Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1989/Ljóð af bryggjunum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. mars 2019 kl. 13:46 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. mars 2019 kl. 13:46 eftir Valli (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Snorri Jónsson

Ljóð af bryggjunum

Snorra Jónsson, Gámavin, þarf ekki að kynna fyrir lesendum þessa blaðs. Snorri er Siglfirðingur, rafvirki að menn en er líklega kunnastur í Eyjum fyrir gámalöndun og kveðskap. Hér birtum við nokkrar af hugrenningum hans í bundnu máli.

STOLNAR STUNDIR
Hvað er atvinnuþræll sem að öðrum er háöur
í alvöru að yrkja ljóð?
Það er álíka vitlaust og útgerðarmaður
eltist við hrossastóð.
Því eí' maður yrkir á daginn
er einhver sem borgar kaup
og enginn vill greiðslu inna fyrir
eintóma dagdrauma og raup.
En ef' að það skeður um nætur
er ónýt sú hvíldarstund.
Það er erfitt með Iðunni gyðju
að eiga sér ástarfund.

LANDLEGA
Það brakar í tógum og bryggjurnar skjálfa
og brimsogið myndar rastir og straum.
Geislabrot dansa á gáruðum fleti
sem gæðir þá lífi svo minnir á draum.

En bátarnir liggja bundnir við kantinn,
þeir bylta sér óvært og rífa í bönd.
Þeir ,,Gæðingar hafsins" geta vart beðið
gnauðandi vinsveipar fari um lönd.

TIL VINAR MÍNS
Mig langar að yrkja þér undurfallegt ljóð
um allt það fagra og góða sem lífið kann að bjóða
en úr þessu verður bara ískalt spunahljóð
Því efnishyggjusnældan er þreytt í von um gróða.

Þannig er því varið og þess vegna það er
að þreyttir menn þeir eygja ei skóginn fyrir trjánum,
Þeir vaða bara áfram í villu þess sem fer
vinalaus til fundar þess er fellir þá með ljánum.