Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2009/Köfunamámskeið í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2018 kl. 13:46 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2018 kl. 13:46 eftir Valli (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
PÁLL MARVIN JÓNSSON SKRIFAR


Köfunarnámskeið í Vestmannaeyjum



Köfunarþjónustan Is-Dive hefur tekið til starfa í Vestmannaeyjum. Þjónustan felur í sér köfunarskóla annars vegar en leiðsögn um köfunarstaði og leigu á búnaði hins vegar. Hugmyndin að Is-Dive kviknaði í Þekkingarsetri Vestmannaeyja og fékkst styrkur frá VSSV (Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja) til að koma verkefninu á koppinn. Is-Dive vinnur í nánum tengslum við Hótel Þórshamar og Viking-Tours, sem bjóöa upp á margs konar gistimöguleika fyrir bæði einstaklinga og hópa ásamt bátsferðum og fæði. Is-Dive er samstarfsverkefni stofnanna og fyrirtækja í Vestmannaeyjum sem hafa það sameiginlega markmið að efla ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi á svæðinu.
Haldið hefur verið eitt köfunarnámskeið á veg- um Is-Dive og það næsta er í burðarliðnum. Gerð- ur hefur verið samningur við alþjóðlegan köfunar- skóla sem kallast PADI (Professional Association of Diving Instructors). PADI var stofnað fyrir um 40 árum og rekur nú um 5300 köfunarstöðvar og -skóla víðs vegar um heiminn. Með skírteini frá PADI er hægt að leigja köfunarbúnað nánast hvar sem er í heiminum og gera þannig sumarfríið enn skemmtilegra. Köfun er sport sem flestir í fjölskyld- unni geta stundað saman og víða er náttúrufegurðin neðansjávar ekki síðri en á landi. PADI námskeiðin sem Is-Dive býður upp á eru svo kölluð „Open Water“ námskeið, sem gefa rétt- indi til að kafa niður á 18 m dýpi í þurrbúningi. A námskeiðinu er farið í bóklegan hluta námsins og tekið próf úr honum. Fyrstu skrefin í verklega hlut- anum eru tekin í Sundlaug Vestmannaeyja. Þar er farið yfir notkun búnaðar, merkjamál, þrýstijöfnun, flotvægi o.fl. Þegar nemendur hafa sýnt fram á góða færni í sundlauginni eru teknar fimm kafanir í sjó. Verið er að undirbúa framhaldsnámskeið hjá Is-Dive. Annars vegar námskeið í leitar-og björg- unarköfun og hins vegar námskeið þar sem köfun er tengd við lífTræði sjávarins og er m.a. ætlað nem- endum í líffræði og tengdum greinum. Miklu munar fyrir Is-Dive að hafa aðgang að sundlaug þar sem farið er yfir öll grundvallaratriði köfunar og nemendur geta náð góðri færni í öruggu umhverfi. Þegar kafað er í köldum sjó eins og hér við ísland þarf kafari að klæðast þurrbúningi sem gerir meiri kröfur til nemandans en þar sem kafað er í blautbúningi í hlýjum sjó. A námskeiðum hjá Is- Dive fá nemendur lánaðan búning og allan búnað til köfunar meðan á námskeiðinu stendur auk þess sem þeir fá afhent námsgögn fyrir bóklega hlutann.


SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA Þaö færist í vöxt að kafarar noti sumarfríin sín til adfcrðast á milli framandi köfunarstaða en fram til þessa hefur slíkt ekki mikið verið markaðssett á hér á íslandi en ákveðin vakning hefur þó átt sér stað undanfarin ár í þessum efnum. Hérlendis er íjöldi skemmtilegra köfunarstaða en þjónustuna við kaf- arana hefur mikið til vantað. Með tilkomu Is-Dive eru Vestmannaeyjar orðnar spennandi áfangastaður fyrir þessa hópa en þar er að fínna marga spennandi köfunarstaði. Sjávarhellar, skemmtilegar kletta- myndanir og drangar spila þar stórt hlutverk ásamt þaraskógum og íjölbreyttu dýralífi. Marga staðina má nálgast frá ströndu en aðra frá bát. Fyrir sjómenn er kunnátta í köfun ekki einungis tengd við skemmtileg sumarleyfi heldur getur hún rcynst mikilvæg varðandi atvinnu þeirra. Nokkrir þeirra sem voru á fyrsta námskeiði Is-Dive stunda sjóinn. Þeim sem áhuga haía á aö kynna sér nánar starf- semi Is-Dive er bent á heimasíðuna okkar isdive.is sem er hönnuð af Smart Media, en þar er að finna ýmsar upplýsingar um fyrirtækið, myndir og spjall- rás fyrir kafara og áhugasama. Einnig má senda póst á pmj@eyjar.is.