Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Skipsklukka Bjarnarejar VE 11

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. desember 2017 kl. 13:11 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. desember 2017 kl. 13:11 eftir Valli (spjall | framlög) (Ný síða: HELGA HALLBERGSDÓTTIR Skipsklukka Bjarnareyjar VE 11 r I síðasta Sjómannadagsblaði kallaði ég eftir upplýsingum um hvemig skipsklukka nýsköp- unartogarans Bjamareyjar VE...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

HELGA HALLBERGSDÓTTIR Skipsklukka Bjarnareyjar VE 11


r I síðasta Sjómannadagsblaði kallaði ég eftir upplýsingum um hvemig skipsklukka nýsköp- unartogarans Bjamareyjar VE 11 hefði ratað í hendur Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja hf. Prentsvertan var vart þomuð þegar Steingrímur Sigurðsson, skipstjóri, hafði samband við mig og hafði ýmislegt að segja um klukkuna sem nú hangir á skrifstofu Isfélags Vestmannaeyja hf. Ég sá hana fýrst Steingrímur var skipstjóri á Bjamarey VE 501, svokallaðri Akureyrar-Bjamarey, sem smíðuð var á Akureyri, 1973, ásamt Alsey VE 502. Bjamarey VE var í Slippstöðinni á Akureyri frá því í desem- ber 1986 fram í febrúar 1987, þar sem afturendinn á henni var lagaður, hún lengd um 2 m, nýr krani, kraftblökk fyrir nót o.fl. sett í hana. Steingrímur, skipstjóri, ásamt Magnúsi Guðmundssyni, vél- stjóra, voru því löngum fyrir norðan og Addi Steini (Andrési Þ. Sigurðsson), stýrimaður, einnig eitt- hvað í lokin. Það var einmitt hjá Slippstöðinni sem Steingrímur leit klukkuna góðu fyrst augum. „Skipt hafði verið um akkeriskeðjur í skipinu og þær gömlu settar í geymslu. Þegar við vorum að búa okkur undir að fara heim, vildi ég nota keðjumar, fínar í netadrekana. Við fengum lánaðan krana og fómm í geymsluna í port- inu og komum þá niður á þessa klukku innan um allt draslið og sáum Bjarnareyjarnafnið á henni. Eg spurði verkstjórann hvort við mættum ekki eiga hana en hann var tregur til og vísaði okkur á Gunnar Ragnars, framkvæmdastj óra Slippstöðvarinnar. Gunnar sagðist vilja hugsa málið en sagði síðan að Sigurður Einarsson ætti það nú alveg skilið að hann sendi honum klukkuna. Þegar við svo komum um borð, var hún komin þangað, búið að hreinsa hana alla og pússa,“ sagði Steingrímur. Þannig komst klukkan í eigu Sigurðar og Hraðffystistöðvarinnar og síðar Isfélagsins eftir sameiningu þeirra. Steingrímur sagðist hafa verið eindregið varaður við því að taka við Bjamarey VE 501 árið 1976 og töldu menn að afli yrði rýr á skipi með því nafni. Sjálfur kvaðst hann ekki hafa haft neinar áhyggjur. Nóttina áður en Sigurður Einarsson hringdi í hann og boðaði hann upp á skrifstofú Hraðfrystistöðvarinnar, dreymdi hann að hann fengi eyjuna Bjamarey í trollið. Hann var því þess ávallt fúllviss að vel myndi aflast og gekk það eftir þau ár sem hann var með Bjamarey. Forðum daga fyrir norðan Vilborg Herjólfsdóttir VE 11 (ex Bjamarey VE 11) sigldi norður til Ólafsfjarðar í ársbyrjun 1955 SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA  og fékk nafnið Norðlendingur ÓF 4. Hún hafði þá verið í eigu Bæjarútgerðar Vestmannaeyja síðan í mars 1948. Sigurður Helgi Sigurðsson, yfirhafharvörður á Siglufirði og bróðir Steingríms, þekkir vel til sögu togarans. Þó að Norðlendingur væri skráður á Ólafsfirði, var hann í eigu sameiginlegs útgerðar- félags Húsvíkinga, Sauðkrækinga og Ólafsfirðinga og átti að landa á þeim stöðum. Gárungamir köll- uðu því skipið „Óla húskrók.“ Aðalsteinn Jóhannsson, sem nú er búsettur á Akureyri, kannast vel við nafngiftina og hlær við. Hann var vélstjóri á Norðlendingi 1957 - 1958 en þá var aðallega veitt við Vestur-Grænland og á miðunum við Nýfundnaland. Skipstjóri var Gunnar Halldórsson ffá fsafirði. Aðalsteinn segir að vel hafi gengið á Norðlendingi. Þetta hafi verið fínt og skemmtilegt skip, vissulega dálítið blautt en gang- betra en t.d. Svalbakur. Tafsamt hafi þó verið að þurfa alltaf að fara inn til Akureyrar að ná í svart- olíu, veiðarfæri og annað til útgerðarinnar. Skipið var keypt norður til að skaffa Norðlendingum atvinnu en þegar hér var komið, gekk illa að manna það og var meirihluti áhafnarinnar Færeyingar. ÚA keypti togarann 1960 og gerði hann út til vors 1964 og hét hann þá Hrímbakur EA 5. Nýir tímar voru að ganga í garð, skuttogaramir að koma og gamla kempan orðin nokkuð lúin og farin að láta á sjá. Lá togarinn lengi í Sandgerðisbótinni fyrir akkerum og fannst ýmsum bæjarbúum hann til lítillar prýði. Fyrir sjómannadag, eitt árið, í sunnan golu var gerður út flokkur með málningu til að mála skipið. Ekki entist mönnum tími til að klára nema þá hlið sem vissi að landi. Gerði þá skyndi- lega norðangarra, skipið snerist og ryðgaða, ómálaða hliðin blasti eftir sem áður við Akureyr- ingum en sú málaða gladdi augu Svalbarðseyringa. Aðgerðaleysið virðist ekki hafa átt við Hrímbak því hann sleit sig lausan í óveðri og rak á land við Glerárósa í nóvember 1966, braut skrúfuna og skemmdist nokkuð. Hrímbakur lagði í sína hinstu for 13. september 1969 þegar hann fór í togi til Skotlands en þaðan hafði hann lagt í sína fyrstu for 21 ári fyrr. Sögulok Aðalsteinn Jóhannsson var ekki bara skipverji á gamla nýsköpunartogaranum heldur kemur hann einnig beint við sögu klukkunnar. Aðalsteinn segir svo frá að hann hafi tekið klukkuna úr Hrímbaki áður en skipið fór til Skotlands. Þegar Akureyrar-Bjamareyjan var svo byggð í Slippstöðinni 1973, bað Vilhelm Þorsteins- son, sem þá var forstjóri Útgerðarfélags Akureyr-

inga, hann um að pússa hana upp. Búið var að bron- sa hana og það því heilmikið verk. Aðalsteinn stóð í þeirri trú að Vilhelm hefði ætlað að gefa Einari Sigurðssyni gripinn þegar Bjamarey VE 501 var afhent þá um vorið. Ekki vissi hann af hverju af því varð ekki og hvemig klukkan hafnaði aftur í port- inu. Okkur Aðalsteini kom saman um að Steingrími, skipstjóra á Bjamarey VE 501, hafi verið ætlað að finna klukkuna góðu og koma henni aftur til Vestmannaeyja þar sem hún á heima og minnir á merka sögu togarans og fyrrum eigenda. Helga Hallbergsdóttir