Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Sjómannaafsláttur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. október 2018 kl. 15:10 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. október 2018 kl. 15:10 eftir Valli (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
VALMUNDUR VALMUNDSSON


Sjómannaafsláttur


Orðið sjómannaafsláttur er svolítið fráhrindandi orð og er ekki réttnefni yfir þann hluta launa sjómanna sem fjallað er um hér.
Við skulum byrja á smáupprifjun um tilurð sjómannaafsláttarins.

Fyrst kom hlífðarfatafrádráttur.
Upphafið að sérstökum ívilnunum til handa sjómönnum er hlífðarfatafrádráttur sem festur var í lög árið 1954. Hann náði eingöngu til slysatryggðra fiskimanna vegna kostnaðar sem þeir höfðu umfram aðra launamenn. Hann gilti ekki fyrir alla í togaraáhöfn og ekki fyrir sjómenn á farskipum.

Sama ár kom fœðisfrádráttur.
Sjómenn á fiskiskipum, sem þurftu að sjá sér fyrir fæði sjálfir, fengu einnig fæðisfrádrátt. Hann var líka lögfestur 1954. Þessir frádrættir voru til að jafna kjör sjómanna, en hvorki til að veita þeim umfram fríðindi eða lækka launakostnað útgerða.

Sérstakur frádráttur árið 1957 er líklega upphafið að sjómannaafslœttinum eins og hann er í dag.
Árið 1957 kom sérstakur frádráttur. Breyting var gerð 1957, í tengslum við kjarasamninga. Þá var m.a. tekinn upp „sérstakur frádráttur“ í þeim tilgangi að fá fleiri Íslendinga til að stunda sjómennsku, en þriðjungur flotans var þá mannaður erlendum sjómönnum. Árið 1967 var síðan gerð sú breyting að frádrættirnir giltu líka fyrir sjómenn á farskipum. Fram að því höfðu þeir eingöngu verið ætlaðir fiskimönnum.
Síðan er þessi frádráttur nokkuð óbreyttur til ársins 1972. Nýr frádráttur fyrir sjómenn á fiskiskipum var tekinn upp árið 1972, sem var 8% af launum. Árið eftir fengu hlutaráðnir beitningamenn frádrátt í fyrsta sinn. Þessi frádráttur var hækkaður í 10% árið 1975 og síðan í 12% árið 1984. Ári síðar var hann einnig veittur farmönnum.
Hlífðarfatafrádráttur og „sérstakur frádráttur“ voru sameinaðir í einn sjómannafrádrátt árið 1978. Hann gilti samhliða fiskimannafrádrættinum. Regl- ur um fæðisfrádrátt voru áfram óbreyttar og áttu að- eins við um þá fiskimenn sem þurftu að sjá sér fyrir fæði sjálfir. Svo kom skattlausa árið 1987 og frádrættir voru lagðir niður. Alls voru fjórir mismunandi frádrættir í gildi þeg- ar mest var. Þeir voru allir lagðir niður 1987 (skatt- lausa árið) en í staðinn kom sjómannaafsláttur þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp 1988. Munurinn á frádrætti og afslætti er að frádráttur kemur til lækkunar á launum (stofni) áður en skatt- ur er reiknaður, en afsláttur er til lækkunar á reikn- uðum skatti. Fyrirsögn þessarar færslu er því ekki tæknilega rétt, þannig séð. Sjómannaafsláttur Sjómannaafsláttur hefur verið óbrey ttur í meginatrið- um í 22 ár. Fjárhæðinni hefur verið breytt og gerðar lítils háttar breytingar á reglum um útreikning. Þær tengjast m.a. orlofs- og veikindarétti, lögskráningu og ákvörðun dagatjölda á smábátum. Einnig hefur verið tekist á um rétt til afsláttarins, m.a. til manna á ferjum, hafnsögubátum og dráttarbátum. Af sögunni má draga þá ályktun að sjómannafrá- dráttur og síðan afsláttur sé orðinn að hefð hjá íslenskum sjómönnum. Hluti af kjarasamningi sjó- manna og útgerðarmanna með aðkomu ríkisins, sem er alls ekki óalgengt þegar sagan er skoðuð. Ríkið hefur oft komið að kjarasamningum á vinnumarkaði, liðkað til með alls konar ívilnunum og afsláttum af hinu og þessu. íslenskir sjómenn eru nokkrir eftirbátar kollega sinna á Norðurlöndunum. Má fullyrða að frændur SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA  vorirþar meti sína sjómenn meira en íslenska stjórn- kerfið gerir og reyndar nokkur hluti almennings sem heldur því fram að sjómenn vinni ekki hættulegri störf en gengur og gerist í öðrum störfum. Ekki verður gerður samanburður á því í þessari grein en einungis minnt á skýrslur sjóslysanefndar. Ég ætla ekki að stilla sjómönnum upp á móti öðr- um stéttum sem t.d. fá dagpeninga þegar þeir stunda vinnu utan heimabyggðar. Það er bara gott hjá þeim stéttum að hafa góða kjarasamninga. En verið getur að sjómenn miði við þessar stéttir þegar kemur að næstu kjarasamningum. Sjómenn eru langdvölum að heiman, sumir allt upp í 40 daga. Á þeim tíma sem menn eru á sjó eru þeir ekki notendur almannaþjónustu og ættu því auðvitað að njóta þess. T.d. með lægri sköttum, fyr- ir því eru full rök. En skoðum nú hvernig málum er háttað hjá frændum vorum á Norðurlöndunum. I Noregi er sjómannaafsláttur tíu sinnum hærri en hérlendis, í Færeyjum er fimmfaldur munur og í Danmörku þrefaldur. Áform ríkisstjórnarinnar um að afnema sjómannaafsláttinn í áföngum hafa beint athyglinni að hliðstæðum skattaívilnunum erlendis. I ljós kemur að nýbúið er að hækka afsláttinn í Nor- egi og verður hann frá og með þessu ári jafnvirði 3,3 milljóna íslenslcra króna. Til samanburðar má nefna

að hámarksafsláttur til handa sjómönnum á íslandi er 360 þúsund krónur á ári. Munurinn er tífaldur. I Færeyjum er sjómannaafslátturinn jafnvirði 1.853 þúsunda íslenskra króna. Þarna er um fimm- faldan mun að ræða miðað við ísienska afsláttinn. I Danmörku er skattaafslátturinn sem svarar 1.033 þús. ísl. kr. Þrefaldur munur. Og í Svíþjóð er afslátt- urinn sem svarar 634.000 ísl. kr., „aðeins“ helmingi hærri en á Islandi. Af þessu sést að Norðurlandabúar meta sína sjó- menn að verðleikum og geta má þess að Norðmenn eru stoltir af sínum sjómönnuni og finnst ekki til- tökumál að verðlauna þá með skattaafslætti og eru reyndar mjög stoltir af því. Því er haldið fram að sjómenn verði að taka þátt í uppbyggingunni eftir hrunið og eigi ekki að fá meiri fríðindi en aðrir. Auðlindin í hafinu verður líklega til þess að við komumst fyrr upp úr hjólfarinu, sem nokkrir græðgisgúbbar bjuggu okkur, en ella. Til þess að svo megi verða þarf duglega sjómenn og þá eigum við í kippum og er framlegð á hvern sjómann hæst á íslandi af öllum þjóðum sem fisk- veiðar stunda. Það er því lítil fórn íslenskri þjóð að gera vel við sína menn nú sem fyrr og ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hvar endar svona krukk stjórnvalda í launaumslag launafólks, verður næst ráðist í að afnema dagpeninga opinberra starfs- manna? Hver veit?


SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA