Minningarvefur um Pál Steingrímsson/Ævintýri í Kanada

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. maí 2019 kl. 10:06 eftir Þórhildur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. maí 2019 kl. 10:06 eftir Þórhildur (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>'''Ævintýri í Kanada'''</center></big></big><br> Að loknum unglingsárum í Vestmannaeyjum náði útþráin yfirhöndinni. Páll rakst á auglýsingar í blað...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ævintýri í Kanada


Að loknum unglingsárum í Vestmannaeyjum náði útþráin yfirhöndinni. Páll rakst á auglýsingar í blaði sem gefið hafði verið út í Winnipeg þar sem auglýst var eftir vinnuafli víðsvegar Í Kanada. Þá kviknaði hjá Páli sú hugmynd að halda út í heim og sótti hann um á þremur stöðum í Kanada. Honum bauðst vinna á öllum þeim stöðum sem hann sótti um og lét hann til skarar skríða og hélt út (Páll Magnússon o.fl., 2016). Í Kanada lenti Páll í hinum ýmsu ævintýrum. Til að byrja með hafði hann aðsetur í Gimli, en fljótlega eftir komu hans þangað hélt hann til Winnipeg þar sem hann hóf störf við fiskveiðar í Winnipegvatni ásamt Helga Stevens. Páll var fimur með hnífinn og hafði hann mikið gaman af þessu. Páll endaði svo í kornskurði í Saskatchewan hjá Þorsteini Markússyni en Þorsteinn var snauður maður og fékk Páll því ekki greitt fyrir störf sín. Þegar Páll kom til Winnepeg var ætlunin að fara í háskóla fyrir peningana sem hann hafði unnið sér fyrir hjá Þorsteini en það reyndist erfitt þar sem að hann hafði svikið Pál um laun. Páll átti ekki einu sinni fyrir leigu á þessum tíma og reyndist honum erfitt að finna samastað. Allt þangað til hann rakst á franskan Kanadamann en sá gerði Páli tilboð að ef hann treysti sér í að gera upp (smíða, mála og dúkleggja) háaloftið á eign sinni, þá mætti hann vera með aðsetur þar endurgjaldslaust til hálfs árs og þáði Páll boðið. Eftir það reyndi hann sig við gullvinnslu í námum við Madsen Goldmine í Ontario en endaði svo sem járnbrautarþjónn með strákunum úr skólanum. Þar tókst honum að safna góðum pening vegna mikils þjórfés og þegar Páll kvaddi Kanada var hann með sex skjóður fullar af silfurdollurum svo hann var vel auðugur (Páll Magnússon o.fl., 2016).