Mosfell

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júlí 2006 kl. 09:38 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júlí 2006 kl. 09:38 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Mosfell stóð við Túngötu 28. Sigurður Sigurjónsson, Brekkuhúsi, byggði húsið árið 1912. Kristinn Jónsson, oft kallaður póstur vegna starfs síns, en einnig kenndur við húsið, bjó lengi að Mosfelli ásamt móður sinni, Jennýju Guðmundsdóttur. Á Mosfelli var lengi nokkur kúabúskapur og þar var einnig hænsnarækt. Þegar gaus 1973, bjuggu að Mosfelli Eiríkur Sigurðsson frá Hruna og fjölskylda hans. Mosfell brann til kaldra kola á fimmta degi gossins.


Heimildir

  • Guðjón Ármann Eyjólfsson: Vestmannaeyjar - byggð og eldgos, Reykjavík 1973.