Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Áraskipið Gideon VE 14

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. desember 2017 kl. 14:04 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. desember 2017 kl. 14:04 eftir Valli (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
GÍSLI EYJÓLFSSON


Araskipið Gideon VE 14


Inngangur.
Áraskipið Gideon er áreiðanlega kunnasta áraskip Vestmanna- eyinga og margt verið um það skrifað. En þegar farið er að bera þessi skrif saman, er margt sem ekki kemur heim og saman eða er beinlínis rangt. Skrifaðar samtímaheimildir eru nánast engar til og hafa ekki verið mönnum tiltækar. Menn hafa því farið eftir sögnum í munnlegri geymd eða stuðst við það sem áður var komið á prent. Ég hef tínt saman það sem ég hef fundið um smíðaár, skipasmiðinn og hvað Gideon var lengi róið til fiskjar. Ur skrifum um Gideon: „Mér hefur verið sagt að Þorkell Jónsson, bóndi á Ljótarstöðum í Austur-Landeyjum, hafi byggt skipin Gideon, ísak og Trú, sem öll voru orðlögð gæða-og happaskip.“ „Öll hafa þessi skip að líkindum verið smíðuð á árunuml835 - 1850. Erfiðlega gekk þó mönnum þeim, sem fluttu Gideon í fyrsta skipti til Eyja, því þeir tepptust þar í fúllar 16 vikur.“ (56) „Isak var smíðaður 1836.“ (105) (Formannsævi í Eyjum, bls. 56 og 105, eftir Þorstein Jónsson í Laufási.) „Þorkell á Ljótarstöðum hélt í raun smíðaskóla því ungir menn lærðu hjá honum smíði. - Þorkell smíðaði áttæringinn Trú árið 1850 Vestmannaeyjaskipin Gideon og ísak voru smíðuð af Þorkeli á Ljótarstöðum. Nokkuð breytilegt lag var á skipum Þorkels. Gideon var mikið skábyrtur (skábyrðingur) en Trú var stokkreist. - - Skipið Gideon var smíðað af Þorkeli Jónssyni á Ljótarstöðum árið 1836 og var því haldið úti frá Vestmannaeyjum í 73 vertíðir, síðast róið til flskjar vetrarvertíðina 1905.“ (Sjósókn og sjávarfang, bls. 15 og 69, eftir Þórð Tómasson í Skógum.) „Áttæringurinn „Gideon“, Vest- mannaeyjum“ - - „Hann var smíðaður að Kirkjulandi í Landeyjum og var aðalsmiðurinn Hjörleifur Kortsson frá Mið Grund undir Eyjafjöllum, sem þótti snillingur í skipasmíði á sinni tíð. Gideon var haldið úti frá Vestmannaeyjum í 72 vertíðir sam- fleytt og var ávallt hið mesta happa- skip. Aldrei vildi neitt slys til á „Gideon“ og voru þó formenn þeir, er með hann voru, hver öðrum djarfari sjósóknarar. Sérsaklega fékk „Gideon“ orð fyrir að fara vel „undir farmi“ og að vera góður „siglari.“ Formaður með „Gideon“ síðustu 37 árin var Hannes Jónsson, hafnsögumaður, sem nú er 76 ára að aldri. Hannes byrjaði sjósókn 11 ára gamall og tók skipstjóm á „Gideon“ er hann var 17 ára. - - „Gideon“ er nú að vísu undir lok liðinn og Hannes hættur að stunda sjóróðra en vegna þess að mér þykir líklegt að ýmsum lesendum „Ægis“ þyki fróðleikur í að heyra nokkuð nánar um slíkt skip, sem í nærri þrjá aldarfjórðunga sótti gull í greipar hafsins, hefi ég beðið Hannes að segja nokkuð gjör frá „Gideon“ og ýmsu í því sambandi er snerti útveginn á dögum opnu skipanna.“- - „Ritað í febrúarmán. 1929. J. Þ. J.“ (J.Þ.J. = Jóhann Þ. Jósefsson, alþingismaður.) (Ægir. Marz 1929. Nr. 3.) Hjörleifur (Kortsson á Mið-Grund) var Vigfússon en kona hans hét Guðrún Kortsdóttir og bjuggu á Syðstu-Grund, undir Vestur- Eyjafjöllum. ( Manntal 1840 og Goðasteinn 1963.) í grein Hannesar í Ægi, no 3, 1929, um „GIDEON", segir m.a.: „Var hann talinn með stærstu áttæringum um sína daga, hálfrar þrettándu álnar langur á kjöl en hálf sautjánda alin milli stafria; sjö og hálfrar álnar breiður og hálf önnur alin á dýpt undir hástokka;


SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA Þessi mynd er sennilega frá árinu 1908, þriðja ári vélvæðingar bátaflotans í Vestmannaeyjum sem hófst árið 1906, þegar tveir vélbátar gengu frá Eyjum, þó að fyrsti vélbáturinn hafi komið til Vestmannaeyja árið 1904. Vetrarvertíðina 1907 voru gerðir út 22 vélbátar frá Vestmannaeyjum og um- svifin því geysilega mikil. Vetrarvertíðina 1908 hófu 17 nýir vélbátar göngu sina og 39 vélbátar gengu frá Eyjum og öll gömlu áraskipin voru lögð fyrir róða. Frœgasta áraskip Vestmannaeyjajlotans á 19. öld, Gideon VE 14, er þarna sannarlega kominn á hólana, en l.febrúar 1904 var einkennisnúmerið VE 14 málað á skipió. Xfyndin er tekin neðst á Kirkjuveginum sem þá var. Þar stóð siðar verslunin Þingvellir. Yst i kanti myndarinnar til vinstri er Batavia eða Brandshús við Heimagötu sem siðar varð. Húsið sem er mest áberandi til vinstri er Dalbœr sem Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri (faðir Einars rika) byggði samkvœmt virðingargjörð árið 1892 og enn stendur á horni Fifilgötu og Vestmannabrautar. og er nú elsta íbúðarhúsið i Vestmannaeyjum. Til vinstri við þakskeggið á Dalbœ gœtu verið býlin Eystri- og vestri Vesturhús. Á miðri mynd, uppi undir hliðum Helgafells, er Norður-Gerði sem byggt var árió 1907. Þar bjó Jón Jónsson, bróðir Guðlaugs í Gerði og formaður á sexœringnum Halkion, ásamt konu sinni Guðbjörgu Björnsdóttur og síðar börn þeirra, Jónina og Björn, sem bjuggu þarna langa œvi. Til hœgri við Dalbœ er sennilega Kokkhús sem kvosin norðan við Vestmannabraut, milli Kirkjuvegar að vestan og Heimagötu aó austan, norðan við Lágafell og Geirland, var kennd viö og kölluð er enn í dag Kokkhúslág. Yfir hjallana tvo sést skorsteinninn á Byggðarholti sem byggt var árið 1906 en þar bjuggu hjónin Ólöf Jónsdóttir, ættuð úr Landeyjum og Antoníus Þ. Baldvinsson frá Berufirði. Yfir þakió á Byggðarholti, til vinstri við skorsteininn sést á þakið á Stóra-Gerði sem var byggt árið 1901. Lengst til hægri sést gaflinn á Steinholti sem byggt var árið 1906 ogfór undir hraunið 1973. Steinholt byggði Kristmann Þorkelsson, á sinni tið þekk- tur maður i Vestmannaeyjum sem margar sögur fara af vegna fljótfœrni hans og léttleika en hann á marga afkomendur i Eyjum. Kristmann kom að austan, frá Eskifirði, og var systir hans Guðrún Þorkelsdóttir sem er þekkt nafh meðal sjómanna eftir að sonur hennar, útgerðar- og athafnamaðurinn Alli riki, skirði eitt skipa sinna i höfúð móður sinnar. ídesember árið 1906 er Steinholt virt á kr. 6.520 til „ húsaskatts “ (fasteingaskatts) sem staðfest er af Magnúsi Jónssyni sýslumanni 31. desember 1907. Árið 1906 voru 9 nýbyggðar húseignir virtar til fasteignamats og var Steinholt með annað hæsta matið. Hæst mat fasteigna hefúr „Húseign Lyder Höydahls, sölubúð og vörugeymsluhús virt á kr. 17.910. “ Húsið var í fyrstu ein hæð. allt byggt úr timbri og hét þá Vísir. Veturinn 1921 -1922 var Magnús Stefánsson skáld (Örn Arnarson sem orti m.a. Sjána blá og Islands Hrafnistumenn) þar við afgreiðslu. Fyrsta kaupfélagið i Vestmannaeyjum kaupfélagið Herjólfúr var að Þingvöllum og um tima verslaði þar Valdimar Ottesen sem gaf út jýrsta fréttablaðið í Vestmannaeyjum, árið 1917. Það var jjölritað vikublað og hét Fréttir en aðeins tíu eintök komu ut af blaðinu. Hús þetta varð siðar Verslunin Þingvellir, með matvöruverslun á neðstu hæð en á efri hæð voru skrifstofur Hraðjrystistöðvar Vestmannaeyja. Um tíma var Bifreiðastöð Vestmannaeyja (BSV) i þessu húsi og í risinu hafði Magnús á Sólvang, skipstjóri en í hjáverkum ritstjóri vikublaósins Viðis, aðsetur og afgreiddi blaóið til sölubarna. Steinholt var merkilegt hús og á þeirra tíma mœlikvarða stórhýsi. Þegar Islandsbanki hóf starfsemi sína í Vestmannaeyjum 30. október 1919 var bankaútibúið til húsa í Steinholti. Kristmann Þorkelsson bjó í Steinholti ásamt konu sinni Jóninu Jónsdóttur og 9 börnum þeirra til ársins 1932 þegar þau hjón fluttu til Reykjavikur. Til vinstri við kvistinn á Steinholti er sennilega þakið á Asi sem ennþá stendur og Stefán Gíslason, siðar á Sigriðarstöðum í Stórhöfða, byggði árið 1903 og rak þar bakari ásamt konu sinni Sigriði Jónsdóttur. Hús með löngum mæni og skorsteini sem rýkur úr en As ber yfir vesturendann gœti verið Hvammur. Þessa merkilegu mynd tók þýskur ferðamaður sem kom til Vestmannaeyja með m.s. Ceres, 3. ágúst árið 1908 (sbr. Skipakomubók Vestmannaeyjahafnar) og fannst myndin af tilviljun í kassa á hálofti í gömlu húsi í Hamborg sem átti að fara að rifa og var send að gjöf til Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Þar gróf Ragnar Eyjólfsson frá Laugardal upp myndina. Við Ragnar og Gisla Eyjólfsson vorum síðan að grúska í þes- sari fágœtu mynd og er textinn við myndina niðurstaðan. Konan á myndinni er því miður óþekkt. Margt er þarna merkilegt og forvitnilegt auk hins frœga Gideons og vitnar um liðna tíma, t.d svonefndar spílur á trönum sem sjást á miðri mynd. En lundaspílur voru bak, haus og vœngir lundans kallaðar, eftir að fuglinn hafói verið reyttur og krufinn. Bringan og krikarnir voru þá aðskilin frá bak- inu og siðan söltuð í kagga til vetrarforða eða hengd upp í reyk. Spílurnar voru hengdar upp og látnar þorna og blása og þóttu hinn besti eldiviður. Það var kallað að spíla lundabein" þegar gengið var frá lundabakinu og því sem meó fylgdi til þerris og eldsneytis með því að gera gat á hálsinn og stinga öðrum vængnum af næsta fúgli i gatið. Þannig voru margir fuglar „spyrtir “ saman í langar lengjur sem voru síðan bornar út á garða og bjálka til þerris. Þarna virðist einnig hanga fiskur til verkunar i skreið. Gaman vœri ef fleiri slikar myndir ræki á fjörur. Þær segja ætíð mikla sögu. Guðjón Armann Eyjólfsson. 49

áramar voru langar, fullar níu álnir og þriggja þumlunga breið blöðin. Bátur þessi var smíðaður í Landeyjum og þegar hann var tilbúinn, færðu Landeyingar hann til Eyja og gekk þeim vel „út“ en miður til lands aftur því að gæftir voru svo stirðar að þeir urðu að bíða byrjar í 13 vikur; mundi slíkt þykja ekki liðlegar samgöngur nú, - - Sigling á áttæringum var að öllum jafnaði hin svokallaða" lokortusigling" og svo var um "Gideon"; voru siglur tvær, hin ffemri hálf níunda alin á hæð, hin aftari ellefú. í ffamsegl og klýfi þurfti 44 álnir af álnar breiðum dúk en í afturseglið 60 álnir. Formenn á opnum bátum, slíkum sem „Gideon,“ höfðu jafnan hlut við háseta og 40 krónur að auki en hásetar fengu 3-4 króna þóknun, er kölluð var „skipsáróður“, og greiddi bátseigandi hvort tveggja. Síðar var sú venja upptekin að bátseig- endur buðu skipverjum til sín nokkurum (2 - 4) sinnum á vertíð og veittu þeim sætt kaffi og með því og enda stundum vín í kaffið. Þá var og haldip eins konar veisla, er bátur var settur í hróf, og veitt brauð, tóbak og vín, og ekki nóg með það, heldur var hverjum þeim, sem vann að því að koma skip- inu í hrófið, gefin þriggja pela flaska af brennivíni í nestið. Meðan fiskað var með handfæri, var 19-20 manna skipshöfn á hverjum áttæringi, og að auki einn eða tveir drengir upp á hálfdrætti. Eftir áttæring voru teknir Qórir hlutir og kallaðir „dauðir hlutir“ og var aflanum skipt í 23 - 24 staði. En þegar farið var að nota lóðir (í Vestmannaeyjum um 1897), breyttist þetta nokkuð og þó ekki til muna fyrr en eftir 1900. - - „Gideon“ var talinn allmikið skip en fremur valtur, væri hann tómur, en því betri í sjó að leggja sem meira var í honum og bar hann í sæmilegu veðri og sjó 40 fiska hlut af fullorðnum þorski. ( = 960 þorska. G.E.) Oft var, um þessar mundir, farið í hákarlalegur og þóttu þær svaðilfarir ekki all-litlar því að oft var langt róið og legið úti. Þótti það sæmilegur afli að fá 32 tunnur lifrar í legu enda báru áttæringar ekki meira, svo að tryggt þætti, því lifur er illur farmur og var haft meira borð fyrir báru en ella. Áttæringar með „lokortusiglingu“ voru taldir all- góð hlaupaskip undir seglum og eru dæmi þess að þeir gengu nær þrettán mílur danskar (á vöku) í liðugum vindi. Svo var þetta t.d. eitt sinn er ég var staddur á „Gideon“ „undir Sandi“, milli Kross og Bryggna (á 15 faðma dýpi). Skall þá á norðan fárviðri svo mikið að við gátum ekki haldist þar við og urðum að hleypa til Eyja; vorum við 30 mínútur á leiðinni með hálffermi af fiski og öll segl tvírifuð. Öðru sinni var ég í hákarlalegu í útsuður af  „39 vertíðir við sama keipinn.“ og fjallar um Ögmund Ögmundsson í Landakoti sem reri 39 vertíðir á Gideon. „Ögmundur var fæddur að Reynisholti í Mýrdal 2. ágúst 1849.“ Flutti til Eyja 1867, vinnumaður til Áma Diðriks- sonar, bónda og formanns á Gideon, og byrjar að róa með honum þá vertíð, þá á 18. ári.“ Flestar eða allar vertíðamar var Ögmundur í krúsinni (þ.e. fremsti maður) og átti hann að sjá um klýfínn og gæta hans er siglt var. Allar vertíðamar hvíldi (reri) hann við sama keipinn, andófskeipinn á bakborða.“ Ögmundur lenti því í útilegunni miklu árið 1869 er áramar fúku upp úr keipunum. „Veður þetta kom mjög snöggt og varð við ekkert ráðið fyrir veður- ofsa. Gideon var kominn inn á móts við Miðhúsaklett, þegar veðrið skall á, en dró ekki inn Leiðina,"- "og varð að lensa á árunum austur fyrir Bjamarey, eins og hin skipin." „Tvær síðustu vertíðimar, 1906 og 1907, reri hann með fbður mínum á áttæringnum Elliða, er var með færeysku lagi og átti Ögmundur 1/5 hluta

í honum.“ Elliði VE 83 var byggður í Eyjum árið 1905 og áttu þeir Gísli, afi minn, og Ögmundur 1/5 part hvor í honum. Þeir voru skipsfélagar af Gideon en honum var lagt eftir vertíð 1905. (Þeir eru fremstir á myndinni af Gideon á siglingu í höfninni.) G.E. Áramar á Gideon vom „ekkert bamameðfæri. Þær vom 18 feta langar og eftir því gildar.“ - - Þegar fallið var á, vom tveir menn um hverja ári og sátu því 4 menn á hverri þóftu. „Tvö möstur og seglin lágu á milli ræðaranna.“ ( Formannsævi í Eyjum, bls. 52.) Fréttabálkurinn. Eptirmæli ársins 1837. „Að sönnu var veðrátta heldur hroðafengin fram eptir haustinu og rigningasöm, so lítið varð að verkji - komu og ffostin þegar rigningunum ljetti, og heldur með fírra móti; enn þó var sunnanlanz, þegar á allt er litið, ffá haustnóttum - enn sjer í lagi frá því með jólaföstu - og ffam á góu einhvur stak-

legasta veðurblíða, optast þíður og sunnanátt. Er það meðal annars til marks um það, að undir 30 menn úr Landeíum sátu tepptir í Vestmannaeíum frá 3. deígi nóvembers til 29. í janúar; hefir það ekkji borið til í mannaminnum. Enn úr Eíunum verður ekkji komizt til lanz nema í norðanátt, utan í eínstöku góðviðrum og sjódeíðum á sumardag. Má svo kalla, það sem liðið er vetrarins, að varla hafi komið snjór á jörð á láglendi, enn aldreí tekjið firir haga. Útifjenaður er því víða enn í haustholdum (í Janúar 1838), þó ekkji hafi honum verið gjefið strá.“ - Úr Fjölni 1838. (Tekið orð- og stafrétt, með feitletrunum, af bls. 34 - 35. G.E.) ("undir 30 menn" Landeyingamir hafa sennilega ætlað að nota ferðina til innkaupa í kaupstaðnum. G.E.) þegar hann var tilbúinn færðu Landeyingar hann til Eyja,“ segir Hannes í grein sinni í Ægi. Gideon hefur því verið smíðaður árið 1837, og verið róið fyrstu vertíðina 1838. Gideon var lagt eftir vetrarvertíðina 1905, og hefur því gengið 68 vertíðir. (1838-1905=68) Formenn: Fyrsti formaður Gideons er talinn vera Loftur Jónsson, bóndi í Þorlaugargerði. Loftur fæddist 24,júlí 1814 í Butru í Teigssókn í Fljótshlíð. Daginn eftir fæðinguna var hann færður til skímar í Hlíðarendakoti. (s.k. Kirkjubók.)“ Foreldrar hans voru hjónin Jón Arnason Jónssonar frá Pétursey í Mýrdal og Þorgerður Loflsdóttir, einnig skaftfellskra ætta. Foreldrar Lofts bjuggu fyrst á ýmsum stöðum í Fljótshlíð en síðar lengi að Bakka í Landeyjum. Þar ólst Loftur upp. Einn bróður átti Loftur er Ami hét. Hann varð síðar bóndi að Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum.- - Þrjár systur átti Loftur; Guðrúnu, konu Einars í Hrífúnesi, Ingibjörgu og Sigríði, konu Jóns Oddssonar á Bakka.- - Arið 1828 var Loftur fermdur í Krosskirkju - - Eftir það vann hann að mestu við bú foreldra sinna að Bakka þar til árið 1836 að hann er 22ja ára. Þá fór hann til Vestmannaeyja og gerðist fyrirvinna ekkjunnar Guðrúnar Hallsdóttur í Þórlaugargerði.“ Loftur gerðist mormóni. Var skírður, ásamt 2 öðrum, 3.júní 1853. Fór til Utah árið 1857 í 12 manna hópi. Varð biskup og var sendur í trúboðs- ferð til íslands 1873, ásamt Magnúsi Bjamasyni frá Helgahjalli (í Ve.), Fóru út aftur 1874. „Loftur dó af slysforum skömmu eftir endurkomuna til Utha, eða 9.sept. 1874.“ (Gekk ég yfir sjó og land, bls. 103-104, o.v., eftir Kristján Róbertsson.)

> Loftur dó 20. ágúst 1874, samkv. upplýsingum frá Mormónum í Utah. < „Loftur Jónsson, mormóni og bóndi í Þorlaugargerði - - einn með helztu formönnum hér og aflasæll. Loftur fékk þannig lestarhlut, tíu hundruð tólfræð, sem var fágætt, á vertíð einu sinni. - - Loftur fór til Vesturheims og settist að í Spanish Fork. - - Þeir Loftur og Samúel Bjamason (frá Kirkjubæ í Ve. G.E.) komu aftur til íslands 1872 í trúboðserindum fyrir mormóna. Dvaldi Loftur einn vetur í Vestmannaeyjum og var þar for- maður á vertíð. Var ekki að sjá að honum hefði forlazt í sjómennskunni meðan hann dvaldi vestra. Loftur fórst af slysi í Spanis Fork 1874, skömmu eftir heim-komu sína þangað aftur.“ (Saga Ve. I) „Lestarhlut fékk Loftur, bóndi, Jónsson í Þorlaugargerði á vertíð um miðja 19. öld. - - 10 hndr. tólfræð af þorski í hlut á vertíð, lestarhlut, er kallaður var.“ (= 1200. G.E.) (Saga Vestmannaeyja I, bls. 125-126, og II bls. 99, eftir Sigfus M. Johnsen.) Ami Diðriksson var fæddur í Hólmi í A- Landeyjum 18. júlí 1830. Flutti til Eyja og varð bóndi í Stakagerði og formaður með Gideon 1858. Ami lenti í „Útilegunni miklu 1869.“ I Sjómannadagsblað Ve. skrifar Jóhann Þ. Jósefsson grein um útileguna. Þar segir m.a.: „Til merkis um hraustleika hinna gömlu sjó- manna má geta þess að Ámi Diðriksson, formaður á Gideon, fór ekki í skinnstakk sinn fyrr en komið var í hlé við Bjamarey og fór þá úr skinnbrókinni til þess að hella úr henni sjó og þannig tók hann á móti útilegunóttinni. Sjóhattinn hafði hann misst á austurleiðinni. Veðrið hélst hið sama alla nóttina með brunafrosti.“ Árni varð að hætta sjómennsku, vegna heilsubrests, eftír vertíðina 1870 sem var hans 13. vertíð með Gideon. Ámi hrapaði í Stórhöfða 28. júní 1903. (Var heilsubresturinn afleiðing útilegunnar.?? G.E.) „Hannes var aðeins ellefu ára gamall þegar hann reri fyrst á vetrarvertíð. Var hann alltaf að suða í því við móður sína að hann fengi að róa en hún var treg til að veita leyfi til þess. Magnús frá Austasta Skála, maður Guðrúnar, systur Margrétar, var þá viðliggjari hjá henni. Reri hann með Jóni Guðmundssyni frá Hól undir Eyjafjöllum á land- skipi. Mælti Magnús eindregið með því að Hannes fengi að skreppa með þeim og varð það úr. Reri hann með þeim tvo róðra þessa vertíð. Ekki varð Hannes sjóveikur og vissi aldrei hvað það var. Næstu vertíð reri hann upp á hálfdrætti hjá Jóni Péturssyni, hinum fyrra í Elínarhúsi. Var hann for-

maður fyrir Haffrúnni. Árið eftir fór hann á Gideon til Áma Diðrikssonar í Stakkagerði. Eftir það reri hann á Gideon meðan hann flaut, utan eina vertíð, sem hann reri með Ólafí Magnússyni í Nýborg. Var hann að byrja formennsku og gekk illa að fá háseta eins og þá tíðkaðist með alla byrjendur. Fyrstu vertíðina, sem Hannes var til heilshlutar á Gideon, fékk Ámi Diðriksson vont fingurmein svo að hann treysti sér ekki til að róa. Þegar kallað var til fyrsta róðursins, sem Ámi var ekki, sendi hann Hannesi þau skilaboð með Ögmundi Ögmundssyni í Landakoti að hann treysti því að Hannes reri skip- inu fyrir sig. Hannes var seytján ára þessa vertíð. Á skipinu voru margir þrautreyndir sjómenn og gaml- ir formenn og var Hannes yngstur allra. Fór Hannes nú til skips og lét færið sitt á venjulegan stað í skip- inu. Þegar allir vom komnir til skips og Hannes sá að enginn bar sig að formannssætinu, spurði hann hvort enginn ætlaði að láta færið sitt í for- mannssætið. Sögðu hásetar þá að enginn þeirra hefði verið beðinn um að taka við skipinu. Tók þá Hannes færi sitt og gekk aftur með skipinu, lagði það í formannssætið og sagði hásetunum að standa að í Jesú nafni eins og formanna var siður. Settur þeir síðan á flot og fiskuðu vel um daginn. Bar ekki á neinni óánægju. Næstu vertíð tók Hannes aiveg við formennsku á Gideon og var síðan formaður með hann í 37 vertíðir.“ (Úr grein, sem heitir „ Hannes lóðs.“ og er í Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, eftir Jóhann Gunnar Ólafsson. í 1. útgáfu 1939, 2. hefti bls. 122-123, og 2. útg. 1966, bls. 204-205. Heimildir J.G.Ó. „ Sögn Hannesar sjálfs, Ægir okt.-nóv. 1921, bls. 137-139 og Heimar, febr. 1935, ritstj. Kr. Linnet bæjarfógeti.“) Samkv. þessu hefur Hannes því róið á „landskip- inu“ 1864 og á Haffrú 1865. (G.E.) „Það mun hafa verið árið 1865 og var Hannes þá 13 ára gamall. “Var við lundaveiði í Bjamarey og hrapaði. „Eftir áfall þetta lá Hannes rúmfastur nær eitt ár og var búizt við að hann yrði örkumlamaður alla ævi.- Náði fullri heilsu en varð upp frá þessu svo skjálfhentur, að hann átti erfitt með að drekka úr kaffibolla.“ (Sögur og sagnir. bls. 206) Hann hefur því tæplega róið vertíðina 1866. „Árið eftir (Haffrúna) fór hann á Gideon-“ 1867 ?, og þá með Ólafi í Nýborg 1868 ? og aftur á Gideon 1869 til 1905. Hannes hefur því róið á Gideon 38 vertíðir. Hannes Jónsson var fæddur í Nýjakastala í Ve. 21. nóv. 1852. Bóndi og hafnsögumaður á Miðhúsum og var talinn elsti hafnsögumaður í heimi er hann lét af störfum. Hann tók við for- mennsku á Gideon á vertíðinni 1870, í forföllum Áma, þá á átjánda ári. „Næstu vertíð tók Hannes

alveg við formennsku á Gideon“ og var með hann til vertíðarloka 1905, samtals 35 vertíðir. (1871- 1905) Þá tekur hann við formennsku á sexæringnum Halkion VE 77, sem var stór sexæringur en þá orðinn tíróinn, og er með hann þijár vertíðir, 1906 - 1908. Hannes lést 31. júlí 1937. Eigendur: Um eigendur Gideons er lítið vitað. Þann 25. maí 1857, kl. 11 f.h., er haldið uppboð í Þorlaugargerði á eignum hjónanna Lofls og Guðrúnar vegna vest- urfarar þeirra. Titlar á uppboðinu eru 242, þar á meðal 2 hlutir í Gideon. Kaupendur þeirra voru Eiríkur á Brúnum undir Vestur-Eyjafjöllum og Guðmundur í Hólmum í Austur-Landeyjum og kostaði hvor hlut- ur 10 ríkisdali. Meðal eigenda Gideons (1862), var Kristján Magnússon, verzlunarstjóri í Sjólyst, átti helming, d. 26 .febr. 1865, 35 ára. 1. sept. 1865 er dánarbú hans skrifað upp. I skilmála á sölu Gideons er tekið fram að ekkjan hafi hlutinn af Gideon á næstu vertíð. (Uppboðsbók.) Á uppboði á dánarbúi hans er hlutur hans í Gideon boðinn upp í tvennu lagi. Fyrra boðið, 1/4, eignast Eiríkur Eiríksson í Helgahjalli á 40,4 ríkis- dali. Árið 1870 er Eiríkur kominn að Eystri- Vesturhúsum. Seinna boðið, 1/4, fær Guðmundur Ámason í Ömpuhjalli, á 45 ríkisdali. Hann er í Ömpuhjalli 1870, meðhjálpari og verzlunarþjónn. Guðmundur lést 4.okt. 1879 í Mandal en þangað hefur hann flust eftir 1870 og ekkja hans býr þar áffam í manntali 1. okt. 1880. Þeir vom báðir ættaðir úr Mýrdal. ( Samkv. manntali 1860 var Eiríkur þá 33 ára, en Guðmundur 32 ára.) Ámi Diðriksson í Stakagerði, formaður á Gideon, Jón Jónsson í Gvendarhúsi, sem var háseti á Gideon "mest alla sína sjómannstíð" og Hannes á Miðhúsum, áttu hlut, eða hluti í Gideon. Honum var lagt eftir vetrarvertíðina 1905. Gideon var áttæringur en síðustu árin var hann tólffóinn. Eftír að línan var tekin upp, 1897, var árum fjölgað á gömlu áraskipunum, sem vom þung undir ámm,en betri siglarar en skip með færeysku lagi sem fara að ryðja sér til rúms um og upp úr aldamótunum 1900. Á gömlu skipin var settur skutróður eða barkarróður eða hvoru tveggja, þann- ig að t.d. sexæringur var átt - eða tíróinn og áttæringur tí- eða tólffóinn. Dauðu hlutimir breytt- ust ekki þó árum fjölgaði og vom eins og áður t.d. 4 hlutir eftir áttæring tólffóinn.  Fiskveiðiskírteini gefið út af Magnúsi Jónssyni, sýslumanni, 1.2. 1904; handa róðrarbátnum Gideon VE 14, sem er 5 94/100 registurtonn brúttó. Skipstjóri: Hannes Jónsson. Eign: Hannesar Jónssonar. Byggt í Landeyjum, af Lofti Ámasyni? (Þetta gæti verið fyrsta skráning og skírteini Gideons.? Skráning skipa hófst árið 1903.) Skipasmiður: Eftir að hafa skoðað öll þau skrif um Gideon, sem ég hefi fundið, og ekki em öll tínd til hér, tel ég að Gideon hafi verið smíðaður árið 1837 og gengið fyrst 1838 eins og fram kemur hér framar. Skipasmiðinn tel ég vera Hjörleif Vigfússon bónda á Syðstu Grund þó ég hafi alltaf heyrt og trúað að Þorkell á Ljótarstöðum væri smiðurinn. Hann smíðar áttæringinn Trú árið 1850, sem var stokkreistur en Gideon var mikið skábyrtur eins og Þórður í Skógum segir. Hann segir einnig: „Nokkuð breytilegt lag var á skipum Þorkels." Eftir myndum að dæma sýnast mér þau ekki lík skip, Gideon og Isak, sem Þorkell smíðar árið 1836 og hann hefur breytt mikið skipalagi sínu ef hann smíðar Gideon næsta ár, 1837. Samkv. því sem Hannes segir: „þegar hann var tilbúinn,“ o.s.frv., er smíðaárið 1837 og smíðastað- urinn Kirkjuland í Landeyjum, samkv. J.Þ.J. Hjörleifur á Syðstu Grund var Landeyingur, fæddur á Önundarstöðum 1793 og þó hann færi vestur í Landeyjar til að smíða Gideon, þar sem góður skipasmiður var fyrir, var það ekki eina sin- nið. Hann smíðaði „Hólmaskipið“ þar árið 1843. Við smíðina hjó hann í hné sér og dó af blóðeitrun en kirkjubókin segir að hann hafi dáið úr taksótt úti í Landeyjum. Hólmaskipið var gert út frá Vestmannaeyjum á vetrarvertíðum. Eina vertíðina, í sjódeyðu, „kom stórfiskur upp hjá skipinu. Einn hvalurinn sló með sporði sínum til skipsins og snerti afturstafninn. Við höggið rifnaði stefnið úr, niður að kili. - „Menn fóru úr sjóstökk- um sínum og tróðu í rifuna og jusu sem ákafast, unz skip, sem var þarna nærri, kom og bjargaði mönnunum.“ (Goðasteinn l.h. 1963, bls. 60-61. Sagnaþættir e. Þórð Tómasson.) Lengra að fór sonur hans til skipasmíða. „Kári var stór áttæringur, smíðaður í heygarðinum í Káragerði“ í V-Landeyjum, um 1897. Smiðir voru; Kort Hjörleifsson Vigfússonar, bóndi í Berja- neskoti A-Eyjafjöllum, yfirsmiður og Sigurður ísleifsson í Káragerði. Sigurður var eina vertíð for- maður með Kára í Vestmannaeyjum og lá þá við í Nýju-Sjóbúð sem stóð austan við krossgötumar, 54 sem nú er Heimatorg, skammt austan við gaflinn á Útvegsbankanum. (= Heimagata 1.) (Gamalt og nýtt II, 1950, bls. 207. Útg. Einar Sigurðsson.) Kort fórst með áraskipinu Björgólfi á Beinakeldu 1901. ( SA af Klettsnefi.) Sigurður Isleifsson bjó seinna lengi í Merkisteini (Heimagata 9.), góður smiður. Mér hafði verið sagt, er ég spurði aldraða menn, um það hvað orðið hefði um Gideon, að hann hefði sennilega sokkið undir keðjum á Botninum. En eftir að hafa séð myndina, sem hér fýlgir, þar sem Gideon er neðarlega á Kirkjuveginum, stenzt það ekki. Myndin er tekin sumarið 1908 eða seinna. Hún var send Ljósmyndasafhi Reykjavíkur árið 2006 frá Þýskalandi. Fannst þar á háalofti í húsi sem átti að fara að rifa. Sumra þeirra heimilda, sem hér er getið, hefúr Ragnar Eyjólfsson frá Laugardal aflað í söfnum. Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum Ve.