Loftur Guðmundsson (kennari)
Loftur Guðmundsson fæddist 6. júní 1906 og lést 29. ágúst 1978. Loftur var ekki fæddur, né uppalinn í Vestmannaeyjum en hann dvaldist um 12 ára skeið við kennslustörf í Eyjum.
Í Eyjum stundaði hann einnig ritstörf og samdi meðal annars leikritið Brimhljóð sem var eitt af hans þekktari leikritium. Eyjamenn minnast Lofts þó kannski helst fyrir ljóð sín við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Hann samdi meðal annars textann við Þjóðhátíðarlagið 1968, Svo björt og skær, og textann við Ship ohoj.