Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Ungir sjómenn
Tryggvi Sigurðsson, vélstjóri á Frá VE tók þessar myndir um borð í skipinu með nokkura ára millibili. Strákarnir þrír sem á myndunum eru, þeir Valur Már Valmundsson, Daði Júlíusson og Sigurður Árni Tryggvason, fengu allir að fara stuttan róður með feðrum sínum, sem allir voru í áhöfn skipsins. Nokkrum árum síðar voru þeir svo allir komnir sjálfir í áhöfnina og var myndatakan þá endurtekin. Sjómannadagsblaðið heyrði aðeins í þeim peyjum, hvernig róðurinn hefði verið og hvað þeir væru að gera í dag.
Var drullusjóveikur
Valur Már Valmundsson
- Manstu eitthvað eftir þessum túr þegar þið fóruð þrír fyrir nokkrum árum?
Já, en afskaplega lítið. Ég man það bara að ég var drullusjóveikur. Þetta var sólarhringstúr. Ég var góður fyrstu klukkutímana og þá var myndin tekin. En sjóveikin er farin í dag, annars væri ég ekki á sjó.
- Fórstu oft á sjó þegar þú varst lítill?
Nei, ég gerði það nú ekki. Ég held að það hafi bara verið þessi eini túr. Svo var það bara Herjólfur.
- Ætlaðir þú að verða sjómaður þegar þú varst yngri?
Nei, það var alls ekki planið. Ég ætlaði bara að vera eitthvað allt annað og það eina sem ég vissi, var að ég ætlaði ekki að verða sjómaður. En það breyttist aðeins.
- Hvenœr fórstu í þinn fyrsta túr sem skipverji?
Heyrðu, ég fór 16 ára á Antares, á síld en ég er að
verða 23 ára í dag. Ég leysti af eitt sumar en hélt svo áfram í skólanum um veturinn.
- Er stefnan sett á að mennta sig fyrir sjómennskuna?
Ég er byrjaður í vélskólanum en er í fríi núna. Ég er búinn að vera á sjó í rúmt ár en planið er að klára námið.
- Hvað er það við sjómennskuna sem heillaði þig?
Það eru launin, þau em mjög góð. Vinnan getur auðvitað verið erfið enda vinnum við fyrir hverri krónu.
Með sjóriðu í fótboltaleik daginn eftir
Daði Júlíusson
- Manstu eitthvað eftir þessum túr þegar þið fóruð þrír fyrir nokkrum árum?
Það er nú eitthvað voðalega takmarkað. Held að við höfum verið 12 ára og að þetta hafi verið í kringum 1996. Við urðum að leggja okkur á netahrúgum en svo ældum við reglulega. Svo fór maður að sofa snemma af því að ég átti að keppa í fótbolta daginn eftir. Ég man að ég var með mikla sjóriðu í leiknum og fannst það mjög sérstakt.
- Fórstu oft á sjó þegar þú varst lítill?
Nei, ekki oft. Ég held ég hafi farið einu sinni í skemmtisiglingu á gamla Frá og svo þennan túr.
SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA
Ætli ég hafi ekki verið 5 ára í skemmtisiglingunni, eitthvað svoleiðis.
- Ætlaðir þú að verða sjómaður þegar þú varst yngri?
Ég sagði það nú víst einhvern tímann við íoður minn að ég ætlaði að verða skipstjóri. En það var ekkert frekar að verða sjómaður en eitthvað annað. En það heillaði mann auðvitað að vera á sjó þótt maður hefði orðið sjóveikur.
- Hvenœr fórstu í þinn fyrsta túr sem skipverji? Það var á Jóni Vídalín þegar ég var 17 ára en ég
verð 26 ára í ár. Ég byrjaði í afleysingum og leysti af samhliða námi í Framhaldsskólanum. En svo var ég þar fastráðinn í einhver tvö ár. Eftir það fór ég á Gandí í nokkrar vikur, svo í skóla og svo á Frá og hef verið þar síðustu tvö ár. Mér líkar rosalega vel um borð enda er pabbi besti kokkurinn í flotanum og besti mórallinn um borð í Frá, sérstaklega eftir að karlinn fékk nýjan ofn og gat bryddað upp á nýj- ungum.
- Er stefnan sett á að mennta sig fyrir sjómennsk- una?
Það er bara allt opið hvað maður gerir. Ég er ekki búinn að ákveða mig en helst að maður fara í stýri- mannanám frekar en vélskólann.
- Hvað er það við sjómennskuna sem heillaði
þig?
Þetta er bara „awesome.“ Sjómennskan er bara svo heillandi og svo „awesome.“
Ældi eins og múkki
Sigurður Árni Tryggvason
- Manstu eitthvað eftir þessum túr þegar þið fóruð þrírfyrir nokkrum árum?
Já, ég man eftir honum. Man helst eftir að liggja
á trollinu, ælandi eins og múkki. Við lágum uppi á dekki á einhverju trollstykki ælandi út í eitt. Maður gleymir því ekkert. Mig minnir að við höfum ver- ið allir meira og minna sjóveikir. Við vomm mjög hressir fyrstu klukkutímana, mikið fjör og svona en svo breyttist það snögglega. Ég man að við feng- um meira að segja mat upp á trollstykkið þannig að þetta var mjög eftirminnilegt. - Fórstu oft á sjó þegar þú varst lítill? Nei, ég fór nú ekki ofit. Rétt kannski yfir sum- arið, á hverju sumri aðeins að prófa. Ég var alltaf sjóveikur, það klikkaði aldrei. - Ætlaðir þú að verða sjómaður þegar þú varst yngri? Já, það var alltaf draumurinn að verða vélstjóri eins og sá gamli. Ég er byrjaður með 2. stigið í vél- skólanum og það komst ekkert annað að en þetta. - Hvenær fórstu í þinn fyrsta túr sem skipverji? Það var þegar ég var 16 ára gamall. Ég fór strax á sjóinn þegar ég var búinn með grunnskólann og fór þá á Flörpuna hjá ísfélaginu. Addi Steini var með hana en hún var systurskip Hugins gamla. - Er stefnan sett á að mennta sig fyrir sjómennsk- una? Ég stefni á að klára það sem ég er byrjaður á. Byrja á að klára 2. stigið og læt það ráðast hversu langt ég fer í vélskólanum. - Hvað er það við sjómennskuna sem heillaði þig■ Ætli það sé ekki bara frítíminn sem maður fær á milli. Þegar maður er úti á sjó þá er maður alveg einangraður með áhöfninni en svo þegar maður er í landi, þá koma góðar pásur á milli sem er mjög gott.