarbflstjórafélaginu í leðjuglímu svo dæmi séu nefnd. Það verði haldin undankeppni í Vestmannaeyjum þar sem keppt er um Þjóðhátíðarlagið þannig að Vestmannaeyingar fái að velja lagið og keppa um að fá að flytja það. Þetta gæti verið stökkpallur fyrir Vestmanneyska tónlistarmenn. Með þessu móti væri einnig hægt að minnka líkurnar á því að þjóðhátíðarlagið verði klúbbalag með textalínu eins og „nú kemur bassinn, hristu á þér rassinn, La Dolce Vita!"

Látum Vestmannaeyinga sýna listir sínar. Hér áður fyrr var bjargsig, klifur og fleira sýnt. I árferði nútímans væri t.d. hægt að hafa keppni hver getur keyrt jeppanum sínum hæst í Dalbrekkuna, þó það gæti reyndar orðið erfitt að fá umhverfisvottun fyrir því, en þá er bara að láta hugmyndaflugið ráða. Mögulega væri hægt að hafa sigkeppni t.d. hverjir væru fljótastir að síga niður eða jafnvel sýningu í trampólín rennibrautinni, hvernig maður verkar hákarl eða bara að koma aftur með bjargklifrið. Annars hef ég minnstar áhyggjur af því að það verði skortur á góðum hugmyndum ef Vestmannaeyingar ætla yfir höfuð að hrista upp í þessu.

Niðurstaða: Ég er alltaf að baula um Þjóðhátíðina en mæti aldrei í Dalinn til að hjálpa.

Verkefni Þjóðhátíðarnefndar ekki að sjá um matarsölu

Bergur Sigmundsson hafði ýmislegt við þjóðhátíðarhaldið að athuga, hann skrifaði líka grein í Eyjafréttir:

„Mig og aðra veitinga- og verslunarmenn hér í bæ rak í rogastans er við heyrðum að gerður hefði verið samningur við fyrirtæki sem heitir Hamborgarafabrikkan um veitingasölu í Herjólfsdal á þjóðhátíð án útboðs, án vitneskju þeirra aðila sem sem hefðu verið tilbúnir að borga vel fyrir slíka aðstöðu á þjóðhátíð með besta sölubásinn í Dalnum. Slíkur samningur hefði að mínu mati átt að vera boðinn út og seldur hæstbjóðanda en eftir þessa gjörð er spurning um hver fékk hvað og hvað mikið en það var ekki gert. Þá hlýt ég að spyrja af hverju þetta fyrirtæki en ekki 900 Grill, Maggi á Kletti, Skýlið, Kári Fúsa og allir hinir fengu ekki? Svo kom klént svar frá Palla Scheving. -Við höfum haft af því rniklar áhyggjur undanfarin ár að það þurfi að fæða þessa gesti og þessvegna var þessi kostur valinn. Þvílíkt BULLSHITT. Verkefni Þjóðhátíðarnefndar er ekki að sjá um matarsölu elsku Palli minn, ykkar verkefhi er að sjá um að Þjóðhátið sé haldin með pompi og pragt, sjá um allt skipulag, gæslu, samstarf við alla þá aðila sem koma að öryggismálum ásamt öllum þeim aðilum sem til þarf til þess að þetta gangi eins snuðrulaust og hægt er. Ykkar er ekki að hafa áhyggjur af því að okkar velkomnu Þjóðhátíðargestir séu að drepast úr hungri vegna þes að við veitingamenn í Vestmannnaeyjum stöndum okkur illa. í örlitlu framhjáhlaupi, þá hef ég töluvert mikla reynslu í því að taka á móti þjóðhátíðargestum og geri því mínar ráðstafanir sem henta og svo er einnig um mína traustu viðskiftavini. Þess vegna virkar þetta á mig eins og okkur veitingamönnum í Vestmannaeyjum sé ekki treystandi til þess að taka á móti þessum gestum og og þjónusta þá. Betra sé að hafa varaforðabúr í Dalnum sem sé í stakk búið til þess að koma í veg fyrir að þjóðhátiðagestir þurfi að leita eftir veitingum hjá þeim styrktaraðilum ÍBV sem hafa haldið ÍBV á floti undanfarin undanfarin 50 ár. Hitt er svo önnur hlið á þessu Hamborgarafabrikkufokki sem er, hvers vegna á það fyrirtæki sem hefði haft hug á að bjóða í slíka aðstöðu að styrkja starf ÍBV sem það hefur annars gert ósvikið undanfarin ár? Nei, Hamborgarafabrikkan hlýtur að sjá um þá hlið mála af rausnarskap. Ekki reyna að segja að þetta hafi verið eitthvað af eftirfarandi: Nauðsynlegt, óumflýjanlegt, óskiljanlegt klúður eða eitthvað álíka. Það er nefnilega ekki málið, þið eruð á villugötum, glampinn í augum af 22.000 gestum, ekki nema 14.332 armbönd til. Auglýsingum svo sannarlega beint að ákveðnum aldurshópi með því að láta yfirdiskó- kall Islands semja Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja. Þvflík niðurlæging, þvflík auglýsingamennska og auglýsing. Hvernig fólk viljið þið á Þjóðhátíð? Allir Íslendingar hafa öfundað okkur Vestmannaeyinga af því hvernig við höfum haldið okkar Þjóðhátíð, hvers vegna? Það er ekki vegna, þess að við gáfum öllum Lunda, ekki vegna þess að við gáfum öllum sem keyptu miða armband, nei í þjóðarsálinni lifa þessu ógleymanlegu lög Ása og Oddgeirs ekki glysdiskó Páls eða Lífið er Yndislegt sem er 2007 lag og allir í flottum fíling.

Aftur á beinu brautina

Eyjamenn komust aftur á beinu brautina eftir sigur á Fram á útivelli rétt fyrir Þjóðhátíð en lokatölur urðu 0:2. ÍBV hefur oftar en ekki gengið illa gegn Fram á Laugardalsvellinum síðustu ár og sigurinn því afar kærkominn. Mörkin gerðu þeir Andri Ólafsson, úr vítaspyrnu sem Tryggvi Guðmundsson hafði fiskað laglega og Þórarinn Ingi Valdimarsson. Mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum.

Tap í Mosó

ÍBV er trúlega úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir naumt tap gegn Aftureldingu á útivelli. Eftir 11. umferðina munar heilum tíu stigum á ÍBV og Stjörnunni, sem er í efsta sæti. Lokatölur leiksins í Mosfellsbæ urðu 2:1.

Og svo kom Þjóðhátíð

„Þjóðhátíð á hverju ári er líklega sá viðburður sem á sér hvað dýpstar rætur í sál Eyjamanna, þ.e. viðburður tengdur menningu og skemmtun. Því eru allar breytingar á framkvæmd hátíð- arinnar, sem á sér næstum 140 ára sögu, viðkvæmar og á þeim hafa flestir skoðun.  Nýja sviðið gefur áður óþekkta möguleika á skemmtiatriðum og tónleikahaldi, til viðbótar við öll þau verðmætu gildi sem Eyjamenn hafa varðveitt í gegnum tíðina og gert Þjóðhátíðina að þeim viðburði sem hún er í dag. Sviðið, auk bættra samgangna, gefur samfélaginu enn frekari tækifæri á því að skapa nýja viðburði á svæðinu fyrir utan Þjóðhátíðina og þannig tryggt enn frekar undirstöður samfélagsins í Eyjum.

Þó heldur meira hafí blásið og rignt hafi á köflum á Þjóðhátíðinni í ár kom í ljós að fólk í dag kann að klæða sig og veit að á öllu er von þegar íslensk veðrátta er annars vegar. Það er sem sagt búið að finna upp bæði regngalla og vaðstígvél og unga fólkið veit til hvers á að nota þennan búnað auk þess sem lopapeysan er nauðsynleg þegar haldið er á útihátíð. Þetta sýndi sig á hátíðinni í ár þar sem gestir fengu að kynnast veðri í allri sinni fjölbreytni en brennan var á sínum stað, flugeldasýningin og Brekkusöngurinn líka þar sem 11.000 til 12.000 tóku undir með Árna Johnsen, Sæþóri Vídó og Jarli Sigurgeirssyni. Nýtt svið, sem Árni vill kalla Herjólfshöllina, var vígt og gjörbreytir það allri aðstöðu til tónleikahalds með tækjabúnaði sem er með því besta sem þekkist.

„Ég er mjög sáttur við fjöldann, sérstaklega í ljósi þess að það var væta var í kortunum. Þrátt fyrir það fengum við þennan fjölda sem sýnir það traust sem þjóðhátíð nýtur. Við áttum von á fleira fólki en það er eðlilegt að einhverjir hætti við þegar spáir rigningu alla helgina og ekki beint spennandi að liggja í tjaldi við golfvöllinn. Við teljum að það hafi verið á milli 13.000 og 14.000 manns á sunnudeginum og er hátíðin í ár þriðja stærsta hátíð frá upphafi og afkoman hagstæð fyrir félagið," sagði Páll Scheving formaður þjóðhátíðarnefndar þegar hann var spurður út í hátíðina í  Eyjafréttum „Við erum sáttir við framkvæmdina og það er jákvætt að nú kemur fram að við erum vel í stakk búin til að taka við svo miklum mannfjölda þó svo veðrið sé misjafnt. Það neikvæða er, að alltaf er eitthvað um að misindismenn geri árásir á konur á hátíðinni. Fimm tilvik hafa komið á borð neyðarmóttökunnar á Landspítalanum. Þar af hafa tvö kynferðisbrot verið kærð til lögreglu. Við höfum upplýsingar um þrjú þessara tilvika. Þar af átti eitt sér stað á salerni í Herjólfsdal, annað í heimahúsi og þriðja á skemmtistað í bænum. Ég hef ekki frekari upplýsingar um hin tvö tilvikin. Þetta er skuggahliðin og við verðum að fara yfir hvað er til ráða og hvernig við getum varist þessum brengluðu einstaklingum betur. Ég vil láta athuga hvort mögulegt er að setja upp eftirlitsmyndavélar því við verðum að gera allt sem við getum til að verja alla gesti Þjóð- hátíðar. Þær myndu líka hjálpa lögreglu við að upplýsa mál," sagði Páll sem var ánægður með hvernig til tókst með dagskrá þjóðhátíðar þar sem allir gátu fundi eitthvað við sitt hæfi.

Umræða á villigötum

Eygló Harðardóttir lagði orð í belg um síbylju í sumum fjölmiðlum um Þjóðhátíðina.

„Mér finnst þó umræðan vera á nokkrum villigötum þegar gagnrýnin í fjölmiðlum er fyrst og fremst farin að snúa að mótshöldurum. Það voru ekki nefndarmenn í þjóðhátíðarnefnd sem nauðguðu. Það voru ekki gæslumenn í Herjólfsdal sem nauðguðu," segir Eygló Harðardóttir, alþingismaður í ágætri grein. Og hún heldur áfram: „Það voru brenglaðir einstaklingar sem tóku ákvörðun um að nei væri ekki nei og að þeirra vilji skipti meira máli en fórnarlambsins. Að þeirra væri valdið til að niðurlægja og misnota aðra manneskju kynferðislega. Ábyrgðin á nauðgun er alltaf þess sem nauðgar. Það er satt að ákveðnar aðstæður gefa þessum brengluðu einstaklingum frekar tækifæri til að ráðast á fórnarlömb sín. Er lausnin þá að hætta að bjóða upp á þær aðstæður? Eigum við að banna útihátíðir? Samkvæmt Stígamótum voru fjórtán tilvik skráð hjá samtökunum á útihátíðum í fyrra. Eigum við þar með að loka öllum skemmtistöðum? Samkvæmt Stígamótum voru tíu brot af þessu tagi framin á eða við skemmtistaði í fyrra. Á að banna fólki að vera utandyra?

Samkvæmt Stígamótum voru 32 kynferðisafbrot framin af þessu tagi utandyra í fyrra. Heildarfjöldi mála hjá Stígamótum vegna kynferðisafbrota; sifjaspella, vændis og nauðgana í fyrra var 350. Hvert og eitt þeirra alvarlegt, erfitt og sorglegt. En eigum við að leysa þau með að hætta með útihátíðir."

Svekkjandi tap gegn Val

Stuðningsmenn ÍBV urðu fyrir miklum vonbriðum með leik liðsins gegn Val í Pepsídeild karla. Liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar en sigur hefði komið ÍBV í góða stöðu í toppbaráttunni. En leikmenn ÍBV geta talist heppnir að hafa náð jafntefli því þrátt fyrir að hafa komist yfir, þá voru það Valsmenn sem voru miklu betri í leiknum. Mark ÍBV gerði Ian Jeffs. Leikur ÍBV liðsins var ekki síst svekkjandi í ljósi þess að liðið lék glimrandi vel í leiknum þar á undan, á útivelli gegn Fylki, þar sem Eyjamenn sundurspiluðu Árbæinga í Árbænum. í leiknum gegn Val voru flestir leikmenn IBV aðeins skugginn af sjálfum sér, andlausir og baráttulitlir.

Aftur í 3ja sætið

Kvennalið IBV lagði Þrótt að velli  með sannfærandi hætti en lokatölur urðu 0:5 fyrir ÍBV. Leikurinn fór fram á heimavelli Þróttara, Valbjarnarvelli í Laugardalnum en staðan í hálfleik var 0:2 fyrir ÍBV. Með sigrinum náði ÍBV aftur þriðja sæti deildarinnar.

Unnu meistaradeildina

Um síðustu helgi tók 5. flokkur ÍBV þátt í Meistaradeild Olís á Selfossi. Strákarnir í A-liðinu gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið. Meistaradeildin fer þannig fram að liðunum er skipt í tvo riðla þar sem allir keppa við alla. Það lið sem er með flest stig í hvorum riðli fyrir sig, telst Meistaradeildarmeistari Olís. Fimmtán félög sendu lið til keppni en með ÍBV í B-riðli voru KR, FH, Keflavfk, Álftanes og KA. Eyjapeyjar unnu alla leiki sína nema einn og enduðu í efsta sæti riðilsins og fengu þar með gullverðlaun í mótinu. E-liðið gaf A-liðinu lítið eftir, vann einnig sinn riðil í mótinu. Bliðið endaði svo í fjórða sæti í sínum riðli, C-liðið í fimmta, D-liðið í sjötta og F-liðið í sjöunda sæti.

2. flokkur

Mörg ár eru síðan ÍBV hefur teflt fram jafn sterkum öðrum flokki og nú enda hefur ÍBV verið í C-deild síðustu ár. Strákarnir unnu sig upp úr neðstu deildinni í fyrra og eiga góða möguleika á að komast upp í A-deild því ÍBV er í öðru sæti með 27 stig eftir 12 leiki. Fram er efst með 29 stig eftir 13 leiki en Fylkir er í þriðja sæti með 26 stig eftir 13 leiki og Stjaman í því fjórða með 25 stig eftir tólf leiki. Það stefnir því í spennandi baráttu um tvö laus sæti í A-deild en alls leika liðin 18 leiki.

Markmiðið

ÍBV náði  fjögurra stiga forystu á Þór/KA í baráttunni um þriðja sæti Pepsídeildar kvenna með því að leggja KR að velli 4:0. Allt bendir til þess að Stjarnan muni verða Íslandsmeistari og Valur siglir nokkuð lygnan sjó í öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir þótt ekki megi útiloka neitt ennþá. Markmið sumarsins var einmitt að ná þriðja sætinu og nú er það undir leikmönnum ÍBV komið hvort það gangi eftir. 

Við toppinn

Eyjamenn settu aukna pressu á nýkrýnda bikarmeistara KR þegar ÍBV lagði Breiðablik að velli 2-1,  í Kópavogi. KR-ingar eru sem fyrr á toppi deildarinnar en munurinn er nú kominn í eitt stig því ÍBV er í öðru sæti með 29 stig en KR með 30. Leikurinn gegn Breiðabliki var ágætur af hálfu ÍBV.  Blikar fengu nokkur marktækifæri en það fékk ÍBV líka. Kelvin Mellor skoraði gull af marki þegar hann þrumaði boltanum í netið af um 20 metra færi á 15. mfnútu en Blikar jöfnuðu átta mínútum síðar eftir skyndisókn. Í síðari hálfleik voru Eyjamenn mun sterkari, Ian Jeffs og Tryggvi Guðmundsson fengu báðir færi sem þeir hefðu skorað úr í 9 af hverjum 10 skiptum áður en Jeffs kom boltanum í netið á 59. mínútu. Það sem eftir lifði leiks lögðu Eyjamenn áherslu á að halda fengnum hlut.

Elliði útilokar ekki aðkomu bæjarins á sviðinu í Herjólfsdal.

„Í þessum orðum mínum felast hugrenningar um það hvort það sé ekki æskilegt að Vestmannaeyjabær hafi einhvers konar aðkomu að mannvirkinu. Við eigum jú öll Dalinn saman," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri þegar hann var spurður í  Eyjafréttum um hugsanlega aðkomu bæjarins að byggingu stóra sviðsins í Herjólfsdal. Í Eyjafréttum eftir þjóðhátíð sagði Elliði ekki óeðlilegt að þetta yrði skoðað. „Það er mikilvægt fyrir samfélagið að þau þjónustumannvirki sem geta nýst allt árið séu ekki í þannig einkaeigu að enginn geti nýtt þau nema eigandinn. Slíkt myndi hreinlega takmarka nýtingamöguleika á Dalnum. Við höfum fundið fyrir ríkum vilja tónlistarmanna og tónleikahaldara til að nota þetta mannvirki sem er einstakt hér á landi og umhverfi þess einstakt á heimsvísu. Þessi mál eru hins vegar eingöngu til skoðunar og ég á von á að það komist einhver hreyfing á þessar vangaveltur nú í haust," sagði Elliði.

2. flokkur

Strákarnir í öðrum flokki léku gegn Haukum í undanúrslitum bikarkeppninnar en leikurinn fór fram í Hafnarfirði. Haukar eru efstir í C-deild á meðan ÍBV er á toppi B-deildar Íslandsmótsins en það skiptir engu máli í bikarkeppninni. Enda kom á daginn að Haukar höfðu betur, skoruðu eina mark leiksins á 77. mínútu og eru því komnir í úrslitaleik bikarkeppninnar en Eyjapeyjar sitja eftir með sárt ennið.

Yngri flokkarnir

Yngri flokkar ÍBV hafa verið að standa sig ágætlega í sumar. Í fyrsta sinn teflir ÍBV fram sameiginlegu liði með KFR og virðist samstarfið skila góðum árangri.

Annar flokkur karla hefur staðið sig vonum framar í sumar. Flokkurinn hefur síðustu ár verið í C-deild en vann sig upp í B-deild síðasta sumar. Á fyrsta ári sínu í B-deild hefur liðið hins vegar blómstrað og er í harðri toppbaráttu. Eyjapeyjar unnu Leikni á Þórsvellinum 1:0 en mark ÍBV gerði Aaron Spear. ÍBV er sem stendur í efsta sæti B riðils með 33 stig. Í 2. flokki eru nokkrir leikmenn sem eru farnir að leika reglulega með meistaraflokki þannig að efniviðurinn er svo sannarlega fyrir hendi.

Anniar flokkur kvenna leikur einnig í B-riðli og er í öðru sæti deildarinnar. Keflavík hefur nokkra yfirburði og er þegar búið að tryggja sér sigur í deildinni. Tvö lið fara upp en þegar ÍBV hefur leikið 13 af 14 leikjum sínum er liðið með 19 stig.  ÍBV verður að treysta á að önnur lið misstígi sig til að komast upp í A-deild. Nú síðast tapaði ÍBV fyrir Sindra á Hornafirði 4:1.

Staðan hjá þriðja flokki karla er ansi áhugaverð. Flokkurinn er í B-riðli og er í næstneðsta sæti deildarinnar með 15 stig þegar aðeins einn leikur er eftir. ÍBV er því í fallsæti. Eyjapeyjar unnu góðan sigur á KR um helgina 3:1. B-liðið tapaði hins vegar gegn KR 0-4 en strákarnir eru í næstneðsta sæti riðilsins og eiga aðeins eftir að leika gegn IR, sem er langneðst.

Þriðji flokkur kvenna vann stórsigur á Aftureldingu 9:0, þar áður unnu stelpurnar Víking 7:3. ÍBV er langefst í 2. riðli B-deildar og spilar því í úrslitakeppni um tvö laus sæti í A-deild.  Tvö lið komast upp en þau tvö lið vinna sér um leið sæti í úrslitum fslandsmótsins í ár og geta því orðið Íslandsmeistarar, þrátt fyrir að spila í B-deild.

Eyjamenn gefa ekkert eftir

Eyjamenn eru ekkert á þeim buxunum að gefa eftir í toppbaráttu Pepsídeildar karla. ÍBV gerði  jafntefli gegn KR á útivelli í frestuðum leik frá því í 9. umferð deildarinnar og lagði svo Víkinga að velli í Víkinni. Eyjamenn elta því KR-inga eins og skugginn, eru tveimur stigum á eftir þeim svarthvítu. Leikurinn gegn KR var hin ágætasta skemmtun þótt hvorugt liðið hafi náð sér á strik. Það er í raun eðlilegt að hvorugt liðið taki mikla áhættu þegar svo mikið er undir enda hefði tap gegn KR þýtt að þeir væru komnir með aðra hönd á bikar en ef ÍBV hefði unnið, hefðu Eyjamenn tyllt sér á toppinn. Jafntefli voru því alltaf líkleg úrslit þótt lengi vel hafi litið út fyrir að KR-ingar væru að klára mótið. En jöfnunarmark Aaron Spear í uppbótartíma, eftir laglegan undirbúning Arnórs Eyvars Ólafssonar og Kjartans Guðjónssonar færðu Eyjamönnum mikilvægt stig.

KR-ingar komust í tvígang yfir en Tryggvi Guðmundsson jafnaði metin með einu af glæsilegustu mörkum sumarsins, beint úr aukaspyrnu og upp í markvinkilinn. Margir stuðningsmenn ÍBV höfðu meiri áhyggjur af leiknum gegn Víkingum enda eru þeir í mikilli fallbaráttu og mega varla við því að tapa fleiri stigum. En Tryggvi Guðmundsson sýndi hversu sterkur leikmaður hann er með því að koma ÍBV í 2:0 og leggja upp þriðja markið fyrir Ian Jeffs. Víkingar löguðu svo stöðuna aðeins undir lokin og lokatölur 1:3.

Tryggðu sér þriðja sætið

Kvennalið ÍBV tryggði sér þriðja sæti Pepsídeildar kvenna þegar liðið tók á móti Fylki. Fyrir leikinn var ÍBV í þriðja sæti en bæði Þór/KA og Fylkir áttu möguleika á að komast upp fyrir ÍBV Bæði lið voru fjórum stigum á eftir ÍBV þegar tveir leikir voru eftir og því ljóst að sigur myndi tryggja ÍBV bronsið í Íslandsmótinu. Lokatölur urðu 2:0 en mörkin komu sitt í hvorum hálfleiknum. Eyjastúlkur voru sterkari í fyrri hálfleik en þeim gekk hins vegar illa að koma boltanum í netið. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom boltanum í netið eftir undirbúning Vesnu Smiljkovic. Vesna var svo sjálf á ferðinni um miðjan síðari hálfleik þegar hún nýtti sér varnarmistök Árbæinga og skoraði annað mark ÍBV. Þriðja sætið er frábær árangur, ekki síst í ljósi þess að ÍBV er nýliði í Pepsídeildinni. Liðið fór einstaklega vel af stað í Íslandsmótinu, vann fyrstu fjóra leikina, m.a. Þór/KA á Akureyri 0:5. Um mitt mótið dalaði liðið örlítið en náði sér svo aftur á strik undir lokin og tryggði sér þriðja sætið. Kvennalið ÍBV hefur tvívegis endað í öðru sæti, 2003 og 2004 og tvívegis í þriðja sæti, 2001 og 2005 en þá voru aðeins átta lið í deildinni. „Ég er mjög hamingjusamur. Þetta er fallegur dagur fyrir okkur Eyjamenn," sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari, eftir leikinn.

Vel heppnuð æfingaferð handboltans

Karlalið ÍBV í handbolta fór í æfingaferð til Spánar í byrjun september, nánar tiltekið til Torrevieja, stutt frá Alicante sem Íslendingar ættu að kannast vel við. Síðustu tvö ár hefur ÍBV farið í æfingaferð til Danmerkur en ferðin nú var mun ódýrari að sögn Arnars Péturssonar, þjálfara ÍBV „Þetta er í fyrsta skipti sem við förum til Spánar en síðustu tvö ár höfum við spilað á æfingamóti í Alaborg. Við ákváðum hins vegar að prófa eitthvað nýtt og fara aðeins í sólina. Við nýttum okkur einnig þau sambönd sem Ámi Stefánsson hefur þama suðurfrá en hann vann þama í heilt ár og þekkir því vel til ferðaþjónustuaðila þama á Spání. Þegar upp var staðið var ferðin mun ódýrari en að fara til Danmerkur." Arnar segir að aðbúnaður liðsins hafi verið mjög góður. „Við æfðum þama við toppaðstæður en kepptum ekkert. Markmið ferðarinnar var að æfa eins vel og við gátum og flesta dagana var æft tvisvar á dag. Alls fóru 27 í þessa ferð, þar af 23 leikmenn úr bæði meistara- og öðrum flokki."

2. flokkur tapaði

Annar flokkur karla tapaði fyrir Fylki í Árbænum, 3:1. Guðni Freyr Sigurðsson skoraði mark ÍBV á lokamínútunum en Eyjapeyjar eru í þriggja liða baráttu um tvö laus sæti í Adeild. Fram er í bestu stöðunni en þeir eru efstir með 38 stig, Stjarnan er í öðru sæti með 35 stig og ÍBV í því þriðja með 34 þegar tvær umferðir eru eftir. 

Komnir í efsta sætið og Heimir hættir

Nú styttist í að úrslit Íslandsmótsins í karlafótboltanum ráðist. Eyjamenn náðu efsta sætinu með góðum sigri á Þór frá Akureyri, 3:1 en Aaron Spear gerði tvö mörk og Andri Ólafsson eitt.

Strax eftir leik ÍBV og Þórs kvisaðist út að Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs ÍBV síðustu ár, myndi hætta þjálfun liðsins eftir tímabilið. Orðrómurinn var svo staðfestur með tilkynningu frá ÍBV-íþróttafélagi en þar var jafnframt greint frá því að búið væri að ráða nýjan þjálfara, Magnús nokkurn Gylfason. Magnús er alls ekki ókunnur aðstæðum í Eyjum því hann þjálfaði liðið árin 2003 og 2004 en síðara árið endaði ÍBV í 2. sæti í Íslandsmótinu. Síðan þá hefur Magnús þjálfað Reykjavíkurfélögin KR og Víking en í sumar þjálfaði hann Hauka, sem nokkuð óvænt blönduðu sér í slaginn um sæti í efstu deild.

2. flokkur kvenna

Stelpurnar í 2. flokki komust upp í þriðja sæti A-deildar með því að leggja Þrótt að velli  4:2. Mörkin gerðu þær Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Jóhanna Svava Gunnarsdóttir. ÍBV hefur þar með lokið leikjum sínum þetta keppnistímabil.

Frábær endasprettur

Það verður ekki sagt annað en að Eyjastúlkur hafi endað Íslandsmótið á jákvæðum nótum. Í síðasta leik sóttu stelpurnar Val heim en Valur var öruggur með annað sætið og ÍBV hafði tryggt sér þriðja sætið. Það var því eingöngu leikið upp á heiðurinn. Lokatölur urðu 4:4. Valur komst í 4:1 snemma í síðari hálfleik en Eyjastúlkur neituðu að gefast upp, jöfnuðu og hefðu með smáheppni getað unnið.

Stúkumálið í hnút

Hreyfing komst á umræðu um stúku við Hásteinsvöll um miðjan september eftir frétt Stöðvar 2 um málið. Þar kallaði Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags, eftir meiri pening frá Vestmannaeyjabæ í stúku við Hásteinsvöll. Bæjarsjóður stæði mjög vel með um fjögur þúsund milljónir í banka. ÍBV mun ekki fá keppnisleyfi frá KSÍ fyrir Hásteinsvöll næsta sumar ef ekki verður byggð stúka. Völlurinn hefur verið á undanþágu undanfarin átta ár en ekki verður veitt frekari undanþága. Aðeins heimavellir ÍBV og Fylkis uppfylla ekki reglur leyfiskerfis KSÍ.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri, Tryggvi Már og fleiri tjáðu sig um málið á Eyjafréttum í kjölfarið og virtust mætast stálin stinn. Segja má að Eyjamenn skiptist í tvo hópa, annar vill að bærinn byggi stúku, hinn ekki. Elliði sagði að Vestmannaeyjabær hefði boðið 27 milljónir sem gætu nýst í stúkubyggingu, tólf milljónir beint í stúkubyggingu og með kaupum á hlut í sviðinu í Herjólfsdal að andvirði 15 millljóna króna. Tryggvi sagðist aftur á móti aldrei hafa séð slíkt tilboð en heimildir Frétta herma að tilboðið í mannvirkið í Herjólfsdal hefði verið bundið skilyrðum sem félagið sæi sér ekki fært að samþykkja.

Elliði sagði í samtali við Fréttir að engar formlegar viðræður væru í gangi. „Ég hef þó rætt málið í síma við Jóhann Pétursson, formann ÍBV íþróttafélags." Stendur tilboð Vestmannaeyjabœjar enn, um 12 milljón krónur í stúkubyggingu og kaup á 15 milljón króna hlut ( sviði í Herjólfsdal?

ÍBV íþróttafélag vill byggja 800 manna yfirbyggða stúku með m.a. búningsaðstöðu og aðstöðu fyrir dómara. Áætlaður kostnaður er um 90 milljónir og málið snýst um hver á að borga. Verði ekki farið að kröfum KSÍ verður ekki leikið í  Eyjum næsta sumar.

Það er hluti af heilbrigðum viðskiptaháttum að reyna að lenda málum í sátt," sagði Elliði og sagði að það væri ekki inni í myndinni að Vestmannaeyjabær láni ÍBV fjármagn í stúkubyggingu.

Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ segir að Hásteinsvöllur hafi verið á undanþágu síðan keppnistímabilið 2003 en frestur til aðlögunar hafi verið veittur til eins árs í senn. „Til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í mannvirkjareglugerðinni þarf 700 sæti og þar af 350 yfirbyggð," svaraði Ómar en á Hásteinsvelli eru nú þegar sæti fyrir um 500 áhorfendur. Því vantar 350 sæta yfirbyggða stúku. Hægt væri að nota búningsklefa og aðra aðstöðu í Týsheimilinu, en það þarf reyndar að taka klefa keppnisliðanna í gegn. Ég reikna þó með að ef stúkan er risin, með sætum og fjölmiðlaaðstöðu og þakið eftir, að þá verði menn sveigjanlegir. Fjölmiðlar verða þó auðvitað að vera með skjól.

Mannvirkjanefnd kannar hvort skilyrði séu uppfyllt og gefur út vallarleyfi í samræmi við það, leyfisráð byggir ákvarðanir sínar á því," sagði Ómar og bætti því við að KSÍ fylgist náið með málinu.

2. flokki tókst ekki að komast upp um deild

Öðrum flokki karla í knattspyrnu tókst ekki að komast upp í A-deild. Peyjarnir voru í þriggja liða baráttu um tvö laus sæti í A-deild en þar sem nokkrir leikmenn liðsins  spila einnig með meistaraflokki, var ekki hægt að stilla upp sterkasta liðinu á lokasprettinum. Auk þess tóku aðrir út leikbann þannig að liðið veiktist talsvert fyrir lokasprettinn. Eyjamenn töpuðu í síðustu viku fyrir IR á útivelli og um leið var ljóst að liðið kæmist ekki upp. Strákarnir enduðu svo tímabilið á þvf að gera 3:3 jafntefli gegn Þrótti á heimavelli á þriðjudaginn en Kjartan Guðjónsson skoraði tvö og Guðni Freyr Sigurðsson eitt. Þrátt fyrir að hafa ekki komist upp er árangur ÍBV eftirtektarverður þar sem liðið spilaði í C-deild síðasta sumar. Þjálfari liðsins, Gregg Ryder, hefur unnið vel með liðið og leikmenn liðsins hrósa honum mikið og hans þætti í árangrinum í sumar.

Titilvonirnar út um gluggann

Titildraumur Eyjamanna fjarlægðist enn meira með jafntefli gegn KR um miðjan september. Áður töpuðu Eyjamenn fyrir Stjörnunni en fyrir þessa tvo leiki var ÍBV í efsta sæti og með völdin í sínum höndum. Nú hefur taflið hins vegar snúist við svo um munar því KR-ingar eru komnir í lykilstöðu og gætu farið langt með að vinna mótið þegar liðið sækir Keflavík heim í frestuðum leik. Leikurinn gegn KR þróaðist á allt annan veg en flestir áttu von á því strax á 16. mínútu fékk Brynjar Gauti Guðjónsson, miðvörður IBV, að líta rauða spjaldið fyrir frekar litlar sakir. Vissulega var hægt að réttlæta rautt spjald og klaufalegt hjá Brynjari Gauta að bjóða upp á það, en góður dómari hefði séð í gegnum fingur sér enda var þjarmað að Brynjari skömmu áður.

Fram að rauða spjaldinu höfðu liðin skipst á að sækja en KR-ingar voru þó beittari í sínum aðgerðum. Eftir rauða spjaldið lögðust Eyjamenn hins vegar í skotgrafirnar, leyfðu gestunum að dunda sér með boltann upp að vítateig en þar tók við nánast ókleifur varnarmúr. Ef Eyjamenn unnu boltann var reynt að sækja en yfirleitt á fáum mönnum. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Aaron Spear kom ÍBV yfir á 27. mínútu. Það gerði hann af miklu harðfylgi en þessi ungi, enski framherji hefur sýnt það í undanförnum leikjum að hann kann að skora en hann er samningsbundinn ÍBV út tímabilið. Það yrði mikill ávinningur í því ef hægt væri að hafa hann áfram enda hefur hann skorað fimm mörk í síðustu sex leikjum. Það sem eftir lifði leiks héldu Eyjamenn áfram að liggja í skotgröfunum en nokkrum sinnum tókst þeim að skapa sér færi.

Þórarinn Ingi Valdimarsson var settur í miðvörðinn, stöðu sem hann hefur ekki oft leikið áður en hann átti stórleik í vörninni og stöðvaði ófáar sóknirnar. En eitthvað hlaut undan að gefa því KR-ingar börðu stanslaust á Eyjamönnum. Þeir náðu að jafna á 67. mínútu en eftir það gerðist fátt markvert. KRingarnir virtust vera sáttir með jafnteflið og Eyjamenn höfðu einfaldlega ekki kraft til að sækja. Lokatölur urðu því 1:1.

Rúmar 500 milljónir

Nú liggja fyrir kostnaðartölur vegna Eimskipshallarinnar, fjölnota íþróttahússins við Hástein, þ.e.a.s. uppsetningu og frágang hússins. Lokatölur sýna kostnað upp á 412.463.845 krónur þar af eru aukaverk sem samið var um á samningstímanum 33.229.048 krónur. Þetta kom fram á fram á fundi framkvæmda- og hafnarráðs á mánudag. Vestmannaeyjabær mun nú leggja áherslu á að ljúka frágangi í kringum húsið. Reiknað er með að heildarkostnaður við verkið að meðtalinni jarðvinnu og frágangi verði liðlega 500 milljónir króna.

Þriðja sætið og Evrópukeppni

Karlalið IBV endaði sumarið 2011 í þriðja sæti Pepsídeildarinnar eftir æsispennandi lokasekúndur mótsins. ÍBV þurfti stig til að tryggja sér þriðja sætið og um leið sæti í Evrópukeppninni á næsta ári en þegar aðeins nokkrar mínútur lifðu eftir af Íslandsmótinu var ÍBV að tapa 0:2 á heimavelli og Stjarnan náði að jafna 3:3 gegn Breiðabliki eftir að hafa lent þremur mörkum undir. Ef Stjarnan hefði unnið, hefði ÍBV farið niður í fjórða sætið og um leið misst af Evrópusætinu. En það kom þó ekki til þess því Blikar skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum og tryggðu ÍBV um leið sæti í Evrópukeppninni. Leikurinn gegn Grindavík fór fram við afar erfiðar aðstæður. Hásteinsvöllur var gegnsósa eftir miklar rigningar dagana fyrir leik og í síðari hálfleik opnuðust himnagáttirnar þannig að völlurinn blotnaði enn meira. Þá var stífur vindur á annað markið en þrátt fyrir allt þetta, þá voru það Eyjamenn sem voru betri lengst af í leiknum. Þeim var hins vegar algjörlega fyrirmunað að koma boltanum í netið. Mesti markahrókur allra tíma í íslenska boltanum fékk m.a. tvær vítaspyrnur en það var eins og Eyjamönnum hafí ekki verið ætlað að skora. Ef Tryggvi hefði skorað úr annarri spyrnunni, hefði hann einn átt markametið í íslandsmótinu en hann deilir því í vetur með Inga Birni Albertssyni. Grindvíkingar skoruðu hins vegar tvö mörk undir lokin, annað reyndar rangstöðumark, en þegar upp var staðið kom það ekki að sök. Það er  umhugsunarefni fyrir Eyjamenn að í síðustu fjórum viðureignum liðanna á tveimur árum, hafa Grindvíkingar unnið þrívegis, þar af tvívegis á Hásteinsvelli. En þegar upp er staðið þá er þriðja sætið vel ásættanlegt.

Of mikið kvarnaðist úr leikmannahópnum á lokakaflanum, bæði fóru leikmenn frá liðinu, tóku út leikbönn og einhverjir meiddust. Þetta er þriðja árið í röð sem ÍBV gefur verulega eftir á lokakafla Íslandsmótsins sem er eitthvað sem verður að koma í veg fyrir, ef liðið ætlar sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Of erfið lífsreynsla

Heimir Hallgrímsson sem nú er hættur þjálfun liðsins sagði í viðtali við Fréttir að það hafi verið hans stærstu mistök í lífinu að taka við ÍBV liðinu á miðju sumri 2006 og falla með því niður í 1. deild. „Það var bara of erfið lífsreynsla að falla með liðið mitt niður um deild. Ég hef, eins og allir, lent í mótlæti í gegnum lífið en þetta var eitt af verstu atvikum í mínu lífi, að falla niður um deild með liðið mitt.“

Heimir segir að mikið verk sé að baki við uppbygingu á liðinu og að mikið hafi breyst síðan hann kom fyrst að þjálfun liðsins 2006. „Jú það er óhætt að segja það. Annað árið mitt með liðið þá var ég varla með knattspyrnuráð. Ég var sjálfur að keyra rútuna, sjá um búningana, skrifa skýrsluna fyrir leikina og hafði varla tíma til að stjórna upphitun liðsins fyrir leiki. Í rauninni er Dragan Kazic fyrsti aðstoðarþjálfarinn sem ég hef haft. Við höfum aldrei haft aukaþjálfara starfandi hjá félagiu í kringum meistaraflokksliðið. Við erum t.d. eina félagið í deildinni sem er ekki með sérstakan markmannsþjálfara og hvort að það er ástæðan fyrir því að markmennirnir okkar döluðu í lok tímabils, þá er það eitthvað sem menn verða að skoða í vetur. Flestir þjálfarar eru auk þess í fullu starfi hjá sínu félagi og fá greitt í samræmi við það."

Eins mikið og maður hrósar knattspyrnuráðinu fyrir ráðdeild í fjármálum, þá gagnrýni ég forgangsröðun félagsins í heild sinni. Á sama tíma og við erum að spara okkur út úr titilbaráttunni í stærstu og vinsælustu íþrótt landsins, þá byggir félagið 100 milljón króna svið í Herjólfsdal. Metnaðurinn og forgangsröðin finnst mér vera sérstök. Ég hef spurt mig stundum hvað er íþróttafélag annað en saga félagsins. Sagan fjallar aldrei um rekstur og bókhaldsleg atriði, heldur árangur félagsins innan vallar og þá titla sem félagið vinnur. Við erum enn í dag að gleðjast yfir Íslandsmeistaratitlinum 1979 og bikartitlinum í handbolta karla 1991. Mér finnst forgangsröðin vera röng hjá ÍBV-íþróttafélagi að þessu leyti og gagnrýni hana. Ég veit að allir eru að gera sitt besta og eru með hag félagsins að leiðarljósi en það er mjög sérstakt að knattspyrnuráð þurfi að leita til einkaaðila út í bæ til að fjármagna rekstur deildarinnar á meðan félagið á fjármagn. Eiga fyrirtæki í bænum að vera með meiri metnað fyrir árangri innan vallar en félagið sjálft? Ef við erum ekki þarna til að ná árangri og búa til glæsilega sögu fyrir ÍBV, hvað erum við þá að gera?"

Sumarlokahóf knattspyrnunnar

Sumarlokahóf ÍBV-íþróttafélags fór fram á laugardaginn 1. október. Félagið bauð þá öllum félagsmönnum, sem hafa unnið með einum eða öðrum hætti fyrir félagið á árinu, í mat og skemmtun en um leið er sumarstarfinu og árangri sumarsins fagnað. Um 380 félagsmenn voru í mat en hápunkturinn var að sjálfsógðu þegar tilkynnt var um bestu leikmenn meistaraflokkanna tveggja.

Árangur sumarsins hjá knattspyrnuliðunum tveimur var stórglæsilegur. Bæði liðinu enduðu í þriðja sæti en ekkert kvennalið hefur náð jafn góðum árangri á fyrsta ári sínu í úrvalsdeild. Strákarnir gerðu betur en í fyrra, enduðu reyndar í sama sæti í Íslandsmótinu en komust lengra í bikarkeppninni og náðu með naumindum að komast í Evrópukeppnina.

Eftir verðlaunaafhendingu í þriðja flokki karla kom Guðmundur Þórarinsson, leikmaður karlaliðsins, upp á svið en Guðmundur er ríkur af tónlistarhæfileikum enda bróðir Ingós veðurguðs. Guðmundur hafði samið nýjan texta við lag bróður síns, Gestalistinn, en textinn var um leikmenn ÍBV og sló algjörlega í gegn. Þá flutti Guðmundur nokkur þekkt lög og var að lokum klappaður upp til að taka aukalag.

Íslandsmeistarar Týs í kvennaflokki frá árinu 1991 voru heiðraðar sérstaklega á 20 ára afmæli titilsins.

Jón Ólafur Daníelsson, núverandi þjálfari meistaraflokks kvenna, þjálfaði flokkinn ásamt Þorsteini Gunnarssyni, formanni knattspyrnuráðs Grindvíkinga en Jón Óli rifjaði upp nokkrar skemmtilegar sögur frá meistaraárinu. Þær Elísa Viðarsdóttir og Hlíf Hauksdóttir stóðu fyrir danskeppni þar sem þjálfarar meistaraflokkanna, þeir Jón Ólafur og Heimir Hallgrímsson, fóru á kostum í túlkun sinni á nútíma dansi. Þá fékk Þórarinn Ingi Valdimarsson verðlaun fyrir að ná 100 leikjum fyrir ÍBV og Albert Sævarsson fyrir að ná 200 leikjum. Tryggvi Guðmundsson fékk einnig viðurkenningu fyrir að jafna markametið í Íslandsmótinu.

Þau hlutu viðurkenningar:

3. flokkur karla:

Mestu framfarir: Sigurður Þór Norðfjörð.

ÍBV-ari: Sigurður Grétar Benónýsson.

Efnilegastur: Kristinn Skæringur Sigurjónsson.

Bestur: Jón Ingason.

3. flokkur kvenna:

Mestu framfarir: Þórey Helga Hallgrímsdóttir.

ÍBV-ari: Guðrún Bára Magnúsdóttir.

Efnilegust: Ásta María Harðardóttir.

Best: María Davis.

2. flokkur karla:

Mestu framfarir: Hannes Jóhannesson.

Markahæstur: Kjartan Guðjónsson.

ÍBV-ari: Guðjón Orri Sigurjónsson.

Bestur: Bjarki Axelsson.

2. flokkur kvenna:

Mestu framfarir: Bjartey Helgad.

Markahæst: Bergrún Björgvinsdóttir.

ÍBV-ari: Klara Ingólfsdóttir.

Best: Jóhanna Svava Gunnarsdóttir.

Pepsípotturinn: Arngrímur Magnússon.

Silfurmerki ÍBV: Ólafur Tryggvason.

Gullmerki ÍBV Arngrímur Magnússon. Jóhannes Ólafsson.

Meistaraflokkarnir:

Markahæst: Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

Efnilegust: Birna Berg Haraldsdóttir og Guðmundur Þórarinsson.

Best: Rasmus Christiansen og Julie Nelson.

Heimir Hallgrímsson flutti ræðu undir myndbandi þar sem rifjuð voru upp nokkur atriði síðan hann tók við þjálfun karlaliðsins  árið  2006. Þar sagði hann:. „Þótt hrósið í dag fari til núverandi liðs, þá hafa margir leikmenn byggt upp grunninn að því liði sem ÍBV er í dag. Takmarkið náðist ekki 2007 að komast upp en 2008 náðum við því takmarki að komast upp. Fyrsta árið í efstu deild var eðlilega erfitt í efstu deild en við héldum okkar sæti og leiðin eftir það hefur verið bein upp á við. Á sama tíma og árangur liðsins hefur batnað, hefur klúbburinn bætt æfingaaðstöðuna og nýtt knattspyrnuhús er risið. Við Jón Óli löbbuðum marga hringina í kringum smiðina hjá Steina og Olla. Og að sjá þetta hús komið í notkun, er stórkostlegt fyrir knattspyrnuna í Vestmannaeyjum. Ég hef fengið hjálp frá mörgum og margir eiga inni hjá mér stóra greiða. Ég verð sennilega alla ævi að borga þessa greiða til baka. Allt þetta fólk elskar félagið sitt og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að árangur náist. Því að góður árangur er aldrei einum, eða fámennum hópi að þakka. Góður árangur næst aðeins með breiðri samstöðu og samvinnu þar sem allir stefna í sömu átt.

Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar, og knattspyrnuráð hafa unnið óeigingjarnt starf. Þeir hafa lyft knattspyrnunni í Eyjum á hærri stall en við höfum átt að venjast síðustu ár, þrátt fyrir að starfsumhverfið sé með versta móti. Því að á meðan árangur hefur batnað og metnaður hefur aukist, hafa fjármálin verið tekin í gegn og nú stendur knattspyrnudeildin skuldlaus í upphafi næsta tímabils.

Palli Magg hefur verið minn andlegi leiðtogi og alltaf fyrstur til að peppa mig upp þegar á móti hefur blásið. Palli og fjölskyldan hans hafa verið okkur strákunum ómetanleg síðustu ár. Tveir menn hafa þó staðið við bak mér og hjálpað mér meira en eðlilegt er. Það eru þeir Jón Ólafur Daníelsson og Haraldur Halldórsson, sem hafa verið með mér öll þessi sex ár. Halli hefur nánast tekið upp hvern einasta leik þessi ár hjá meistaraflokki karla. Jón Óli hefur staðið þétt við bakið á mér frá byrjun og ótrúlegur tími sem hann hefur eytt í að hjálpa okkur. Við þökkum honum og unnustu hans, Dóru, fyrir tímann.

Það er ekki hægt annað en að þakka Dragan Kazic fyrir hans þátttöku í uppbyggingu á þessu liði. Sendingaræfingarnar hans, eins og strákarnir þekkja, hafa verið magnaðar. Hann á stóran þátt í því hvernig liðið er orðið í dag. Sumarið 2011 var fyrir margra hluta sakir merkilegt. Við lentum í ýmsum hremmingum innan sem utan vallar. Það var illa farið með okkur á vellinum. Menn fengu göt á hausinn og þurftu að spila með grímur. En í öllum leikjum, alltaf, lögðu leikmenn hjarta sitt og lungu fyrir klúbbinn. Vinnusemin til fyrirmyndar og ég er stoltur af því að hafa unnið með þessum leikmönnum.

Um leið og ég þakka þeim fyrir samstarfið, skulum við stuðningsmenn ÍBV gera okkur grein fyrir því að dýrmætasta eign félagsins eru þessir leikmenn liðsins. Ekkert félag á jafn mikinn karakter og ÍBV og við skulum styðja þessa stráka í þeirra baráttu í framtíðinni. Karakterinn skein í gegn bæði í leikjum og á æfingum, aldrei leti, aldrei kæruleysi. Leikmenn lögðu mikið á sig í sumar, sumir æfðu tvisvar á dag og við fórum eftir þeim gildum sem við settum fyrir klúbbinn; það er vinnusemi, grimmd og gleði. Þótt ýmislegt hafí unnið okkur í mót, lögðum við áherslu á það að koma fram við alla með virðingu, hvort sem það voru dómarar, andstæðingar eða fjölmiðlar. Hvort sem við töpuðum eða unnum, þá reyndum við alltaf að sýna heiðarleika og háttvísi. Því virðing er eitthvað sem byggt er upp á löngum tíma og að mínu mati er mjög mikilvægt að halda virðingunni.

Framtíðin er björt hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu. Leikmannastaðan er góð, aðstaðan er frábær og fjármálin með besta móti. Við þjálfararnir, knattspyrnuráð og leikmenn erum þakklátir og stoltir fyrir þann stuðning sem við höfum fengið undanfarin ár. Þetta er magnaður stuðningur sem ber að þakka með auðmýkt. Því ÍBV er liðið okkar, sama hvernig gengur inni á vellinum. Án hvors annars erum við ekki neitt, en samtaka munum við á endanum komast á toppinn og vera þar til framtíðar. ÍBV er besta lið landsins. Við Íris þökkum leikmönnum meistaraflokks karla, knattspyrnuráði og stuðningsmönnum ÍBV fyrir samstarfið undanfarið ár og óskum liðinu áframhaldandi velgengni."

Lokahóf yngri flokkanna

Lokahóf yngri flokka hjá ÍBV- íþróttafélagi fór fram í Íþróttamiðstöðinni á laugardagsmorguninn 1. október.

Eins og alltaf fengu þjálfararnir að spreyta sig á ýmsum þrautum með hlægilegum árangri þannig að krakkarnir skemmtu sér vel yfir óförum þeirra. Hápunkturinn var svo að sjálfsögðu þegar verðlaun fyrir sumarið voru afhent en eftir það fengu krakkarnir grillaðar pylsur og gos. Verðlaunahafar voru eftirfarandi:

6. flokkur drengja Eldri:

Mestu framfarir: Bjarki Kristinsson.

ÍBV-ari: Páll Eiríksson.

Ástundun: Þráinn Sigurðsson

6. flokkur drengja yngri:

Mestu framfarir: Kristófer Heimisson

ÍBV-ari: Sigurnýjas Magnússon.

Ástundun: Sigurlás Hafsteinsson.

6. flokkur stúlkna Eldri:

Mestu framfarir: Elísa Björnsdóttir.

ÍBV-ari: Guðný Ósk Jónsdóttir.

Ástundun: Urður Eir Egilsdóttir.

6. flokkur stúlkna yngri:

Mestu framfarir: Bríet Ómarsdóttir.

ÍBV-ari: Harpa Valey Gylfadóttir.

Ástundun: Birta Lóa Styrmisdóttir.

5. flokkur drengja Eldri:

Mestu framfarir: Felix Örn Friðriksson.

ÍBV-ari: Nökkvi Snær Óðinsson.

Ástundun: Elvar Frans Birgisson.

5. flokkur drengja yngri:

Mestu framfarir: Ívar Logi Styrmisson.

ÍBV-ari: Birkir Snær Alfreðsson.

Ástundun: Eyþór Daði Kjartansson.

4. flokkur drengja Eldri:

Mestu framfarir: Benjamín Óskarsson.

ÍBV-ari: Tómas Aron Kjartansson.

Efnilegastur: Devon Már Griffin.

4. flokkur drengja yngri:

Framfarir: Andri Ísak Sigfússon.

ÍBV-ari: Tómas Aron Kjartansson.

Efnilegastur: Ásgeir Elíasson.

4. flokkur stúlkna Eldri:

Framfarir: Gunnur Rún Hafsteinsdóttir.

ÍBV-ari: Arna Þyrí Ólafsdóttir.

Efnilegust: Júlíana Sveinsdóttir.

4. flokkur stúlkna yngri:

Framfarir: Sigríður Sæland Óðinsdóttir.

ÍBV-ari: Kamilla Rún Jónatansdóttir.

Efnilegust: Díana Helga Guðjónsdóttir. 

Áhorfendur 826 að meðaltali

KSÍ hefur birt tölur yfir aðsókn á leiki liðanna í Pepsí- deildinni í sumar. Sem fyrr er aðsókn á Hásteinsvöll með því minnsta í deildinni, aðeins Stjarnan fékk færri áhorfendur á leiki sína. Á heimaleiki IBV komu að meðaltali 826 en 822 komu að meðaltali á völlinn í Garðabæ. Þá voru áhorfendur að meðaltali 843 í Grindavfk. Flestir komu á heimaleiki KR, 2.148 en næstflestir á heimaleiki FH, 1.686. Helmingur liða í Pepsídeildinni fékk yfir eitt þúsund manns að meðaltali á leiki sína, öll á höfuðborgarsvæðinu. Ein ástæða þess að svo fáir koma á Hásteinsvöllinn er að stuðningsmenn aðkomuliða eru ekki fjölmennir. Eyjamenn bundu vonir við að Landeyjahöfn myndi breyta því en svo virðist ekki vera. Hins vegar er athyglisvert að rýna í áhorfendatölur á útileikjum liða en næstflestir mæta á útileiki ÍBV eða að meðaltali 1.347. Aðeins fleiri mæta á útileiki KR, 1.529 en fæstir mættu á útileiki Þórs eða 891. Þess má svo geta að 885 komu á leiki ÍBV sumarið 2010 og þá voru átta lið í efstu deild sem fengu fleiri en 1000 áhorfendur á heimaleiki sína. 

Eiga mikið inni

Karlalið ÍBV í handbolta lék sinn fyrsta leik í 1. deildinni í vetur þegar strákarnir tóku á móti ÍR. Eyjamönnum hefur verið spáð góðu gengi í vetur og enginn efast um að mannskapurinn er til staðar. En í leiknum kom greinilega í ljós munurinn á að vera með lið í Eyjum eða í höfuðborginni. Leikmenn ÍR virtust vera í mun betri leikæfingu og liðið virkaði samhæfðara en ÍBV. Enda kom á daginn að leikurinn var mjög erfiður fyrir ÍBV. Eyjamenn höfðu að lokum sigur, 30:27 en ÍR var lengst af yfir í fyrri hálfleik og náði mest fimm marka forystu 15:20 og voru 14:16 yfir í hálfleik.

Skortir leikæfingu

Úrvalsdeildin í handbolta kvenna rúllaði af stað um miðjan september, en deildin heitir N1 deildin eins og í fyrra. ÍBV tók á móti Gróttu í fyrstu umferðinni og sigraði 25-24.  Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndunum. Eins og karlalið IBV, þá skortir kvennaliðið greinilega leikæfingu. í liðinu eru sterkir leikmenn en hægri vængurinn er áberandi slakur þannig að allur slagkraftur sóknarleiksins kemur frá þeim vinstri og af línu. Þetta er eitthvað sem Svavar Vignisson, þjálfari liðsins, þarf að leysa en Marijana Trbojevic átti ágæta spretti í stöðu hægri skyttu en hún er rétthent. Þá er enginn örvhentur hornamaður í röðum ÍBV sem veikir liðið talsvert.

Vilja byggja áhorfendastúku við Hásteinsvöll

ÍBV-íþróttafélag hélt 4. október opinn félagsfund þar sem bygging áhorfendastúku við Hásteinsvöll var rædd. Fundinn sátu um 60 félagsmenn, almennir félagsmenn, handbolta- og fótboltamenn. Niðurstaða fundarins var að safna fjármagni í að byggja 770 manna stúku. Ef ekki næðist að safna nægilegu fjármagni, þá yrði farin ódýrari leið.

Fundurinn hófst með kynningu Páls Scheving, varaformanns félagsins, á þeim leiðum sem félagið taldi að fara ætti en Páll sagði útilokað að byggja þak yfir núverandi stúku. Páll kynnti tvær stúkugerðir, annars vegar leið A, 480 sæti með þaki, engum kjallara sem myndi kosta á bilinu 33 til 40 milljónir. Stúkan er svipuð og er á Ólafsvíkurvelli og ekki ósvipuð þeirri sem er norðanmegin við Hásteinsvöll. Páll sagði að slík stúka myndi tryggja að leika mætti heimaleiki IBV á Hásteinsvelli. Aðkallandi væri hins vegar að lagfæra búningsklefana í Týsheimilinu og spurning hvar pláss væri fyrir varamannaskýli við nýju stúkuna sem væri nánast í sömu hæð og sjálfur völlurinn. Þá væri engin tækjageymsla við Hásteinsvöllinn og hún myndi ekki bætast við með leið A. Leið B var stúka sem ÍBV-íþróttafélag hefur látið teikna fyrir sig og hafa myndir af henni birst í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Um væri að ræða 770 sæta stúku með þaki og fullkominni fjölmiðlaaðstöðu. Páll sagði að hugsanlega væri hægt að klára fyrsta áfanga fyrir sumarið, reisa mannvirkið og koma fyrir sætum og fjölmiðlaaðstöðu. Annar áfangi væri svo þak yfir stúkuna, sem yrði þá klárað fyrir sumarið 2013 og þriðji áfanginn væri kjallarinn með búningsherbergjum og tækjageymslu. Kostnaðurinn við fyrstu tvo áfangana væri 78,9 milljónir króna og yrði skipting kostnaðarins þannig að Vestmannaeyjabær myndi greiða 10 milljónir, eða 12,5% af kostnaðinum, KSÍ 10 milljónir eða 12,5% og ÍBV-íþróttafélag rest eða 75%. Páll sagði að ýmsar leiðir hefðu verið skoðaðar varðandi fjármögnun, m.a. að leita eftir styrkjum frá fyrirtækjum að upphæð 25 milljónir, 10 milljónir væri hægt að fá fyrir seld sæti í stúkunni til lengri tíma og að hægt væri að ná niður kostnaði um 5 milljónir með sjálfboðavinnu. Páll bætti því við að menn hjá félaginu hefðu áhyggjur af því að söfnun fyrir stúkubyggingu hefðu áhrif á starf einstakra deilda hjá félaginu en nefnd sem ynni að söfnuninni óskaði eftir því við fyrirtæki að styrkir til stúkubyggingar hefðu ekki áhrif á aðra styrki til félagsins. Páll sagði jafnframt að ný stúka væri söluvara og gæti vel örvað aðsókn á leiki ÍBV Hann bætti því við að menn þyrftu að vinna hratt og örugglega því sækja þyrfti um leyfi til byggingarinnar fyrir 1. nóvember.

Í kjölfar framsögu Páls urðu miklar en dálítið einsleitar umræður um framkvæmdina þar sem allir voru sammála um hvaða leið ætti að fara. Einar Friðþjófsson bað menn um að sýna meiri metnað en að fara í byggingu minni stúkunnar. Hann sagði jafnframt að ekki væri gerð krafa um búningsklefa við vellina í dag en velti því fyrir sér hvenær sú krafa yrði. „Gerum þetta almennilega og stöndum saman. Látum ekki einhverja aðila sundra okkur," sagði Einar. Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV, sagði að nú væru um átta mánuðir í næsta leik og enn væri ekki vitað hvort ÍBV myndi spila heimaleikina í Vestmannaeyjum eða annars staðar. Hann sagði að metnaður félagsins lægi í leið B, 770 sæta stúku þó að bæjaryfirvöld hefðu ekki sama metnað. Hann sagði að í stóru stúkunni færi betur um fólk og um leið myndist betri stemmning á leikjum. Búningsaðstaða væri óboðleg eins og er við Hásteinsvöll.

Jóhannes Ólafsson, fyrrum formaður knattspyrnuráðs og stjórnarmaður KSÍ, tók næstur til máls og sagði að ekki ætti annað að koma til greina en að ÍBV spili sína heimaleiki á Hásteinsvelli. Hann sagði mikil vonbrigði að bæjaryfirvöld legðu aðeins fram 10 milljónir, sem væru smáaurar. ÍA hefði stækkað sína stúku og bæjaryfirvöld lögðu 25 milljónir í það. Grindavíkurbær hefði lagt 45 milljónir í stúkuna við Grindavíkurvöll en á báðum þessum stöðum væru knattspyrnuhús. Hann sagði stöðuna vera þannig að menn væru búnir að segja of mörg orð opinberlega og gætu því ekki bakkað í málinu. Jóhannes velti fyrir sér hvort ekki mætti fresta klæðningu mannvirkisins í Herjólfsdal eða byrja á byggingu smærri stúku en hafa hana stækkanlega. Hann óttaðist að stór stúka myndi bitna verulega á starfi deildanna. „Það er til lítils að hafa glæsilega stúku ef liðið spilar svo í 1. deild," sagði Jóhannes. Páll Scheving svaraði Jóhannesi varðandi mannvirkið í Herjólfsdal. Páll sagði að orð stjórnarmanna félagsins væru mikilvæg en félagið hafði lofað að ganga frá sviðinu á þremur árum. Mannvirkið í Herjólfsdal væri umdeild framkvæmd og frestun á lokafrágangi myndi skaða orðspor félagsins. ÍBV-íþróttafélag hefði ekki efni á slíkum skaða. Jóhann Pétursson, formaður IBVíþróttafélags, sagði að peningar lægju ekki á lausu hjá félaginu þessa dagana. Hann sagði stöðuna vera þannig að félagið þyrfti að taka lán til rekstrarins. Hann bætti því við að rekstur félagsins væri trúverðugur og að félagið nyti trausts hjá lánafyrirtækjum. „Stúkubyggingin er ekki bara spurning um metnað, heldur pening. Það er þröngt í búi hjá ÍBV eins og er," sagði Jóhann.

Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV héraðssambands, sagði furðulegt að félagið þyrfti að standa í þessari framkvæmd, að byggja stúku við völl sem félagið ætti ekki. Þór benti jafnframt á að fundurinn væri haldinn í húsi sem bærinn ætti og bætti því við að þarna væri verið að fara nýjar leiðir varðandi íþróttamannvirki í Vestmannaeyjum. Þór sagði að svona kröfur væru ekki gerðar gagnvart öðrum íþróttafélögum. Hann bætti því við að menn þyrftu að vera vakandi yfir því að ekki væru allir íþróttalega þenkjandi í bænum og að passa þyrfti sérstaklega við mót gagnvart félaginu. Hann vildi fara í stúkugerðina í áföngum og fara mjög varlega í málinu. Stefán Jónasson spurði hvort félaginu væri heimilt að eiga fasteignir eða skuldsetja félagið. „Steypa drap Tý og Þór og er að fara með Golfklúbbinn," sagði Stefán um leið og hann spurði um skuldastöðu félagsins í dag. Hann sagði að félagið yrði að standa við gefin loforð um mannvirkið í Dalnum. Tryggvi Már svaraði Stefáni varðandi skuldastöðuna og sagði að í árslok 2010 hefði félagið skuldað 41 milljón og samkvæmt ársreikningi hefði veltan verið 350 milljónir. Nú væri unnið að endurfjármögnun og lántaka fyrirsjáanleg hjá félaginu.

Arnar Pétursson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, tók næstur til máls og lýsti því yfir að hann væri fylgjandi stúkubyggingu við Hásteinsvöll. Hann sagði að söfnun fyrir stúku myndi bitna á starfinu, meira á fótboltanum en handboltanum. Arnar spurði jafnframt hvort hægt væri að fara af stað í stúkubyggingu en byggja hana á lengri tíma, með undanþágu frá KSÍ. Páll Scheving sagði að frekari undanþága frá KSÍ væri ekki inni í myndinni, félagið hefði verið á undanþágu síðan 2003 og spurningamerki hvort undanþága fengist til að byggja fyrstu tvo áfanga stúkunnar á tveimur árum. Páll taldi að fyrirtæki í bænum og víðar gætu aukið framlag sitt til félagsins tímabundið. „Við viljum fara leið B og byggja myndarlega stúku við Hásteinsvöll. Ef ekki tekst að safna nægilegu fjármagni, þá höfum við leið A," sagði Páll og tók undir áhyggjur manna að söfnun í stúkubyggingu hefði áhrif á rekstur deilda félagsins. Guðjón Hjörleifsson fer fyrir nefnd sem hefur tekið að sér söfnun fyrir stúkubyggingu. Hann ítrekaði að óskað væri eftir því að fjárframlög til stúkubyggingar myndu ekki hafa áhrif á aðra styrki. Búið væri að fá tilboð í lán og að stúkan yrði fullbyggð á tveimur árum, að kjallaranum undanskildum. Hann sagði að nefndin starfi ekki fyrir leið A. Einar Friðþjófsson tók aftur til máls og sagði skömm að framlagi Vestmannaeyjabæjar. Ekki væri hægt að fara af fundi án ályktunar um framlagið. Upplýst var á fundinum að samkomulag náðist ekki milli Vestmannaeyjabæjar og félagsins um aðkomu að mannvirkinu í Herjólfsdal.

Viðar Elíasson sagði ekki vit í öðru en að byggja stærri stúkuna en félagið þyrfti pening til þess. Hann sagði að stærsta fyrirtækið í bænum væri Vestmannaeyjabær og það fyrirtæki legði fram 10 milljónir. Hann spurði hvort fullreynt væri með viðræður um frekari aðkomu bæjarins að byggingunni og ítrekaði að íþróttastarf skilaði bæjarfélaginu miklum tekjum. Hann sagði að sveitarfélagið ætti að eiga íþróttamannvirkin í bænum og sagði sárgrætilegt að ekki væru fleiri úr bæjarstjórn á fundinum. Spurt var úr sal hvort bærinn myndi leggja meira til framkvæmdarinnar ef leið A yrði farin. Páll svaraði því þannig að bærinn ætli að uppfylla lágmarkskröfu Leyfiskerfis KSÍ. „Kannski ættum við að gefa Vestmannaeyjabæ stúkuna?" spurði Páll og bætti því við að rekstur stúkunnar hefði áhrif á rekstur félagsins. Ávinningurinn væri hins vegar meiri að hans mati, betri umgjörð og stemmning á leikjum ÍBV. Ingi Sigurðsson sagði að staðan væri æði sérstök, að félag úti í bæ væri að byggja íþróttamannvirki. Hann sagði að málið væri án efa það erfiðasta frá stofnun ÍBV-íþróttafélags 1997. Ingi sagði að leið B væri eina leiðin í þessu máli því þar væri ekki farin enn ein skyndilausnin, eins og t.d. búningsklefar í Týsheimilinu. Ingi spurði hvort hægt væri að taka upp þráðinn við Vestmannaeyjabæ og búa til samkomulag þess efnis að ef félagið byggði stúkuna innan ákveðins fjármagnsramma, þá myndi Vestmannaeyjabær endurgreiða félaginu á fimm til tíu árum. Ingi sagði að betri umgjörð vantaði sárlega á Hásteinsvöll og að stúka væri bara einn þáttur í bættri umgjörð, stór þáttur að vísu.

Í lok fundarins var gengið til kosninga um tillögu félagsins um að aðalstjórn fengi umboð félagsmanna til að undirrita verksamning um byggingu 800 sæta stúku, leið B, að því gefnu að fjármagn til verksins verði tryggt. Takist það ekki, verði gengið til samninga um minni stúku, leið A. Tillagan var samþykkt með 50 atkvæðum, 3 voru á móti. Fundurinn samþykkti ennfremur ályktun þar sem þeim tilmælum er beint til bæjarstjórnar Vestmannaeyja að hún gangi nú þegar til viðræðna við stjórn ÍBV íþróttafélags um aukið fjármagn frá Vestmannaeyjabæ til byggingar áhorfendastúku við Hásteinsvöll. Fundurinn áréttar að öll íþróttamannvirki í Vestmannaeyjum eru eign Vestmannaeyjabæjar.

(Eyjafréttir)

Sannfærandi sigur á Selfyssingum

Eyjamenn fóru hreinlega á kostum þegar þeir sóttu Selfyssinga heim í byrjun október. Lokatölur leiksins urðu 24:37, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9:18. ÍBV hefur farið vel af stað í 1. deildinni, liðið hefur unnið fyrstu tvo leikina og virðist ætla að standa undir þeim væntingum sem til liðsins voru gerðar. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem liðin skiptust á að skora, náðu Eyjamenn undirtökunum og breyttu stöðunni úr 5:5 í 8:13. Eftir það má segja að sigur Eyjamanna hafí aldrei verið í hættu en Selfyssingar, sem léku í úrvalsdeild í fyrra, náðu aldrei að komast nálægt ÍBV eftir þetta. Til marks um yfirburði Eyjamanna þá fengu þeir aðeins einu sinni tveggja mínútna brottvísun í leiknum. Það gerðist þegar tvær sekúndur voru eftir af leiktímanum en um leið sýnir það hversu öflugur varnarleikur Eyjamanna var. 

Stórt tap gegn Val

Kvennalið ÍBV sótti Íslandsmeistara Vals heim í Nl deild kvenna. Flestir eru sammála um að Valur sé fyrirfram talið með besta liðið í deildinni en Eyjastúlkur sýndu það í fyrri hálfleik að með góðum leik er vel hægt að stríða bestu liðunum. Stelpurnar héldu reyndar ekki út heilan leik og töpuðu að lokum með þrettán mörkum, 33:20.

Mörk IBV: Ester Óskarsdóttir 7, Mariana 4, Þórsteina 3/2, Ivana 3, Nina Lykke Pedersen 2, Aníta Elíasdóttir 1. Varin skot: Florentina Stanciu 18/1.

Á toppnum eftir tvo leiki

Eyjamenn eru einir efstir í 1. deild karla eftir laglegan sigur á Víkingum. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en leikurinn var nokkuð furðulegur. Þannig kom fyrsta mark leiksins ekki fyrr en á áttundu mínútu og Eyjamenn skoruðu sitt fyrsta mark á tíundu mínútu. Gestirnir úr Víkingi skoruðu aðeins sex mörk í fyrri hálfleik enda var varnarleikur IBV mjög góður í leiknum og bak við vörnina var Kolbeinn Arnarson í miklu stuði.

Eyjamenn náðu mest níu marka forystu en þá gejði vart við sig kæruleysi í leik ÍBV-liðsins þannig að Víkingar náðu að minnka muninn talsvert. En tíminn var einfaldlega of naumur fyrir þá og Eyjamenn sigldu sigrinum örugglega í höfn. Lokatölur urðu 22:19 en staðan í hálfleik var 11:6.

Mörk ÍBV: Pétur Pálsson 6, Sigurður Bragason 5, Andri Heimir Friðriksson 3, Grétar Þór Eyþórsson 2, Theodór Sigurbjömsson 2, Magnús Stefánsson 1, Sindri Ólafsson 1, Davíð Þór Óskarsson 1, Gísli Jón Þórisson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 19/1, Haukur Jónsson 3/1.

Komnir í  16 liða úrslit án leiks

B-lið ÍBV í handboltanum er komið í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Grótta 2 gaf leikinn. Heimildir Frétta herma að Gróttumenn hafi séð leikmannalista ÍBV og ákveðið að gefa leikinn í kjölfarið. Þannig að nú taka við stífar andlegar æfingar hjá B-liðinu fram að næsta leik 

Naumt tap gegn HK

Stelpurnar töpuðu öðrum leik sínum í Nl deild kvenna  þegar þær sóttu HK heim í Kópavoginn. Þegar upp var staðið munaði ekki miklu á liðunum því lokatölur urðu 24:23 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12:10.

Áfram í bikarnum

Karlalið ÍBV tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta með því að leggja Víking að velli. Bæði lið leika í 1. deild en Eyjamenn höfðu betur gegn Víkingum í viðureign liðanna í Íslandsmótinu sem fór fram í Eyjum. í bikarnum léku liðin hins vegar á heimavelli Víkinga í Víkinni og var leikurinn mjög spennandi. Að lokum vom það þó Eyjamenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar, 28-29 eftir að staðan íhálfleikvar 16:13. Mörk ÍBV: Pétur Pálsson 9, Andri Heimir Friðriksson 5, Vignir Stefánsson 5, Magnús Stefánsson 4, Theodór Sigur-. bjömsson 3, Leifur Jóhannesson 1, Gísli Jón Þórisson 1, Grétar Þór Eyþórsson 1. Varin skot: Haukur Jónsson 12, Kolbeinn Arnarson 5/1. 

Enn með fullt hús

Karlalið ÍBV er efst í 1. deild með fullt hús stiga þegar fyrstu umferð af fjórum er lokið. Eyjamenn áttu ekki í teljandi vandræðum með neðsta liðið, Fjölni, sem kom í heimsókn til Eyja. Lokatölur urðu 31:19 en staðan í hálfleik var 19:11.

Skipst á skoðunum um fjárframlög Vestmannaeyjabæjar til íþróttahreyfingarinnar

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja í byrjun nóvember, var tekið fyrir bréf frá ÍBV-íþróttafélagi. Í bréfinu var fjallað um fjárframlög vegna reksturs íþróttamannvirkja, en félagið hefur síðustu ár séð um rekstur knattspyrnuvalla Vestmannaeyjabæjar og fjölnota íþróttahúss, sarnkvæmt vallarsamningi, og um rekstur Týsheimilisins samkvæmt rekstrarsamningi. Félagið telur að fjárframlög Vestmannaeyjabæjar til rekstur valla og húss séu ekki nægjanleg enda hafi félagið lagt til mikið fjármagn með rekstrinum. Ráðið svaraði bréfinu af festu og félagið svaraði bókuninni.

„Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags vill með bréfi þessu koma á framfæri upplýsingum um rekstur mannvirkja félagsins þ.e. íþróttavalla og félagsheimilis auk upplýsinga um æfingagjöld o.fl. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að ekki ríki ágreiningur um kosjnað og umfang þessa reksturs fyrir ÍBV íþróttafélag annars vegar og hins vegar þeirra fjármuna sem til hans eru ætlaðir frá eiganda mannvirkjanna, Vestmannaeyjabæ, sem og að gera grein fyrir mikilvægum þáttum í rekstri IBV íþróttafélags s.s. fjárhæð æfingagjalda o.fl.," segir í upphafi bréfs ÍBV, sem Jóhann Pétursson undirritar. Í bréfinu eru bornar saman upplýsingar um greiðslur fyrir rekstur mannvirkja í Vestmannaeyjum og í Garðabæ. „Ástæða þess að Stjarnan og Garðabær eru valin eru einkum þrenns konar. í fyrsta lagi þá eru bæði ÍBV íþróttafélag og Stjarnan öflug íþróttafélög. Í öðru lagi er Garðabær talið vel rekið bæjarfélag og fékk m.a. viðurkenningu fyrir rekstur á þessu ári en með sama hætti teljum við Vestmannaeyjabæ vel rekið bæjarfélag. I þriðja lagi þá liggja þessar upplýsingar fyrir hvað varðar Garðabæ en bæjarstjóri Garðabæjar gerði grein fyrir þessum fjárhæðum og styrkjum á opinberum vettvangi," segir í bréfinu. Félagið tekur fram að ÍBV- íþróttafélag fær 2,2 milljónir í leigutekjur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og að Vestmannaeyjabær greiði um 800 þúsund krónur í ýmsa aðra styrki, m.a. vegna Bryggjudags sem er einn af fjölmörgum menningarviðburðum í Vestmannaeyjum.

Félagið tekur einnig fram að æfingagjöld hjá félaginu séu með því lægsta á landinu og mjög hagstæð miðað við æfmgagjöld hjá Stjörnunni. Hjá ÍBV er eitt æfingagjald, 36 þúsund krónur fyrir bæði handbolta og fótbolta og fylgir búningur með annað hvert ár. Æfingagjöld hjá Stjörnunni eru á bilinu 28 til 52 þúsund í handbolta en 25 til 49 þúsund í fótbolta. Garðabær greiðir svokallaða hvatapeninga, 25 þúsund á barn sem má nota til að niðurgreiða æfingagjöld. Hjá Stjörnunni er búningur ekki innifalinn í æfingagjöldum.

Í bréfinu kemur fram að ÍBV- íþróttafélag ítrekar að samstarf milli félagsins og Vestmannaeyjabæjar hafi verið gott, m.a. varðandi uppbyggingu á Herjólfsdal og með nýju fjölnota íþróttahúsi. Sama hafi verið upp á teningnum í Garðabæ. Þar hafi verið byggt stórt íþróttahús ásamt kennslusundlaug árið 2004 og 1200 manna stúka var byggð við nýjan gervigrasvöll 2005 en til stendur að endurnýja gervigrasið á næsta ári. Þá var nýlega vígt nýtt fimleikahús. Félagið óskar eftir viðræðum við bæinn og endar bréfið á þessum orðum. „Öflugt og sterkt íþróttastarf er öllum bæjarbúum mikilvægt og vitum við hjá ÍBV íþróttafélagi að bæjarstjórn Vestmannaeyja er þar ekki undanskilin. Samstarf íþróttahreyfingarinnar og bæjarins er öllum keppikefli enda er starfsemi þessi mjög samofin hvort öðru og gott gengi beggja aðila er báðum mikilvægt sem og Vestmannaeyjum öllum."

Ráðið svarar bréfi ÍBV-íþróttafélags fullum hálsi með óvenju langri bókun sem Jórunn Einarsdóttir, fulltrúi V-listans, samþykkti ekki en í bókun hennar kemur fram að hún sætti sig ekki við að svo ítarleg bókun sé samin fyrir fund og ekki af öllum nefndarmönnum. I bókun ráðsins kemur fram að það lýsir yfir miklum áhyggjum af umfangi þeirra verkefna sem ÍBV- íþróttafélag hefur tekið að sér, og tengjast öðru en þjálfun barna og ungmenna, og tapi á þessum rekstri. „Það er mat ráðsins að hlutverk íþróttafélaga eigi að vera það eitt að sinna æskulýðsstarfi, íþróttaþjálfun, kappleikjum og fjáröflunum því tengdu. Bókhaldslegt tap ÍBV íþróttafélags af rekstri eigna Vestmannaeyjabæjar upp á milljónir gerir að mati ráðsins ekkert annað en að hefta rekstur íþróttafélagsins, beina orku frá kjarnastarfseminni og að þeim verkefnum sem nær væri að eigendur mannvirkjanna bæru. Með þetta í huga felur fjölskyldu- og tómstundaráð framkvæmdastjóra og íþróttafulltrúa að taka upp viðræður við ÍBV-íþróttafélag um hvort leysa beri félagið undan rekstrarsamningum um fasteignir og íþróttamannvirki."

Stefnt skuli að því að aðkoma bæjarins að rekstri ÍBV-íþróttafélags verði sú sama og hjá öðrum íþróttafélögum í Vestmannaeyjum. „Markmiðið verði þannig að Vestmannaeyjabær reki öll íþróttamannvirki í eigu sveitarfélagsins og úthluti ÍBV-íþróttafélagi tímum og aðstöðu rétt eíns og er með önnur félög." Þá gerir ráðið athugasemdir við ósanngjarnan samanburð við Garðabæ. Ráðið bendir á að á seinustu 11 árum hafi verið byggð íþróttamannvirki fyrir tæpa 1,3 milljarða króna sem m.a. nýtast IBV-íþróttafélagi. „Stærstu einstöku framkvæmdir þessara ára eru bygging tveggja nýrra sala við íþróttamiðstöð, stækkun á Týsheimili og bygging knattspyrnuhúss. Kostnaðurinn við rekstur þessara mannvirkja nemur tugum milljóna á hverju ári. Þegar við bætist kostnaður vegna fjárbindinga mælist kostnaðurinn í hundruðum milljóna á ári. Nýjasta dæmið í þessa átt er krafa IBV- íþróttafélags um að bygging til að bæta aðstöðu áhorfenda á knattspyrnuleikjum verði kostuð úr sameiginlegum sjóðum allra bæjarbúa. Fjölskyldu- og tómstundaráð bendir einnig á að réttara hefði verið að bera saman Stjörnuna og ÍBVhéraðssamband, í stað ÍBV-íþróttafélags. „Innan ÍBV-héraðssambands eru alls 12 íþróttagreinar eða félög en helmingi færri í Garðabæ. ÍBV-íþróttafélag er eitt af aðildarfélögum ÍBV-héraðssambands. Árið 2010 varði Vestmannaeyjabær alls 14,5% af skatttekjum sínum til æskulýðs- og íþróttamála en Garðabær 12,5%. Af eignfærðum framkvæmdum varði Vestmannaeyjabær alls 422 milljónum til íþróttamála á móti 171 milljón í Garðabæ. Framlag Vestmannaeyjabæjar til ÍBV-héraðssambands var 31,6% af framlagi til æskulýðs- og íþróttamála á móti 17,9% hlutfalli Garðabæjar til Stjörnunnar. Fjölskyldu- og tómstundaráð er stolt af því framlagi sem Vestmannaeyjabær setur til jafn mikilvægs málaflokks og æskulýðs- og íþróttamála. Ráðið væntir áframhaldandi góðs samstarfs við ÍBV-íþróttafélag eins og íþrótta- og æskulýðsfélög í Vestmannaeyjum," segir í bókun Fjölskyldu- og tómstundaráðs.

Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags sendi síðan bréf til ráðsins þar sem það svarar bókun ráðsins. Stjórn félagsins telur að betra hefði verið að fara í viðræður, í stað þess að bóka með svo afgerandi hætti því það veki óþarfa umræðu um málið. „ÍBV-íþróttafélag óttast hins vegar ekki slíka umræðu þótt það telji það ekki málinu til framdráttar. Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags átelur hins vegar þessi vinnubrögð Fjölskylduog tómstundaráðs og vonar að þau séu ekki stefnubreyting bæjarins í þessum málum." í bréfi ÍBV-íþróttafélags er bókun Fjölskyldu- og tómstundarráðs jafnframt svarað efnislega. „Fyrir það fyrsta vill aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags taka það skýrt fram að ekkert í bréfi stjórnarinnar gaf tilefni til þeirrar bókunar sem Fjölskyldu- og tómstundaráð lætur frá sér. Bréf aðalstjórnar er jákvætt, bæjarstjórn hrósað og samstarfi hennar við IBV- íþróttafélag. Fjárhæðir eru settar fram án nokkurra athugasemda en að engu leyti er hallað réttu máli né á bæjarstjórn Vestmannaeyja. Óskað er eftir viðræðum. Annað er ekki í bréfi þessu."

Bókun Fjölskyldu- og tómstundaráðs er hins vegar dæmalaus og að ýmsu leyti villandi," segir í bréfinu áður en farið er efnislega í að svara bókun Fjölskyldu- og tómstundaráðs. „Fjölskyldu- og tómstundaráð víkur í bókun sinni fyrst að verksamningum Vestmannaeyjabæjar og ÍBV-íþróttafélags. Þar koma fram sterkar skoðanir á því hvernig framkvæmdinni verður best fyrir komið. Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags átti um síðustu helgi fund með framkvæmdastjóra Fjölskyldu og fræðslusviðs sem og íþróttafulltrúa bæjarins. Mál þetta er því komið í eðlilegan farveg og fer best á því að vinna að málinu þar. Rétt er þó að geta þess að þar kom skýrt fram að ekki eru bornar brigður á fjárhæðir þær sem fram koma í bréfi aðalstjórnar ÍBV-íþróttafélags."

Í svari ÍBV-íþróttafélags er jafnframt komið inn á það sem ráðið telur ósanngjarnan samanburð. „Í engu er hins vegar útskýrt í hverju þessi ósanngjarni samburður felst. Hins vegar er tekið fram hversu háum fjárhæðum Vestmannaeyjabær hefur varið til mannvirkjagerðar íþróttamála sl; 11 ára. í bréfi aðalstjórnar ÍBV-íþróttafélags er bæjarstjórn einmitt hrósað fyrir myndarskap við mannvirkjagerð, m.a. til íþróttamála og annarra og er vísað þar m.a. til útisvæðis við sundlaug sem og til fjölnota íþróttahúss. Eftir er því að skýra í hverju hinn ósanngjarni samanburður aðalstjórnar felst. Bréf aðalstjórnar verður væntanlega birt í fjölmiðlum innan skamms en Vestmannaeyjabær afhenti bréfíð til fjölmiðla eftir að ósk þess efnis barst. Þá fæst væntanlega svar við því í hverju þessi ósanngjarni samanburður felst," segir í bréfi ÍBV-íþróttafélags.

Félagið setur lfka út á samanburð á framlögum til íþrótta- og æskulýðsmála hjá Vestmannaeyjabæ og Garðabæ en í bókun Fjölskyldu- og tómstundaráðs segir að framlag Vestmannaeyjabæjar í málaflokknum hafi verið 14,5% af skatttekjum árið 2010 en í Garðabæ 12,5% á sama tíma. „Lykilorðið í samanburði þessum er orðið „skatttekjur". Venjan er hins vegar í þessum samanburði á milli sveitarfélaga að líta til „heildartekna". Það gerir m.a. Vestmannaeyjabær í sínum ársreikningi sem og önnur sveitarfélög þegar prósentur eru annars vegar. Fjölskyldu- og tómstundaráð kýs hins vegar að nota annað viðmið og lítur til „skatttekna". Það gerir samanburðinn hagstæðari Vestmannaeyjabæ. Ef „heildartekjur" yrðu notaðar sem viðmiðun yrði niðurstaðan að framlag Vestmannaeyjabæjar til fþrótta- og æskulýðsmála á árinu 2010 var ca. 9% en Garðabæjar ca. 12%. Mismunurinn fyrir Vestmannaeyjabæ ca. 70-80 millj. kr. Á hitt er að líta að við slfkan samanburð á jafnframt að skoða í hverju framlögin sem slfk eru fólgin, peningum eða millifærslum á kostnaði. Samanburður þessi, eins og Fjölskyldu- og tómstundaráð kýs að nota, er því í besta falli villandi og ráðinu til lítils sóma."

„Fjölskyldu- og tómstundaráð bókar þá að framlag Vestmannaeyjabæjar til mannvirkjagerðar hafi á árinu 2010 verið kr. 422 milljónir á móti kr. 171 milljón hjá Garðabæ. Þetta er rétt hjá Fjölskyldu- og tómstundaráði. Þetta var niðurstaðan árið 2010. Áður hafði Fjölskylduog tómstundaráð vísað til 11 ára fjárhagssögu mannvirkjagerðar til íþróttamála hjá Vestmannaeyjabæ. Sami samanburður var ekki gerður gagnvart Garðabæ. Þá var heldur ekki minnst á það að t.d. árin 2004, 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009 voru öll ár þar sem Vestmannaeyjabær kom verr út í samanburðinum við Garðabæ. Samanburður þessi er því lítt skiljanlegur og hlýtur að teljast villandi og er Fjölskyldu- og tómstundaráði lítt til framdráttar og vegsauka."

Í niðurlagi bréfs ÍBV-fþróttafélags er ítrekað að upphaflegt bréf frá félaginu hafi verið málefnalegt og jákvætt þar sem óskað var eftir viðræðum við bæjarstjórn. „Af hálfu ÍBV-íþróttafélags var vonast til að geta farið yfir málin án sleggjudóma eða gífuryrða. Það er von okkar að framganga Fjölskyldu- og tómstundaráðs til málsins breyti því ekki. Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags veit að í Fjölskyldu- og tómstundaráði er fólk sem þekkir vel t.d. til reksturs leik- og tónlistarskóla. Það veit að framlög til endurbóta á húsnæði eða byggingar mannvirkis minnkar ekki rekstrarkostnað og á ekki að leggja þær skyldur á starfsmenn að þeir sníki fyrir rekstrinum þar sem háum fjárhæðum hafi verið veitt til fasteignaverkefna í málaflokknum. Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags vonar að framangreind afgreiðsla Fjölskyldu- og tómstundaráðs sé og verði einsdæmi og tekur fram að ef ekki er skilningur á íþrótta- og æskulýðsstarfsemi hjá Fjölskyldu- og tómstundaráði þá er erfitt að finna slíkan stuðning annars staðar. Bókun Fjölskyldu- og tómstundaráðs hefur ekki enn borist ÍBV- íþróttafélagi sérstaklega heldur kynntist aðalstjórn efni hennar við lestur á opinberri heimasíðu Vestmannaeyjabæjar daginn eftir að fundur var haldinn. Fjölskyldu- og tómstundaráð gerir því væntanlega ekki athugasemdir við að bréf þetta verði birt með sambærilegum hætti," segir í lok svars IBV- íþróttafélags en undir bréfið skrifar stjórn félagsins.

(Eyjafréttir greindu frá)

Öruggur sigur í ótrúlegum leik

Kvennalið ÍBV vann FH í ótrú- legum leik á laugardaginn þegar liðin áttust við í Eyjum. FH tókst aðeins að skora 10 mörk í leiknum, þar af aðeins fjögur í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 24:10 og í raun alveg ótrúlegt að ÍBV hafi unnið 14 marka sigur eftir að hafa aðeins skorað 24 mörk. Florentina Stanciu var í miklu stuði í marki ÍBV en hún varði alls 26 skot í leiknum. ÍBV var mun sterkari aðilinn í leiknum en sóknarleikurinn er hins vegar áhyggjuefni því hann gengur ekki alveg nógu vel ennþá. Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, hefur sagt að tungumálaörð- ugleikar hefti samskipti leikmanna inni á vellinum, sérstaklega í sóknarleiknum. Með tímanum verður væntanlega hægt að slípa sóknarleikinn til en á meðan virðist varnarleikurinn vera í lagi og markvarslan er afbragðsgóð enda Florentina besti markvörður deildarinnar.

Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 6, Ivana Mladeuovic 4, Aníta Elfasdóttir 3, Grigore Ggorgata 3, Mariana Trbojevic 3, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 2, Hildur Dögg Jónsdóttir 1, Nína Lykke Pettersen 1, Kristrún Hlynsdóttir 1. Varin skot: Florentina Stanciu 26.

Spiluðu tvo leik á sama sólarhring

Kvennalið IBV var ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Eimskipsbikarsins  þegar stelpurnar mættu Aftureldingu í Mosfellsbæ. Lokatölur urðu 18:31 en staðan í hálfleik var 4:19. Daginn áður léku stelpurnar gegn Fram á útivelli í Íslandsmótinu en eftir kaflaskiptan leik, var það Fram sem hafði betur 30:26.

Gamlingjar í 8 liða úrslit

B-lið ÍBV tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Eimskipsbikarsins með því að leggja HK 2 að velli í Eyjum á laugardag. í liði Eyjamanna voru nokkrar goðsagnir handboltans í Eyjum og fremstur í flokki fór hinn síungi Sigmar Þröstur Óskarsson, markvörður, sem gerði sér lítið fyrir og varði 22 skot í leiknum, þar af fjögur víti. Lokatölur urðu 24:19 en leikurinn var lengst af í jafnvægi. Leikurinn fór ágætlega af stað því Eyjamenn náðu strax undirtökunum en heimamenn urðu þó fyrir áfalli þegar Daði Pálsson puttabrotnaði eftir að hafa skorað eina mark sitt í leiknum. Daði hafði fram að því verið bestur í liði ÍBV enda æft stíft með kvennaliði IBV fyrir leikinn. Varnarleikur og markvarsla Eyjamanna var með miklum ágætum í leiknum en að sama skapi var sóknarleikurinn frekar dapur. Svavar Vignisson var hins vegar þyngdar sinnar virði, sem er ekki lítið, en Svavar skoraði fimm mörk í leiknum. En þegar upp var staðið var það líklega markvarsla Sigmars Þrastar sem skipti höfuðmáli í leiknum en að sama skapi var markvarsla HK lítil. Mikil stemmning var á leiknum, tæplega 600 manns fylltu áhorfendabekkina sem er meira en að öllu jöfnu er á leikjum karla- og kvennaliða ÍBV Þá voru pallarnir þegar orðnir þéttsetnir hálftíma fyrir leik, sem var eitthvað sem kom gestunum verulega á óvart, enda áttu þeir ekki von á mörgum áhorfendum á leikinn. Mörk ÍBV: Svavar Vignisson 5, Arnar Pétursson 3, Erlingur Richardsson 3, Arnar „lína" Richardsson 2, Haraldur Hannesson 2, Ingólfur Jóhannesson 2, Karl Haraldsson 2, Jón Þór Klemensson 1, Guðfinnur Kristmannsson 1, Björgvin Þór Rúnarsson 1, Daði „putti" Pálsson 1, Gunnar Sigurðsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 22/4, Sigmar Helgason 4.

Íþróttaakademía stofnsett við grunnskólann

Á  fundi fræðslu- og menningarráðs um miðjan nóvember gerði formaður ráðsins grein fyrir hugmyndum að stofnun íþróttaakademíu við Grunnskóla Vestmannaeyja. Er hún ætluð tveimur efstu bekkjunum. Í fundargerð segir að Hildur Sólveig Sigurðardóttir, formaður, hafi upplýst að markmiðið með stofnun íþróttaakademíunnar sé að efla áhuga og metnað ungra íþróttamanna jafnt í námi sem íþróttum, draga úr líkum á brottfalli úr íþróttum og neyslu vímuefna. Með þessu sé verið að vinna að formlegum samstarfs- og samráðsvettvangi grunnskóla og íþróttafélaga í anda skóla- og æskulýðsstefnu og íþróttastefnu Vestmannaeyjabæjar og um leið stuðla að gagnkvæmum skilningi og virðingu á starfi beggja aðila. „Mikill fjöldi nemenda grunnskólans stundar íþróttir af miklum kappi og stundum fleiri en eina íþrótt í senn. Þessu fylgir að mikill tími fer í æfingar, keppnisferðalög og annað sem tilheyrir félagsstarfinu. Því er mikilvægt að gagnkvæmur skilningur, stuðningur og samstaða ríki hjá grunnskóla og íþróttahreyfingunni varðandi t.d. áherslur á heimanám og æfingasókn," segir í fundargerðinni og lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem skoði grundvöll að stofnun íþróttaakademíu og því að koma á formlegra samstarfi GRV og íþróttahreyfingarinnar. „Þar sem mikill fjöldi þeirra nemenda sem hafa íþróttir sem valgreinar í 9. og 10 bekk koma úr íþróttagreinum innan ÍBV-íþróttafélags, handbolta og eða fótbolta, er óskað eftir því að ÍBV-íþróttafélag skipi tvo fulltrúa í umræddan starfshóp." Fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar sitja í starfshópnum Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður fræðslu- og menningarráðs; fulltrúi V-lista og Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs. Einnig sitja í hópnum Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, fulltrúi GRV; Jón Ólafur Daníelsson og Ámi Stefánsson.

Sigrar í fótbolta

Karlalið ÍBV í knattspyrnu lék tvo leiki í Íslandsmótinu í Futsal, sem er afbrigði af hinum hefðbundna innanhússfótbolta. IBV er í riðli með Sindra, Afríku og Leikni R. og er leikin tvöföld umferð en efsta liðið kemst í úrslitakeppnina. Strákarnir spiluðu tvívegis við Sindra og unnu báða leikina, fyrst 13:6 og svo 20:2. Þá léku strákarnir svo æfingaleik á hefðbundnum knattspymuvelli gegn Hetti og endaði leikurinn 7:1 fyrir ÍBV. Mörkin skomðu þeir Eyþór Helgi Birgisson (2), Tryggvi Guðmundsson, Anton Bjamason, Arnór Eyvar Óiafsson, Pétur Runólfsson og Charly Romero. Romero þessi er bandarískur og hefur æft bæði með ÍBV og Val undanfarna daga.

Yngri flokkarnir

Annar flokkur karla vann nauman sigur á ÍR  en liðin mættust á heimavelli ÍR-inga. Lokatölur urðu 29:30 en liðin leika í 2. deild Íslandsmótsins.

Þriðji flokkur karla lagði KA að velli í 1. deild Íslandsmótsins, 34:27 en staðan í hálfleik var 17:16. Strákarnir sóttu svo Hauka 1 heim daginn eftir en töpuðu 32:21 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:8. Strákarnir léku svo þriðja leikinn á þremur dögum þegar þeir unnu HK á útivelli í bikarkeppninni 29:36 en staðan í hálfleikvar 13:19.

Bikar og deild

Leikmenn ÍBV stóðu í ströngu undir lok nóvember  en liðið mætti Haukum í 16-liða úrslitum og lék svo gegn Selfossi í sannkölluðum baráttuleik í 1. deildinni daginn eftir. Eyjamenn voru í raun klaufar að vinna ekki úrvalsdeildarliðið en sýndu þó að ÍBV vantar ekki mikið upp á til að bjóða upp á samkeppnishæft úrvalsdeildarlið. Lokatölur í bikarnum urðu 17:19 eftir bráðskemmtilegan handboltaleik.

Leikurinn gegn Selfossi  var ekki síður skemmtilegur. Eyjamenn fóru illa með Selfyssinga í fyrsta leik liðanna á Selfossi fyrr í vetur þegar ÍBV vann með þrettán mörkum. Annað var upp á teningnum núna  því Selfyssingar voru framan af síst lakara liðið enda voru gestirnir tveimur mörkum yfir í hálfleik 14:16. En með betri varnarleik og markvörslu í síðari hálfleik tókst ÍBV að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik og undir lokin var sigurinn öruggur. Mestur varð munurinn sjö mörk, 30:23 en gestimir náðu að laga stöðuna aðeins undir lokin og lokatölur urðu 35:32. Leifur Jóhannesson, hægri skytta ÍBV-liðsins, var öflugur fyrir Eyjamenn, skoraði átta mörk og gaf nokkrar frábærar stoðsendingar.

Mörk IBV: Leifur Jóhannesson 8, Magnús Stefánsson 6, Grétar Þór Eyþórsson 5, Gísli Jón Þórisson 4, Sindri Ólafsson 4, Sigurður Bragason 3, Theodór Sigurbjömsson 2, Bragi Magnússon 2, Davíð Þór Óskarsson 1. Varin skot: Kolbeinn Amarson 5, Haukur Jónsson 13.

600 á handboltamóti í Eyjum

Gríðarstórt handboltamót fór fram í Eyjum síðustu helgina í nóvember þegar krakkar í 5. flokki drengja og stúlkna léku í Íslandsmótinu. Alls tóku um 600 manns þátt í mótinu sem var afar vel heppnað enda er ávallt mjög vinsælt að koma á mót í Eyjum, þar sem ÍBV-íþróttafélag er eina félagið á landinu sem treystir sér til að halda sameiginlegt mót fyrir drengi og stúlkur.

Keppt var í fjórum sölum, þremur sölum íþróttamiðstöðvarinnar og nokkrir leikir fóru fram í Týsheimilinu. Líklega eru ekki mörg bæjarfélög á landsbyggðinni sem geta boðið upp á viðlíka aðstöðu, þrjá handboltavelli í fullri stærð undir einu þaki og gistiaðstöðu fyrir mörg hundruð manns í göngufæri frá keppnisstað. ÍBV- íþróttafélag hefur líka mikla reynslu í mótshaldi sem þessu, en eitt af því sem gerði mótið í Eyjum sérstakt, er kvöldvakan á laugardagskvöldinu. Þar var boðið upp á brekkusöng og landsleik, bæði drengja og stúlkna. Þrír fulltrúar frá Vestmannaeyjum tóku þátt í landsleiknum, þau Andri Sigfússon og Thelma Jóhannsdóttir komu frá ÍBV en Eyjastelpan Sandra Erlingsdóttir, sem leikur með HK, var einnig í landsliðinu.

Eftir landsleikinn var svo slegið upp diskóteki og ekki að sjá annað en að spennan hafi verið mikil meðal þátttakenda.

Í drengjaflokki tefldi ÍBV fram tveimur liðum. ÍBVl lék í l. deild en Eyjapeyjar kunnu greinilega vel við sig á heimavelli því strákarnir unnu 5 leiki af 6 og enduðu í efsta sæti 1. deildar. Sannarlega glæsilegur árangur hjá strákunum. ÍBV vann FH 1 12:5, HK 1 17:14, Gróttu 1 15:14, ÍR 1 22:11 en tapaði fyrir Stjörnunni 14:17.

ÍBV2 lék svo í B-riðli 3. deildar. Strákarnir unnu Gróttu 2 12:8 og Fjölni 15:13 en töpuðu svo fyrir FH 2 13:15 og KR 7:12. ÍBV endaði í 2. sæti riðilsins með fjögur stig, eins og Fjölnir og KR. Þjálfari strákanna er Árni Stefánsson.

ÍBV tefldi fram einu kvennaliði sem lék í B-riðli 3. deildar. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki sannfærandi en þær unnu Aftureldingu 1 14:8, ÍR 2 11:4, Fjölni 2 19:7 og Fram 3 16:4.ÍBV vann því riðilinn og fékk gullverðlaun. Þjálfari stelpnanna er Unnur Sigmarsdóttir. 

Trausti hættir

Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, hefur sagt starfi sínu lausu. Trausti mun þó vinna út uppsagnarfrestinn sem rennur út í janúar.

Misstu toppsætið

Eyjamenn misstu toppsæti 1. deildarinnar í hendurnar á ÍR þegar ÍBV tapaði erfiðum útileik gegn Víkingum, 25:18 en arfaslakur sóknarleikur varð ÍBV að falli. ÍBV er nú í öðru sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og ÍR en fjögur lið eru nú í einum hnapp í toppbaráttu deildarinnar.

Sótt um stúkubyggingu

Tryggvi Már Sæmundsson, f.h. ÍBV-íþróttafélags, sótti um byggingarleyfi fyrir áhorfendastúku sunnan við Hásteinsvöll í byrjun desember. Ráðið samþykkti erindið þar sem uppdrættir eru í samræmi við deiliskipulag svæðis. Allar framkvæmdir við áhorfendastúku skulu vera í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar og reglugerðar KSÍ um knattspyrnuleikvanga.

Skóflustunga

Fyrsta skóflustunga að nýrri stúku við Hásteinsvöll var tekin laugardaginn 3. desember.  Það var Eyjólfur Guðjónsson, útgerðarmaður, sem tók fyrstu skóflustunguna en Eyjólfur var einn þeirra sem söfnuðu fé í framkvæmdina.

Yngri flokkarnir

Annar flokkur karla sótti Gróttu 2 heim á Seltjarnanesið um miðjan desember. Eyjapeyjar hafa spilað vel það sem af er veturs, þótt í liðið vanti tvo sterka leikmenn, þá Einar Gauta Ólafsson, sem er meiddur og Birki Má Guðbjörnsson, sem var lánaður í Fjölni fram að áramótum. Liðið leikur í 2. deild en á þó möguleika á að komast í úrslitakeppni Íslandsmótsins í vor. Strákarnir voru sterkari á Seltjarnarnesinu, voru 13:18 yfir í hálfleik og unnu að lokum 32:36. ÍBV er í öðru sæti 2. deildar með 10 stig eftir sex leiki en Afturelding er efst með 12 stig eftir sjö leiki.

Fjórði flokkur karla lék gegn FH og KR. B-liðið tapaði 24:15 eftir að staðan var 12:6 í hálfleik, A-liðið tapaði líka, 29:19 en staðan í hálfleik var 16:11.

Daginn eftir lék A-liðið svo gegn KR og tapaði í jöfnum leik, 23:21 en Eyjapeyjar voru yfir í hálfleik 9:11. B-liðið tapaði hins vegar stórt fyrir Stjörnunni, 33:23 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 17:11.

Fjórði flokkur kvenna lék gegn FH  og vann 17:19 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 6:10. Stelpurnar töpuðu hins vegar illa fyrir Fram daginn eftir 25:14 en staðan í hálfleik var 13:8.

Enginn dómur

Aganefnd Handknattleikssambands Íslands úrskurðaði að ekki væri hægt að dæma brot Davíðs Þórs Óskarssonar eftir myndbandsupptöku. Forsaga málsins er sú að í fréttum Stöðvar 2 var atvik sýnt úr leik ÍBV og Selfoss þar sem Davíð Þór virtist slá leikmann Selfoss viljandi í andlitið. Í kjölfarið sendi stjórn HSÍ erindi til aganefndar og óskaði eftir því að nefndin tæki málið fyrir eftir myndbandsupptökunni. Aganefnd er hins vegar ekki leyfilegt nema í undantekningartilfellum að dæma eftir upptökum. Þá sé ekki hægt að meta það á upptökunni hversu alvarlegt brotið var, þótt það virki alvarlegt. Þá lék leikmaður Selfoss áfram og kláraði leikinn. Málið var því látíð niður falla.

Tap gegn Stjörnunni

Eyjamenn töpuðu illa fyrir Stjörnunni á heimavelli. Reyndar var munurinn ekki nema tvö mörk í leikslok en spilamennska liðsins í fyrri hálfleik er með því lélegasta sem sést hefur um langt skeið hjá ÍBV. Eftir frábæra byrjun á Íslandsmótinu, þar sem ÍBV vann alla leiki sína í 1. umferð, hefur liðið aðeins unnið einn leik í 2. umferð.  Sama var uppi á teningnum í fyrra, þegar liðið byrjaði vel en missti svo flugið í 2. umferð og vann þá aðeins einn leik.

Leikmenn ÍBV voru algjörlega á hælunum í fyrri hálfleik, bæði í vörn og sókn. í sóknarleiknum vantaði einhvern til að taka af skarið en þeir sem gerðu það, áttu einfaldlega ekki nógu góðan dag. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, skipti út mönnum en ekkert virtist virka og þegar upp var staðið var munurinn heil níu mörk í hálfleik, 8:17. Það er eitthvað sem ekki á að bjóða stuðningsmönnum ÍBV-liðsins upp á enda áttu þeir  erfitt með að trúa sínum eigin augum. En hálfleiksræða Arnars þjálfara hefur hitt í mark því smátt og smátt söxuðu Eyjamenn á forskotið. Þegar um sjö mínútur voru eftir, var munurinn kominn í þrjú mörk, 22:25 en þá fóru tvær sóknir í röð forgörðum hjá ÍBV á meðan Stjarnan bætti við tveimur mörkum og tryggði sér um leið sigurinn.  

Ester leikmaður mánaðarins

Ester Óskarsdóttir, leikmaður ÍBV, var valin leikmaður mánaðarins í Nl deild kvenna en valið var kunngert í íslenska boltanum, íþróttaþætti á RÚV Ester hefur farið fyrir liði ÍBV og verið besti leikmaður liðsins, sérstaklega í sókninni þar sem hún skoraði að meðaltali rúmlega átta mörk í leik í nóvember. Hafrún Kristjánsdóttir sagði í umsögn um Ester að hún hafi tekið miklum framförum í vetur. Til þessa hafi hún verið góður varamaður en nú sé hún búin að breytast í lykilmann hjá ÍBV „Vel valið," bætti Snorri Sturluson, íþróttafréttamaður á Sport.is. 

Sigur á Fjölni

Eyjamönnum urðu ekki á nein mistök þegar ÍBV sótti Fjölni heim í síðasta leik 2. umferðar í 1. deild karla í handbolta. ÍBV hefur ekki gengið eins vel í 2. umferðinni og í 1. umferð og því ekkert nema sigur sem kom til greina gegn botnliði 1. deildar. Fjölnismenn veittu ágæta mótspyrnu en getumunurinn á liðunum er hins vegar talsverður. Lokatölur urðu 23:27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10:12.

Mörk ÍBV: Vignir Stefánsson 6, Sindri Ólafsson 5, Leifur Jóhannesson 3, Theodór Sigurbjömsson 3, Gísli Jón Þórisson 3, Sigurður Bragason 2, Andri Heimir Friðriksson 2, Grétar Eyþórsson 1 og Magnús Stefánsson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 23/1

Yngri flokkarnir

2. flokkur karla tapaði fyrir Aftureldingu en leikur liðanna fór fram í Mosfellsbæ. Liðin leika í 2. deild en Afturelding var á toppnum fyrir leikinn með tveggja stiga forystu á ÍBV, sem á reyndar leik til góða. Sigur hefði verið kærkominn en Mosfellingar voru sterkari og unnu 34:26 eftir að hafa verið 17:14 yfir í hálfleik. Eyjamenn eru enn í öðru sæti, nú fjórum stigum á eftir Aftureldingu en með jafnmörg stig og Valur og Akureyri.

3. flokkur kvenna komst áfram í bikarkeppninni eftir nauman sigur á HK. Leikur liðanna fór fram í Kópavogi en lokatölur urðu 24:25 eftir að staðan í hálfleik var 11:12. 4. flokkur karla gerði jafntefli gegn Fram í Eyjum. Lokatölur urðu 22:22 eftir að Eyjamenn höfðu haft yfir í hálfleik, 13:10. 

Eftir bókinni hjá B-liðinu

Það fór eins og flesta grunaði þegar B-lið ÍBV tók á móti Úrvalsdeildarliði HK í 8 liða úrslitum Eimskipsbikarsins. HK var mun sterkari aðilinn og vann að lokum með 22 marka mun, 18:40 en staðan í hálfleik var 8:17. Engu að síður var góð stemmning á leiknum og ekki að sjá annað en að um 600 áhorfendur, sem voru á leiknum, hafi skemmt sér vel.

Eins og áður hefur komið fram var Erlingur Richardsson í þeirri sérkennilegri stöðu að vera að spila gegn liði sínu, því hann er annar tveggja þjálfara HK en hefur jafnframt leikið með B-liði ÍBV í bikarkeppninni. Erlingur spilaði að sjálfsögðu með B-liðinu en það var engu líkara en lærisveinar hans hefðu lagt alla áherslu á að þjálfarinn myndi ekki skora gegn þeim því Erlingi tókst ekki að koma tuðrunni í netið. Erlingur gat þó fagnað í leikslok, enda kominn í undanúrslit með lið sitt.

Guðfinnur Kristmannsson sýndi að lengi býr í gömlum glæðum því hann skoraði sjö mörk gegn úrvalsdeildarliðinu, mörg hver stórglæsileg en Guðfinnur er einnig þjálfari í úrvalsdeild og þjálfar Gróttu. Seltirningum hefur ekki gengið vel í vetur og spurning hvort Guðfinnur  fari ekki að spila með þeim til að auka breiddina í liðinu. Hins vegar verður það ekki tekið af strákunum í B-liðinu að þeir eru snillingar í markaðssetningu. Að fá á milli 500 til 600 manns á báða leiki liðsins í keppninni er eitthvað sem HSÍ ætti að skoða vandlega og spurning hvort markaðsfræðingar B-liðsins ættu ekki að liðsinna HSÍ í að gera handboltann að enn vinsælli íþrótt en hann er í dag.

Mörk ÍBV: Guðfinnur Kristmannsson 7, Arnar Pétursson 3, Svavar Vignisson 2, Arnar „lína" Richardsson 1, Jón Þór Klemensson 1, Ingólfur Jóhannesson 1, Daði Pálsson bara 1, Davíð Guðmundsson 1 og Sindri Haraldsson 1, næstum því 2.

ÍBV fær góða dóma

ÍBV-íþróttafélag fær góða dóma hjá KSÍ fyrir uppeldisstarf félagsins í knattspyrnunni. Þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSI og Dagur Sveinn Dagbjartsson, starfsmaður fræðsludeildar heimsóttu félagið á dögunum og tóku út knattspyrnuhlutann í starfi félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV- íþróttafélags en þeir Sigurður og Dagur skiluðu inn greinargerð um starfið í Eyjum. Í greinargerð þeirra kemur m.a. fram að unnið sé að nýrri uppeldisáætlun hjá félaginu enda sé síðasta áætlun frá 2002 og því komin til ára sinna. „ÍBV hefur verið í stefnumótunarvinnu á undanförnum mánuðum og verið að vinna þar í gerð nýrrar stefnu sem er langt á veg komin og er vönduð og ítarleg. Þeirri uppeldisáætlun verður skilað inn með næstu leyfisumsókn ÍBV. Uppeldisáætlunin verður aðgengileg á heimasíðu ÍBV og endurskoðuð reglulega í framtíðinni. Jafnframt verður tilkynning send á foreldra eftir endurskoðun uppeldisáætlunarinnar svo þeir séu vel upplýstir. Hin nýja uppeldisáætlun ÍBV mun innihalda leiðbeiningar um líkamlegt, andlegt, félagslegt og knattspyrnulegt uppeldi innan félagsins," segir í greinargerðinni. Í henni er jafnframt komið inn á að ÍBV eigi meistaraflokkslið í fremstu röð, bæði Pepsídeild karla og kvenna þar sem uppaldir leikmenn fái reglulega tækifæri. Þeir félagar segja jafnframt það hafa verið lærdómsríkt að kynnast starfi ÍBV.

ÍBV hafði betur

Knattspyrnulið ÍBV og KFS mættust tvívegis milli jóla og nýars í Íslandsmótinu í Futsal. Liðin leika saman í A-riðli ásamt Íslandsmeisturum úr Hvöt. Bæði lið höfðu tvívegis leikið gegn Hvöt, IBV vann báða leikina órugglega en KFS vann einn og tapaði hinum. Því var um að ræða úrslitaleiki um að komast í úrslit Íslandsmótsins. Til að gera langa sögu stutta þá hafði ÍBV mikla yfírburði í leikjunum, unnu fyrri 8:0 og þann síðari 6:1.

Mörk ÍBV gerðu þeir Ingólfur Einisson 5, Anton Bjarnason 3, Gauti Þorvarðason 2, Pétur Runólfsson 2, Arnór Eyvar Ólafsson 1 og Eiður Aron Sigurbjörnsson 1.

Áramótabrenna

Að venju voru gamla árið kvatt með brennu og flugeldasýningu í malargryfjunni við  Hástein sem var í umsjón ÍBV íþróttafélags.      

Til baka á forsíðu