Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Verðandi 70 ára

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. desember 2017 kl. 14:46 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. desember 2017 kl. 14:46 eftir Valli (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Verðandi 70 ára


Skipstjóra- og stýrimannafélag Vestmannaeyja var stofnað 27. nóvember 1938 og verður því 70 ára í haust en nafninu var breytt árið 1942 í Skipstjóra - og stýrimannafélagið Verðandi og var höfundur þessarar nafngiftar Þorsteinn Jónsson frá Laufási. Fyrsti formaður félagsins var Árni Þórarinsson og var hann formaður í 7 ár. Síðan hafa nokkuð margir tugir góðra manna starfað sem for- menn og stjómarmenn í Verðandi. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir því sem þessir fýrrverandi Verðandimenn hafa staðið fyrir í gegnum tíðina, með áhugann einan að vopni. Þessir snillingar komu t.d. tilkynningarskyldu á hjá Eyjaflotanum, börðust fyrir því að fá gúmmíbjörg- unarbáta ásamt ýmsum öðrum góðum hlutum. Ég efast stórlega um að nokkurt stéttarfélag á Islandi hafi gert jafn mikið og bjargað eins mörgum mannslífum eða komið í veg fýrir stórslys og Verðandi hefur gert. Yfirleitt liðu einhver ár frá því


að framfarir urðu hér á Eyjaflotanum þar til þær urðu annars staðar. Enn í dag, reynum við að styrkja þau málefni sem varða öryggi sjómanna. Vissulega hafa ekki alltaf verið jólin hjá Verðandi og oft var stutt í að félagið legði upp laupana enda ekki mörg fýrirtæki eða félög sem ná þessum aldri. En Verðandi, sem er lítið félag í Eyjum, hefur staðið í báða fætur og stendur enn og mun standa áfram þrátt fýrir miklar sameiningar hjá skip- stjórafélögum um allt land í eitt stórt félag. Sameining er ekki lausnarorð og verður aldrei. Bara það, að félagsmaður borgar ca. helmingi minna í félagsgjöld (2,5% af kauptryggingu) á ári en tíðkast í öðrum félögum, segir ansi mikið um það hvemig Verðandi vill starfa og fýrir hverja Verðandi starfar. í haust er ætlunin að við gefum út veglegt afmælisblað og þá verður farið nánar í sögu Verðandi og hvemig við stöndum vörð um félagið og uppruna þess. Einnig gengst félagið fýrir stórdansleik milli jóla og nýárs. Núverandi stjórn skipa: Bergur Kristinsson, Sigmar Sveinsson, Bergur Guðnason, Andrés Sigurðsson, Halldór Guðbjömsson og Jarl Sigurgeirsson. Bergur Kristinsson, formaður Verðandi. 31