Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1974/ Aflakóngur Vestmannaeyja 1973
Aflakóngur Vestmannaeyja 1973 AFLAKÓNGUR Vestmannaeyja árið 1973 varð Gunnar Jónsson skipstjóri á Isleifi VE 63. Fór sem margan grunaði, er hann var kynntur á síð-um blaðsins árið 1972, að Gunnar kæmi þar bráðlega við sögu aftur.
ísleifur VE 63 undir skipstjórn Gunnars var með mesta aflaverðmæti Vestmannaeyjabáta ár-ið 1973 eða samtals 38.758.489 kr. brúttó, en nettó aflaverðmæti til skipta var kr. 31.327.639 kr. Þessi munur er vegna innflutningsgjalda, sem eru tekin af brúttóaflaverðmæti. A vetrarvertíðinni 1973 voru þeir á loðnu-veiðum, og síðan á netum. Isleifur hóf veiðar eftir að eldgosið hófst, er vika var af febrúar og aflaði samtals 7.200 tonn af loðnu. Þeir lönd-uðu talsverðum hluta af afla sínum í Eyjum, en vertíðina 1973 var loðnumóttaka þar þrátt fyrir gosið frá 16. febrúar og til loka loðnuvertíðar. Bolfiskaflinn var 150 tonn í net. Báturinn hélt til síldveiða í Norðursjó í byrj-un júní í fyrra og var afli ágætur allt sum-arið. Verðmæti síldaraflans var 21.200 millj. kr. ísleifur landaði eins og flestir íslenzku síldveiði-bátarnir í síldarbænum Hirtshals á vesturströnd Jótlands.
Ég hitti Gunnar að máli stutta stund í glæsi-legu einbýlishúsi þeirra hjóna við Illugagötu. Þeir sátu þar kunningjarnir, Gunnar og Jón Berg skipstjóri á Isleifi IV, og ræddu horfur á komandi sumri, en haldið var til síldveiða i Norðursjó stuttu eftir sjómannadaginn, um miðjan júní. Þeir taka fjölskyldur sínar með sér og eru búsettir í Hirtshals yfir sumarið, var svo einnig í fyrra. Þykir konunum þetta góð til-breyting og útivistin verður styttri.
Vestmannaeyingar óska Gunnari Jónssyni og skipshöfn á Isleifi, útgerð og fjölskyldum til hamingju með aflasælt ár og allra heilla og far-sældar á komandi árum.
Skipshöfn Isleifs VE 63 heiðruð á sfómannadaginn 1972. F. v.: Páll Bergsson, Valur Oddsson, Sigurján P/ils-soit, Agúst Birgisson, Jón Valtýsson, Arni Oli Olason 3. stýrim., Kari Birgir Sigurðsson 1. vélstj., Bjami Ólafs-son matsveinn, Jón Berg Halldúrsson 1. stýrim., Svtmn Tómasson 2. vélst)., Sigurður Guðnason 2. stýrim., Gunnar Jónsson skipsljóri.