Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/80 ár liðin frá björgunarafreki Jóns í Holti
Í febrúar í ár voru liðin 80 ár ffá hinu einstaka björgunaraffeki Jóns í Holti er hann kleif Ofanleitis- hamar og bjargaði þannig skips- félögum sínum á vélbátnum Sigrtði. Morgunblaðið segir svo frá í frétt um atburðinn: „Um miðnætti voru allir bátar komnir nema m.b. Sigríður og gaf Þór sig þá eingöngu til að leita að þessum báti.En snemma í morgun fféttist að þessi bátur hefði siglt á land undir Ofanleitishamri í bylnum og þegar brotnað í spón, en menn bjargast. Mennimir komust á syllu í bjarginu, en þar snar- bratt upp og létu þeir fyrirberast þar. Einn báts- verja, Jón Vigfússon að nafni ungur Vestmannaey- ingur, kleif hamarinn,komst til bæja og sagði til félaga sinna. Þegar birti, fóru sigmenn í böndum til mannanna og fengu bjargað þeim upp á hamarinn. Það er talið frábært hreystiverk af Jóni að hann skyldi, rennblautur, klífa þrítugan hamarinn, sleipan og þverhníptan." Björgunaraffek þetta er einstakt í sögu Vestmannaeyja. Að það skyldi takast að bjarga allri áhöfninni í þeim aðstæðum sem voru við Ofanleitishamarinn þennan dag gerir atburðinn ógleymanlegan. I sögunni mun þetta hetjuverk lifa sem sérstakt og ógleymanlegt og óskiljanlegt. Sjálfúr þakkaði pabbi Guði fyrir hjálpina við að komast upp bergið. Erfitt er fyrir okkur, sem lifúm á þeirri tækniöld sem nú er, að gera okkur grein fyrir hvemig aðstæður til sjósóknar vom árið 1928. Reynum samt að bregða okkur í huganum affur til ársins 1928. Sigríður VE 240 var ekki stór bátur. í upphafi var báturinn 12 lestir en hafði verið lengdur í 17 lesta bát með 30 ha. Alfavél. Báturinn var byggður í Hafharfirði og keyptur til Eyja árið 1921. Bátinn áttu Vigfús Jónsson í Holti, Kristmann Þorkelsson,
Steinholti og Eiður Jónsson en hann var skipstjóri á Sigríði. Með Eiði voru ljórir í áhöfn, Jón Vigfússon, Frimann Sigurðsson, Agúst Pétursson og Sigurður Vigfússon. Mánudaginn 13. febrúar voru flestir bátar á sjó.Framan af degi var veður dágott en er á daginn leið, gerði vonskuveður með mikilli fannkomu og dimmviðri. Undir kvöldið var komið fárviðri. Voru bátamir að tínast inn ffam eftir kvöldi en mörgum gekk illa að ná landi, bæði vegna veðurhæð- ar en ekki síður vegna dimmviðris. Seint um kvöldið höfðu allir bátarnir náð landi nema einn, v.b. Sigríður VE 240. Vonuðu menn í landi að Sigríður hefði komist í landvar við Eyjamar. Var ákveðið að Þór færi strax í morgunsárið til að svipast um eftir bátnum, væri hann þá ekki kominn til hafnar. Sigríður strandar. Skipverjar á Sigríði lögðu línu sína við Einidrang um nóttina og hófu línudrátt snemma um morguninn. A meðan verið var að draga, versnaði veðrið stöðugt. Dregið var þangað til 3 bjóð vom eftir af 39. Þá var hætt og farið að keyra heim. Fljótlega var þeim félögum á Sigríði ljóst að þeir myndu ekki ná til hafnar um kvöldið. Effir þriggja tíma keyrslu á fullri ferð var báturinn enn á sama stað.Það var austanrok og slagveður og slæmt skyggni. I viðtali sem Ami Johnsen tók árið 1985 segir pabbi: „Um klukkan 9 um kvöldið komum við upp undir hamarinn á Heimaey vestanverðri. Við vissum ekki nákvæmlega hvar við vorum en þar lá togari fyrir ankeri.Það var meiningin að bíða því skipstjórinn treysti sér ekki til að halda áffam þar sem hann vissi ekki nákvæmlega hvar við vorum staddir. Það var ákveðið að halda sig við ljósið á togar- anum, hafa það í augsýn en Eiður, skipstjóri, Jónsson fór fram í, allir fóru fram í nema sá sem tók vaktina og ég var niðri í mótorhúsi.Við vorum 5 á. Eftir stutta stund hrekk ég upp við það að bátinn tekur hastarlega niðri. Ég þaut upp og bakkaði. Þá slóst skrúfan í grjót og stoppaði. Þama veltumst við á skerinu og þá hugsaði maður með sjálfum sér.man ég, á maður að deyja svona ungur? Ég man að ég bað Guð að styrkja mig að taka þessu með ró og svo losnaði báturinn í því af skerinu og velktist um og við sáum ekkert út fyrir myrkrið. Við höfðum ekkert rafljós en ljóskastari var um borð.slíkir voru þá komnir í nokkra báta. Mér datt í hug að ná í hann og setja hann upp. Það gerðum við og lýstum. Þá sáum við einungis þverhnípt bjargið ffarn undan og ekkert annað. Það var ekki hægt að ímynda sér nokkra möguleika aðra en þetta væri búið.“ Aðeins á einum stað komu skipverjar auga á litla syllu í berginu og gerðu sér það ljóst að þeirra lífsvon væri undir því komin að þar bæri bátinn upp. Það gafst ekki mikill tími til að ræða málin hvað réttast væri að gera . Allt í einu tók brotsjór bátinn og kastaði honum að berginu og kom hann að því þar sem syllan var. Pabbi spurði strákana um borð hvort þeir ætluðu ekki að reyna að komast í land. „Það er ekki hægt,“ sögðu þeir. A sinn rólega og yfirvegaða hátt sagði pabbi að þeir yrðu að gera
tilraun til þess. Hann klæðir sig úr leðurstígvél- unum og stekkur í land. Honum tókst að ná fót- festu. Það hljóta að hafa verið erfið augnablik þegar hann sér að hann er einn á syllunni og Sigríður komin ffá berginu. Hann hugsaði hvort félagar hans myndu ekki eiga afturkvæmt og hann hugsaði einn- ig hvaða möguleika hann ætti þama einn á syll- unni. Báturinn hélt áfram að velkjast í briminu í nokkrar mínútur en ber síðan affur upp að berginu. Svo útrúlega vill til að Sigríður kemur upp að berginu á nákvæmlega sama stað og áður. Nú stökkva bátsfélagamir fjórir í land og mátti ekki tæpara standa því báturinn lendir á skeri í útsoginu og mölbrotnaði. Þótt allir skipverjar hefðu komist á sylluna hugs- uðu þeir að möguleikamir væm ekki miklir á að þeim yrði bjargað. Það sem þeir vonuðu, var að með birtingu gætu þeir gert togaranum viðvart. Þeir vissu ekki nákvæmlega hvar þeir voru staddir né heldur hvort unnt væri að klífa bjargið þegar dags- birtunnar nyti við. Vistin um nóttina var erfið. Kulda setti að mönn- um og auðvitað leitaði það á hugann hvort hér væri komið að endalokunum. Með birtingu þekkti áhöfnin strax hvar þá hafði borið að landi. Báturinn hafði strandað við Blákróksurð í Ofanleitishamri. Mikið brim var og litlar líkur á björgun frá sjó. Uppi yfir þeim reis þverhníptur bjargveggurinn með snjó og svell á hverjum stalli og slútandi framhengju fremst. Togarinn var skammt undan og lá hann alveg uppi undir brimgarðinum. Skipsverjar reyndu að vekja athygli á sér með því að kveikja í nokkru af fötum sínum en það mistókst. Létti togarinn von bráðar akkerum og sigldi til hafs. Pabbi sagði að þetta hefðu verið óskapleg von- brigði, þeir hefðu lifað í voninni að þetta væri leiðin til að bjargast. Allar bjargir virtust nú bannaðar.
SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA
Bergið klifið. Eiður skipstjóri stakk upp á því við pabba hvort hann væri tilbúinn að freista uppgöngu. Pabbi tók því vel og sagðist tilbúinn að reyna, það væri þeirra eina von. Pabbi var lítt reyndur bjargmaður þótt í ætt hans væru margir fjallagarpar og bjarg- menn. Hann var hins vegar lipur,sterkur og fylginn sér. Framundan var nú 60 metra þverhnípt bjargið. Pabbi sagði að áður en hann hefði lagt af stað, hafi hann fengið lánaðan sjóvettling hjá einum háset- anum. Hann hafði vettlinginn milli tannanna og notaði hann svo til að róta snjó úr berginu. Ferðin upp gekk vel,hann kleif bergið af ótrúlegri leikni og hugdirfð. Hann var kominn upp í það mitt þegar allt í einu var enga handfestu að fá. Þama var þver- hníptur hamar og sléttur. Enn í dag skilur enginn hvemig pabba tókst að komast upp þennan kafla leiðarinnar. Nú er haldið áffam upp bergið.Þegar upp undir brún er komið,sá hann að hún slútti ffam og auk þess var á henni kafsnjór. Sextíu metrum neðar biðu skipsfélagamir og fylgdust með. Ef handfesti brygðist eitt augnablik eða honum fataðist, var dauðinn vís fyrir þá alla. Illa gekk að komast upp síðasta spölinn en það hafðist. Pabbi fór aldrei dult með það að æðri mátt- arvöld hefðu hjálpað honum við að komast upp á brún.Hann sagðist hafa þakkað Guði þegar þrekraunin var unnin. Pabbi sagði að það hefði verið einstök tilfinning þegar hann var kominn upp. Hann veifaði til félaga sinna. Þeir höfðu beðið milli vonar og ótta og engum var ljósara en þeim að þeir ættu honum líf sitt að launa og í hverja hættu hann hafði lagt sig. Nú var eftir að komast til byggða og sækja hjálp. Mikill snjór var og gekk á með svörtum éljum. Pabbi tók þá ákvörðun að fara heim að Holti og segja hvemig komið var. Gerður var út leiðangur og sigið eftir mönnunum þannig að öll áhöfnin bjargaðist. Ótrúlegt afrek. Allir þeir, sem hafa skoðaö bergið, skilja ekki hvemig hægt var að klífa það, hvað þá í frosti og snjó. Vanir menn reyndu síðar að klífa það við bestu skilyrði en urðu frá aö hverfa. Fréttir af þessu einstæða afreki fóru víða og allir,sem til þekktu, undruðust, að þessum tvítuga pilti, alls óvönum bjarggöngum, skyldi auðnast að klífa Ofanleitis- hamar á þessum stað. Pabba voru veittar viðurkenningar, meðal annars fékk hann heiðursverðlaun úr hetjusjóði banda- ríska milljónamæringsins Camegies, peningaverð-
laun ásamt heiðusrpeningi Camegies en áritun á peningnum er á dönsku. Á sjómannadaginn 2.júní 1996 var vígður minn- isvarði til minningar um þetta affek en bæjarstjóm Vestmannaeyja lét gera minnisvarðann. Pabbi, ásamt okkur úr fjölskyldunni, var viðstaddur þenn- an atburð. Pabba þótti alveg einstaklega vænt um þann heiður sem honum var sýndur með þessu. S.l. sumar, þann 22. júlí, voru liðin 100 ár ffá fæðingu Jóns Vigfússonar ffá Holti. Á þessum tímamótum mættum við nokkur úr Qölskyldunni ásamt fjölda Eyjamanna til að heiðra minningu pabba. Þetta einstaka björgunaraffek mun áffam lifa í sögu Vestmannaeyja Jón í Holti. Jón Vigfússon var fæddur 22.júlí 1907 og dó 9. sept.1999. Hann var sonur hjónanna Guðleifar Guðmundsdóttur frá Vesturhúsum og Vigfúsar Jónssonar, útgerðarmanns, í Holti. Árni úr Eyjum gerir ágæta grein fyrir hvemig persóna pabbi var í grein sem birtist í Bliki. „Jón er grannvaxinn, léttur og lipur og leynir trúlega á meiri kröffum en útlit hans gefur til kynna. Hann er hægur í dagfari svo að ókunnugum virðist hann fáskiptinn en því veldur aðeins yfirlætisleysi hans og prúðmennska því að við nánari kynni reynist hann skapléttur og gamansamur, svo sem ættingjar hans margir.“ Pabbi vildi lítið ræða þetta einstaka afrek sitt. Eg man að það var mamma, Guðbjörg Sigurðardóttir, sem sagði mér fyrst frá þessu og sýndi mér bókina, Öldina okkar, þar sem sagt var frá þessu. Seinna sagði pabbi mér svo ffá þessu og sýndi mér staðinn sem hann kleif. Mest um vert fannst honum að hafa verið sá gæfumaður að geta með afreki sínu bjargað lífi skipsfélaga sinna. Sigurður Jónsson I frásögnmni er stuðst við skrif i Þrautgóðum á raunastund eftir Steinar J.Lúðvíksson, Viðtal sem Arni Johnsen tók, Menn í sjávarháska eftir Svein Sœmundsson og grein sem Arni úr Eyjum skrifaði í Blik. Einnig er byggt á þvi sem pabbi sagði mér og Astu konu minni.