Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Sjómannadagurinn 2009
Sjómannadagurinn 2009
Sjómannadagshelgin er orðin ein stærsta menn- ingarhátíð bæjarins á hverju ári. Helgin er í raun fyrsta bæjarhátíðin sem eitthvað kveður að ár hvert og óhætt að segja að hátíðahöldin árið 2009 hafi gengið vel. Veðrið skipar ávallt stóran sess og veðurguðimir léku við hátíðargesti, ekki síst á laug- ardeginum þegar hátíðahöldin í Friðarhöfn fóru fram. En þótt veðrið skipi stóran sess, væri hátíðin hvorki fugl né fiskur ef ekki kæmi til öflugt sjó- mannadagsráð. Stefán Birgisson, fyrrum formaður ráðsins, og hans menn sköpuðu mjög þétta dagskrá þar sem flestir, ef ekki allir, gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. En án fjölmargra sjálfboðaliða væri þetta ekki hægt og fyrir það ber að þakka. Hátíðahöldin hófust á föstudeginum með fót- boltamóti og golfmóti. Fótboltamótinu hefur vaxið fiskur um hrygg eftir að mótið hafði dalað en sem fyrr var það áhöfnin á Hugin VE sem stóð uppi sem sigurvegari eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Álsey VE. Áhöfnin á Álsey reyndi hvað hún gat til að mæta sem best undirbúin til leiks en eins og fram kom í Sjómannadagsblaðinu í fyrra var und- irbúningstímabilið langt og strangt, með stífúm æf- ingum og sérvöldu heilsufæði. En allt kom fyrir ekki, reynslan í Huginsliðinu er slík að nú er spurn- ing hvort önnur lið verði ekki að fara huga að leik- mannakaupum. Um kvöldið var svo hið árlega Söngvakvöld Árna Johnsen og félaga en Ámi fékk Magnús Eiríksson sjálfan til að taka nokkur lög, bæði einn og með Árna. Söngkvöldið var mjög vel sótt, eins og alltaf, og stóð ijörið fram á nótt. Laugardagurinn heilsaði Eyjamönnum með brak- andi sól og blíðu. Sjómannaíjör í Friðarhöfn hófst klukkan eitt en áöur var boðið upp á bílasýningu forn- og sparibíla. Fjörið í Friðarhöfn var með hefðbundnu sniði, kappróður, koddaslagur, kara- lokahlaup og meira fjör var á dagskrá, auk þess sem hjóla- og brettasnillingar sýndu listir sínar. Þá voru að sjálfsögðu hoppikastalar fyrir yngstu börnin þannig að allir í ijölskyldunni fundu eitthvað við sitt hæfi. Sjómenn mættu svo landkröbbum við skák- borðið þar sem landkrabbarnir höfðu yfirburðasigur, með tólf og hálfum vinningi gegn ijómm og hálf- um. Á laugardagskvöldið var svo hátíðarsamkoma í Höllinni. Um 430 manns voru í mat þetta kvöld, sem þýðir að uppselt var inn í þetta gríðarstóra sam- komuhús. Maturinn, sem Einsi kaldi sá um, klikk- aði að sjálfsögðu ekki og boðið var upp á ijölmörg söngatriði. Ballið með Sóldögg eftir miðnætti var gríðarlega vel sótt en talið er að á milli sjö til átta hundruð manns hafi verið í húsinu þegar mest var. Sjálfur sjómannadagurinn hófst svo með því að fánar voru dregnir að húni. Klukkan 13 var svo sjómannamessa í umsjón sr. Guðmundar Arnar Jónssonar. Ritningarlestur lásu þær Svana Björk Kolbeinsdóttir, Bergey Alexandersdóttir og Birta Marinósdóttir. Eftir messu var svo minningarat- höfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra á lóð Landakirkju. Snorri Óskarsson hélt ræðu og lögðu þær Kristín Sigurðardóttir og Sigurborg Engilberts- dóttir blómsveig við minnisvarðann. Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúninu hófst svo klukkan þrjú í ágætis veðri, hægum vindi og þurru en sólin lét sig vanta. Hátíðarræðuna flutti Val- mundur Valmundarson, formaður Sjómannafélags- ins Jötuns. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi heiðr- aði Steingrím Dalmann Sigurðsson, Vélstjórafélag Vestmannaeyja heiðraði Óla Svein Bernharðsson og Sjómannafélagið Jötunn heiðraði Ægi Sigurðsson. Þá afhenti Bergur Kristinsson, formaður Verðandi Þorbirni Víglundssyni Verðandaúrið, sem til margra ára var afhent þeim nemanda Stýrimannaskólans sem var með hæstu einkunn. Nú þegar stýrimanna- námið er aftur komið á legg, var ákveðið að end- urvekja þessa hefð hjá félaginu. Þá voru veitt verðlaun fyrir afrek helgarinnar. Áhöfnin á Hugin fékk sigurverðlaun knattspyrnu- mótsins og Valtýr Auðbergsson þótti sýna bestu til- þrif knattspymumótsins. Verðandi vann kappróður félaganna og Suðurey stóð uppi sem sigurvegari í kappróðri áhafna. Þá vann strákasveitin Ship-o- hoj tímabikarinn i kappróðrinum og stelpurnar úr Vinnslustöðinni unnu kvennakeppnina, enda eina kvennasveitin í ár. Kynnir hátíðahaldanna lét það fylgja með að þær hefðu einnig verið með langfall- egasta áralagið. Þá var Kjartan á Múla heiðraður fyrir að verja titil sinn í koddaslag enn eitt árið. Að lokum var Guðríður Haraldsdóttir, Dæja, heiðruð sérstaklega fyrir aðstoð við Sjómannadagsráð. Glæsilegri sjómannadagshelgi lauk svo með mögnuðum tónleikum Dúndurfrétta í Höllinni en sveitin fór hreint á kostum í flutningi sínum á lög- um Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep. Mátti sjá marga áhorfendur lifa sig inn í tón- listina enda flutningurinn óaðfinnanlegur. Sjómenn og bæjarbúar allir eiga hrós skilið fyrir virka þátt- töku um sjómannadagshelgina. Stærsta hrósið sem fyrr á þó sjómannadagsráð fyrir að gera helgina jafn skemmtilega fyrir unga sem aldna og raun ber vitni.