Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júlí 2006 kl. 13:36 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júlí 2006 kl. 13:36 eftir Daniel (spjall | framlög) (Magnús Guðmundsson frá Vesturhúsum færð á Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum))
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Guðmundsson fæddist 27. júní 1872 að Vesturhúsum og lést 24. apríl 1955. Magnús var bóndi og formaður. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi Þórarinsson á Vesturhúsum og Guðrún Erlendsdóttir. Magnús giftist Jórunni Hannesdóttur hafnsögumanns Jónssonar. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap á Vesturhúsum í Eyjum. Jórunn lést 24. janúar 1962.

Magnús byrjaði að stunda sjóinn um fermingaraldur. Fljótlega varð hann formaður. Þar til vélbátarnir komu var hann lengi formaður á Ingólfi. Magnús var um áratugi með allra snjöllustu formönnum og fyrstur til að stunda veiðar við Vestmannaeyjar með þorskalínu árið 1898. Einnig byrjaði Magnús á því að leggja þorskanet í sjó við Eyjar. Hann var formaður á Hansínu frá 1906 til 1921. Hann smíðaði nýja Hansínu, Hansínu II, árið 1916. Magnús var aflakóngur 1908.



Heimildir

  • Eyjólfur Gíslason. Hannes Lóðs. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1954.
  • Jón Sigurðsson. Aflakóngar Vestmannaeyja 1906-1929. Sjómannadagsblaðið 1961. 10. árg.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Þorsteinn Víglundsson. Saga barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum. Blik. 23. árg 1962.